laugardagur, desember 18, 2010

Nokkrar myndir frá aðventuni.

Léti er þetta að setja inn myndir. En nú er ég búin að læra að setja þær beint inn á mína tölvu í staðinn fyrir að setja inn á Helga tölvu og senda svo á mína.

Húnbogi syngur jólalög í gríð og erg og kíkir í skóinn í tíma og ótíma.
Hann er búinn að eignast nýjan vin eins og sjá má.



Svo sem ekki margt í fréttum, nema þá að Húnbogi er kominn á " terrible two" skeiðið. Ekki seinna að vænna enda að nálgast 3 ára aldurinn. Aðeins mánuður í það. Samt yfirleitt góður strákur :)


Aðfangadagskvöld verður haldið hér heima hjá okkur og mitt hlutverk að elda jólamatinn í fyrsta skipti. Spennandi að sjá hvernig það heppnast.

þriðjudagur, desember 14, 2010

Bootcamp.. Mæling nr 2

Jæja...eins og margir vita er ég búin að vera á 8 vikna námskeiði hjá Bootcamp og er meira segja búin að skrá mig á næsta námskeið sem byrjar eftir áramót. Ég er stolt að segja frá því að ég náði takmarkinu :))
Ég er búin að mæta á 18 æfingar (2 æfingar eftir) og hef haldið mig nokkuð vel frá feitum skyndibita, gosi og sælgæti þó að stundum hafi maður fallist í freistingu, en ekkert miðað við hvað ég var vön að borða af því.

Hér koma tölurnar sem voru mældar fyrir 8 vikum

Þyngd: 75,4 (í fötum og skóm)
Fitu%: 28,4
upphandl: 28 cm
mitti: 80 cm
mjaðmir: 101.5
læri: 50,5

Hér koma svo tölurnar frá því í dag

Þyngd: 75,1 (í fötum og skóm)
Fitu%: 24,2
upphandl: 27 cm
mitti: 78 cm
mjaðmir: 100 cm
læri: 49,5



Smá fróðleiksmoli. Þó svo að þyngdin standi í stað þá er ég búin að missa 4 % af fitu. En aftur á móti er ég búin að bæta við mig vöðvum. Þar sem að vöðvar eru eðlisþyngri en fita þá léttist ég ekki þó að ég "minnki" :)

Mamma sagði " Fyndið, aldrei datt manni í hug að Hlín færi í megrun" Það hélt ég ekki heldur. Enda barðist ég við að halda þyngdinni uppi í mörg ár og var á tímabili bara 50 kg. (Minni á að ég er 186 cm) En eitthvað breyttist eftir að ég eignaðist Húnboga og hægt og rólega, næstum án þess að taka eftir því var ég kominn með bumbu og bingóvöðva. Hægt og rólega var vigtin að stíga upp í 80 kíló, og ekki vegna vöðvamassa heldur fitu í sinni "fegurstu" mynd.
Ég held að lokatakmarkið verði að komast niður í fituprósentu 20 - 21 en mér er nokkuð sama um þyngdina.

P.S. Þetta er rosalega gaman, skemmtilegar æfingar (fyrir utan froskaana!!), mikil hvatning til staðar og árangurinn stendur ekki á sér. Það er félagslíf fyrir utan æfingar og t.d um helgina verður bootcamp liðið að pakka inn gjöfum sem á að gefa fjölskylduhjálp.
Mæli með þessu :)