fimmtudagur, desember 29, 2011

12 vikur

Jæja jæja jæja!!!

Við fórum í 12 vikna sónarinn í morgunn. Af einhverjum ástæðum var ég búin að kvíða honum soldið mikið. Var svo viss um að eitthvað væri að. En nei. heldur betur ekki. Allt fullkomið.
Ljósmóðirinn sem framkvæmdi sónarinn var mjög góð og útskýrði allt
"Þarna sjáum við legvatn í maganum svo við vitum að leiðin er greið, þarna er þvagblaðran svo nú vitum við að nýrun virka, þarna er heilinn séð ofanfrá í laginu eins og fiðrildi, alveg eins og það á að vera, Hnakkaþykktin er 1,3 mm, allt undir 3 mm er gott" og þannig fram eftir götunum. Öll hlutföll rétt og í samræmi við meðgöngulengd.
Svo fengum við að heyra hjartsláttin í fyrstaskipti.

Nú er spennan bara fyrir 21 Febrúar. Þá fæ ég að vita kynið.... vííí.


12 vikur og 3 dagar.

þriðjudagur, desember 27, 2011

Jól 2011

Við héldum jólin heima ásamt Hlyni þar sem foreldrarnir yfirgáfu okkur bara og skunduðu til brussel yfir jólin til að eyða tíma með Elínu og co.
Það gekk nú bara vel og maturinn bragðaðist vel þó svo að hryggurinn hafi verið örlítið ofsoðin.


Borðhald... allt tilbúið á slaginu 18:00


SYKUR....PAKKAR.....SYYYYKUUUR......


Húnbogi var sáttur með sínar gjafir.


Dressið frá Gulla frænda sem hefur eytt síðustu vikum/mánuðum í saudi Arabíu


Fórum svo bara snemma að sofa.... klukkan 10 var ég sofnuð. Um morguninn heyri ég Húnboga koma fram og bíð eftir að hann komi upp í eins og venjulega, en hann kom ekki, og allt varð hljótt.
Eftir smástund fer ég framm til að pissa og kíki eftir Húnboga. Ekki inn í stofu að leika með nýja dótið. Hann lá grafkjurr upp í rúmmi með sængina upp að haus. ....vakandi.
Ég fer inn og sest hjá honum. Hann segir mér að hann hafi farið framm til að sækja skóinn sinn og sett í gluggan. Nú væri hann að bíða eftir jólasveininum.
Ég útskýrði fyrir honum að nú væru sveinkarnir hættir að gefa í skóin og byrjaðir að týja sig heim. Hann var ekki mjög sáttur, en samt ekkert allt of leiður, enda sagði ég honum að jólasveinarnir kæmu aftur næstu jól og gæfu honum í skóinn.

mánudagur, desember 12, 2011

freeeeeeet segi ég nú bara..........

Er komin með óóóógeð á að vera veik.
Er komin á sýklalyf til að reyna losna við sýkingu í kinnholum og ofan á það blöðrubólgu.
Kem engu í verk, hér verður bara hafragrautur með rúsínum um jólin. Það lítur allavega þannig út eins og staðan er núna.
Eeeen er búin að væla í Helga um að vera duglegur að taka til og svo skreyti ég. Er aðeins byrjuð, kom upp jólagardínunum í fyrradag en ekki mikið meira en það.

fimmtudagur, desember 08, 2011

Jól, jól, jólin koma senn.....

Tíminn silast áfram svona rétt fyrir jólinn. Nóg að gera samt, hef bara ekki komin NEINU í verk. Síðustu 2 vikur er ég búin að vera frekar slöpp, ótrúlega þreytt og ógleði allan daginn. Hef verið að fara upp í rúmm milli 7 og 9 á kvöldin. En það virðist nú eitthvað vera að breytast núna.... er ekki eins þreytt og ógleðin ekki eins mikil en sumum mat hef ég bara alls enga lyst á. T.d kók, sá eðaldraumadrykkur, ég fæ klígju og gubbunua lengst upp í háls þegar ég hugsa um kók. En mig langar samt svooo í kók. Hef samt ekki drukkið kók í meira en 2 vikur. Ég er nokkuð viss um að þegar þar að kemur verð ég fljót að bæta upp aðskilnaðinn milli mín og kóksins.... búja.

Ég fer í mína fyrstu mæðraskoðun 15 des, og svo fer ég í 12 vikna sónarinn 29 des. Einhvernmegin hafa jólin týnst í biðini því ég er alltaf að bíða eftir einhveru öðru........!
Hlakka samt til jólanna, tók nokkrar myndir af Húnboga í sparifötunum núna áðan sem planið er svo að hafa með jólakortunum í ár. Jább....það er það fyrsta sem ég kem í verk fyrir jólin, sem sagt, nóg eftir að gera en ekki svo mikill tími.


Húnbogi Bjartur jólastrákur