mánudagur, október 11, 2010

Bleiki dagurinn

Stuðningsdagur fyrir konur með brjóstakrabbamein var síðasta föstutudag og í tilefni þess var bleikur dagur í leikskólanum hans Húnboga. Mælst var til að krakkarnir kæmu í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt. Eftir mikið grams og rót eftir einhverju bleiku (sem er mjög sjaldgæft á þessu heimili) fann ég gamlan hörefnisbút sem ég klippti niður í ræmur og gerði belti og slaufu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Ég hugsaði með mér þegar ég sendi hann svona í leikskólan " ooo...hann verður örugglega hallærislegasti krakkinn á svæðinu með einhverjar druslur bundnar um sig"
En svo var nú aldeilis ekki. Í lok dags sögðu fóstrurnar frá því að þetta hefði vakið mikla lukku meðal foreldra og fóstra og þeim fannst þetta góð hugmynd " hugmyndarík og sniðug", og það voru víst ekki margir strákar í bleiku. Enda var þessi mynd forsíða heimsíðu Norðurbergs þessa vikuna. :) Á myndini má sjá eina bestu vinkonu Húnboga, en hún hefur verið með honum frá upphafi í leikskólanum og sýnist mér hún bara vera orðin nokkuð skotin ;) Hún heitir Freyja Rut.

P.S Ég byrja á 8 vikna námskeiði hjá Bootcamp 26 okt og verð því orðin flottari en þið öll um jólin! ;)