Við fórum í 12 vikna sónarinn í morgunn. Af einhverjum ástæðum var ég búin að kvíða honum soldið mikið. Var svo viss um að eitthvað væri að. En nei. heldur betur ekki. Allt fullkomið.
Ljósmóðirinn sem framkvæmdi sónarinn var mjög góð og útskýrði allt
"Þarna sjáum við legvatn í maganum svo við vitum að leiðin er greið, þarna er þvagblaðran svo nú vitum við að nýrun virka, þarna er heilinn séð ofanfrá í laginu eins og fiðrildi, alveg eins og það á að vera, Hnakkaþykktin er 1,3 mm, allt undir 3 mm er gott" og þannig fram eftir götunum. Öll hlutföll rétt og í samræmi við meðgöngulengd.
Svo fengum við að heyra hjartsláttin í fyrstaskipti.
Nú er spennan bara fyrir 21 Febrúar. Þá fæ ég að vita kynið.... vííí.
12 vikur og 3 dagar.