þriðjudagur, mars 16, 2010

Ferðalag

Ég er búin að bóka ferð til Svíþjóðar frá 7 til 15 apríl.... hvorki Húnsi né Helgi fá að koma með.....neibb...bara ég og Gudda að fara að hitta gamla skólavinkonu sem býr nú í Svíþjóð. Hlakka mikið til, þarf virkilega að fá smá tilbreytingu í þetta líf. Lífið bara búið að snúast um að vinna og hugsa um heimili... og svo þessar endalausu heimsóknir í ArtMedica (með tilheyrandi lyfjatökum og sprautum)

Aðeins 22 dagar í brottför!!!

laugardagur, mars 06, 2010

Gamlar fréttir......

Daginn áður en Írena flutti til Brussel fóru frændsistkyninn í hoppukastalalandið því það var það eina sem Írena talaði um..... Það var fjör og gaman alveg þangað til afmæli með mun eldri krökkum byrjaði sem tóku ekkert tillit til þeirra....þeim bara ýtt frá ef þau voru fyrir.


gaman gaman.....


þau fengu frið í smábarnakastalanum.....


Svo var safnanótt haldinn í 3 skiptið og að vana fór Rimmugýgur á sögusafnið í Perlunni og gladdi þar mannskapinn (eða hræddi eftir atvikun)


flottir víkingar!!!
Næsta ár er ég að hugsa um að taka Húnboga með......

Svo rann upp bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Húnbogi bjó til bolluvönd í leikskólanum og klæddist náttfötum á öskudag. Fórum í bollukvöldmat til Sigrúnar frænku. Þar klæddist Húnbogi mörgæsabúningnum sínum og vakti mikla kátínu í peysunni því afturendinn virkaði mjög fyrirferðamikill og amerískur.

Á leið í bollumat.


dáldið skondinn......


mörgæsinn líklega notuð í síðasta sinn....


BOLLA BOLLA BOLLA!!!

Ég er að plana Svíþjóðar ferð strax eftir páska með Guddu. Ætlum að hitta gamla vinkonu hana Sollu og hafa það skemmtilegt í viku. 7 til 15 apríl.
Hrafnkell besti vinur Húnboga er orðinn 3 ára og förum við í veislu honum til heiðurs á morgunn.

þangað til næst...over and out