Fékk símtalið 2 nóvember, ég var ólétt með gildin 216, allt yfir 100 er mjög gott. (magn hgc hormón í blóðinu). Við tók biðin eftir hjartslóttarsónar, aðrar 2 vikur. Átti að mæta 16 nóv.
En á afmælisdaginn minn, 15 nóv byrjuðu verulegar blæðingar. Ég var beðin um að koma strax í skoðun, grátbólgin mætti ég á Art Medica, viss um að þetta væri búið, En nei, í ljós kom blikkandi hjarta og eitt lítið kríli aðeins 3 mm að stærð. Læknirinn sagði að þetta gæti enn bjargast, tók mig af öllum blóðþynnandi lyfjum og skipaði mér í rúmmið þar til blæðingarnar myndu hætta. Vildi svo fá mig í skoðun 3 dögum seinna..
Sem betur fer hættu blæðingarnar eftir 2 daga og ég mæti jákvæð í skoðun, þá leit allt vel út og engin ummerki eftir blæðingarnar, fóstrið var þá orðið 4,5 mm.
Í dag mætti ég svo í mína síðustu skoðun til Art Medica, fóstrið er núna orðið 18 mm. Mér til mikillar gléði fékk ég líka að hætta á sterunum sem bæla ónæmiskerfið, en ég er búin að vera endalaust veik í 2 mánuði.. Ég þarf samt að halda áfram á öðrum lyfjum til 12 viku.
En í dag er ég semsagt komin 8 vikur + 2 daga. Áætlaður lendingartími er 9 júlí 2012 :D
Litla krílið mitt.....