Af Húnboga er það að frétta að hann er farinn að spá mikið í heiminum í kringum sig. Og spurningarnar rigna yfir mann. "Hver slökti á sólinni?" "Afhverju er tunglið gult?" "Hvar eru öll laufblöðin?" og "Mamma, afhverju ertu með svona stórt nef?"
Minnir óneitanlega á Aravísur.
Það er sérstök athöfn sem fer í gang þegar hann er skilinn eftir í leikskólanum. Fyrst þarf að leiða hann inn, svo að knúsa fast, svo kemur koss á munninn og að lokum vinka með báðum höndum. Og ef þetta er ekki gert þá vill hann ekki að maður fari og hleypur á eftir manni og reynir að toga mann aftur inn, þar til þessari athöfn er lokið. Það tók mig um 2 daga að fatta hvað væri í gangi.
Hann er orðin mjög duglegur að púsla og fer létt með 15 bita víkingapúslið sitt.

Um daginn var alþjóðlegur bangsadagur og fékk Húnsi að taka með sér sína uppáhaldsbangsa í leikskólan. Tumi Tígur varð fyrir valin og svo að sjálfsögðu bangsi, sem er bara þekktur sem Bangsi. Lýstu fóstrurnar því þegar hann fékk Bangsa með í hvíldartíman að hann hefði allur ljómað af hamingju. Enda er þetta ásin hans eina.
Nokkrar myndir úr leikfimitíma hjá Húnboga.



