Var búin að velja bæði stráka og stelpu föt til að prjóna sem heimferðarföt og beið spennt með prjónana á lofti.
Allt leit mjög vel út, allar mælingar í samræmi við meðgöngulengd og öll líffæri á sínum stað, fengum meira segja að sjá augasteinana.
TADAAAAAAAAAAAAAAAMMMM!!!!!
Hulda Rún Helgadóttir
Húnbogi lætur sér fátt um finnast, en bíður spenntur eftir að geta kennt litlu.systur sinni að leika með gamla smábarnadótið sitt, og sitja og labba og allt hitt sem stórir bræður kenna litlum systrum sínum.....
Lítil bumba komin, en þó aðeins byrjað að bunga út, hef tekið eftir þegar fólk, sem ég hitti sjaldan en vita samt að ég er ólétt, hittir mig í vinnuni horfir á magan á mér, sér ekki neitt, en þorir samt ekki að spyrja hvort ég sé viss um að ég sé ólétt.
Ég er loksins farin að finna almennilegar hreyfingar en fylgjan er hálf að framan og virkar sem dempari.
Er farin að finna fyrir grindargliðnuninni á hverjum degi, hvort sem ég hamast eða ekki, og þessir sáru stingir sem ég kynntist þegar ég gekk með Húnboga byrjaðir að endurnýja kynni sín. Býð enn eftir að yfirmaðurinn flytji mig í starf sem hentar óléttum konum með grindargliðnun betur, er búin að bíða í meira en mánuð. En bara 3 mánuðir eftir af vinnu, tek svo mánuð í sumarfrí og svo byrjar bara ballið..... :D