fimmtudagur, júlí 29, 2010

Myndasería frá USA

Hér kemur örlítið brot af myndum sem voru teknar í ferðinni.


Á Leifsstöð þann 13 júlí....menn voða spenntir!


Lentum í Boston en fluginu til Memphis var aflýst vegna þrumveðurs. Gistum á Hóteli en fengum minni svefn en við hefðum vilja..... Í flugvel á leið til Memphis....


Hafnabolti prófaður með tilheyrandi töktum!


Húnbogi lestarstjóri.


Tumi Tígur og Húnbogi Bjartur í gerfi Woody úr toy story


Fyrsta sundlaugaferðin í íííískalda laug


Komið heim eftir langan dag mollinu og slappað af með drykk og snakk í skugganum


Stundum var ekki nóg að vera í skugganum og þá var buslulaugin vinsæl.


Með brauð í poka til að gefa öndunum


Flotta parið á ströndinni.


Í mollinu var hringeggja sem varð vinsæl hjá unga manninum


McDonalds....barabababa, I´m loving it


Elvis heimsóttur, fyrir utan Graceland


Gröfin....


Dýragarðurinn. Górilla og Húnbogi


Það var mjög heitt þennan dag og dýrin lágu öll í leti....Elísabet og Húnbogi kæla sig í pollinum.


Þreitt eftir heitan dag í dýragarðinum


Hafnaboltaleikur. Fyrir utan völlinn


Ooooojeeee


Jóhann náði bolta sem var slegið upp í áhorfendastúkurnar.


Við heldum að sjálfsögðu með Memphis Redbirds....


Og við unnum!!!


Á brúðkaupsæfingu í dýragarðinum


og sundlaugapartý eftir á......


Húnbogi tilbúinn á brúðkaupsdaginn...


Komin heim í Leifsstöð þann 26 Júlí

kominn heim frá USA

Þá erum við kominn heim frá Memphis þar sem við eyddum sirka 2 vikum í 35-40 stiga hita. Maður var nú fljótur að venjast hitanum og buslulaug keypt handa Húnboga ásamt vatnsbyssu til að kæla sig í mesta hitanum. Það var mikið keypt af fötum og allskonar dóti og túristast aðeins áður en stóri dagurinn rann upp, brúðkaupsdagur Jóhanns og April. Fórum í dýragarð, heimsóttum Elvis, skruppum á hafnabolta leik og fórum í sund. Það var gaman að koma heim eins og alltaf þegar maður fer eitthvað í lengri tíma en ég er strax byrjuð að sakna sólarinnar.
Húnbogi var mjög þægur og góður, og bláókunnugt fólk kom til mín eftir flugferðina til að segja mér hvað það finndist Húnbogi þægur og skemmtilegur strákur :) Enda mikið sjarmatröll þar sem hann rölti um ganginn og brosti og vinkaði fólki. Fólkið sem náði að kynnast honum aðeins þarna úti sagði að mér hefði tekist uppeldið mjög vel. Ég veit ekki hvað ég á að segja...ég gerði ekki neitt, hann er bara svona!
Myndir koma næst.

Næstu helgi er svo planið að verja gulltitil minn í bogfimimóti Hringhorna og hugsanlega kíkja í bústað til Foreldra Siggu og hitta Hrafnkel og fylgihluti.
Svo er bara frí út vikuna en svo byrjar hversdagsleikin og vinnan hefst á fullu.... jey