þriðjudagur, apríl 19, 2011

Nóg að gera hjá hlaupabólustráknum

Húnbogi er búinn að vera mjög hress, klórar sér lítið, en maður er nú líka duglegur að bera á hann hlaupabólukrem. Hann varð aðeins slappur á laugardaginn, fékk örlítinn hita og vildi lúlla. En það voru bara 3 eða 4 klukkutímar. Fyndið að segja frá því að Írena Mjöll fékk hlaupabólu sama dag og Húnbogi, þó hún sé í mörg þúsund km fjarlægð......
Ég fór í mótefnamælingu þar sem ég hef aldrei verið greind með hlaupabólu og fékk loks svar í dag. Ég er með mótefni og hef því fengið hana mjööög væga fyrst að enginn tók eftir henni. Þá veit maður það loksins....
Húnbogi verður heima á morgunn líka en það er síðasti dagur í leikskóla fyrir páska.... svo mætir hann bara eldhress á þriðjudag í næstu viku.

Ef þið viljið skoða bólustrákinn vel minni ég á að hægt að smella á myndirnar og sjá þær í fullri stærð


Dagur 2 í hlaupabólu... framan....


... og aftan....


Dundar sér heima, missir því miður af öllu páskafjörinu
í leikskólanum, en við skreyttum páskatréið bara saman í dag í staðinn....


Dagur 5 í hlaupabólu.... nýjar bólur hættar að myndast

fimmtudagur, apríl 14, 2011

Hlaupabóla

Jæja....þá er hlaupabólan mætt í hús. Er búin að búast við henni síðustu vikur því 11 börn á deild Húnboga í leikskólanum voru frá á sama tíma vegna hlaupabólu. Honum virðist ekki líða illa enn sem komið er en er með nokkrar allmyndarlegar bólur og aðrar minni á víð og dreif um skrokkinn. Ég er bara fegin að hún ákvað að láta sjá sig núna en ekki eftir viku, þar sem páskarnir skella á.
Vona líka að ég fái hana ekki, þar sem ekki er staðfest að ég hafi fengið hana. En 90% líkur eru á smiti ef heimilismeðlimur fær hlaupabólu.

Húnbogi vel skreittur á degi 1 í hlaupabólu


Býr í tjaldi inn í stofu með klaufabárðunum í sjónvarpinu



Langaði líka að segja frá því að ég hreppti aftur annað sætið í íslandsmeistarakeppni í bogfimi. Bætti mig um helming frá því í fyrra. Vandamáli er að sú sem vann gerði það líka :)
Við vorum víst bara 2 sem kepptum í okkar flokki (langbogi kvenna)þó fleyri hefðu skráð sig til leiks, og því ekki mikil keppni, en aðeins 8 stig skildu okkur að af 600 mögulegum. Þess vegna ætla ég að monta mig....ef við hefðu verið í blönduðum hóp hefði ég lent í 3 sæti af 15 keppendum í langboga.
Ég tek þetta næst!!!


Ég og Indíana.