fimmtudagur, desember 24, 2009

Gleðinleg jól!!

Háin 3 óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.




Langur tími síðan ég setti eitthvað inn hér síðast.....
ástæðan er sú að snúran til að tengja í myndavel og tölvu er týnd og tröllum gefinn og því engar myndir sem ég get sett inn. Samt fullt af myndum og vídjóum á myndavélinni sem mig langar að sýna ykkur.
Á samt fullt af myndum sem Sigga tók hérna í lok október. Bæði jóla og hversdagsmyndir. Set nokkrar inn.

Sosum ekki mikið að frétta. Bara sofa vinna éta. Orðaforðinn hjá Húnsa eykst dag frá degi og hann er farinn að herma eftir öllu. Orðinn mikill gaur og alls ekkert ungabarn lengur.

Síðustu viku hef ég ekki séð Húnsa mikið, enda jólatörninn búinn að vera upp á sitt besta í Fjarðarkaupum og opnunartíminn lengdur. Síðustu tveir dagar voru algerlega brjálaðir og fór salan langt fram úr áætlun og var miklu meiri en síðasta ár, opnunartími 9-22. Mér finns þessi tími samt mjög skemmtilegur og löngu orðin partur af jólastemningunni hjá mér enda búin að vinna í búð í 10 ár. Er samt feginn að fá að vera í fríi í dag enda orðin ein af kjéllingunum. Skólakrakkarnir standa vaktina í dag.....ég fekk að sofa út :)


Frændsystkin á góðri stund


Góðir vinir......en því miður er Írena að flytja til útlanda í febrúar


....og Húnsi verður einn eftir