fimmtudagur, mars 22, 2012

Sjúkraþjálfun

Jæja, þá er loks komið svar. Það er með grófhreyfingar Húnboga.
Eftir læknisskoðun hjá barnalækni var mælt með að láta sjúkraþjálfara meta hann.
Hann fór í klukkutíma mat hjá barnasjúkraþjálfara, sem prófaði hann í grófhreyfingum og jafnvægi.
Skoðaði líka lappirnar mjög vel og hrygginn.
Eins og hún segir, þó hún sé ekki búin að reikna út niðurstöðuna ennþá, ég verð kölluð á fund eftir nokkra daga til að tala betur um það, þá segir hún að hann er greinilega soldill eftirbátur í grófhreyfingum og jafnvægi. En ástæðan sem hún sá er sem sagt að hann er of liðugur, eða of laus eða teygjanleg liðbönd, og vöðvastyrkurinn á móti ekki nægilegur, svo það vantar þessa spennu þegar hann stendur til dæmis á einni löpp í liðina og það verður erfiðara fyrir hann að halda jafnvægi. Hún gat til dæmis beygt hnéin á honum í mikla yfirspennu, bæði fram og til hliðar, sama með hendurnar. Hann er ennþá með smá flatfót, sem er af sömu orsökum, en ilin er aðeins byrjuð að lyftast. Og jú, pínu kiðfættur líka.
Þetta er ekki víst ekki svo óalgengt og yfirleitt ná þessi börn jafnöldrum sínum í hreyfiþroska snemma í grunnskóla.

Hún vill fá hann í smá törn í styrktarþjálfun, og líklega einhverjar æfingar sem hann gerir heima og í leikskóla til að byggja upp vöðvastyrk, og hann á endilega að halda áfram í fimleikum.
Hann ætti ekki að þurfa nein innlegg eða slíkt, bara að passa að skórnir hans séu með mjög góðum sóla,(stífir sólar sem beygjast þar sem löppin á að beygjast, og það á ekki að vera hægt að snúa upp á þá) en samt að fylgjast með áfram hvort hann sé að fá verki í lappirnar (álagsverkir) en hann hefur af og til vaknað við verki í löppunum og grátið.

sunnudagur, mars 04, 2012

Foreldraviðtal......

Þá er foreldraviðtalið búið,
Húnbogi fór líka í 4 ára þroskamat á heilsugæslunni.
Þá setti hjúkan eitthvað aðeins út á grófhreyfingar hans og sagði að í skýrslunni frá því í 2 og hálfs árs skoðunn hefði barnalæknir sett út á lappirnar hans. Smá kiðfættur og pínu flatfótur, sagði samt að flestir krakkar á hans aldri væru með smá flatfót og það gæti elst af honum. Spurði um álagsverki og ég sagði nei, ekki svo ég viti. En seinna meir hefur Húnbogi stundum vaknað upp á kvöldin með verki í fótunum og grátið. Ég hef alltaf sagt að það væru vaxtarverkir og ekki pælt meira í því. En út frá þessu var samt ákveðið að panta tíma hjá barnalækni sem er bara á næstu dögum til að útiloka að eitthvað sé að.
Í framhaldi af þroskamatinu spurði ég fóstrurnar í leikskólanum hvort þær hefðu tekið eftir einhverju athugaverðu við hreyfingar hans.... svarið var " já, við erum búin að vera að fylgjast sérstaklega með honum". Yfirfóstran vildi að við fylltum út Íslenska þroskalistan áður en við kæmum í foreldraviðtal svo hægt væri að meta hann út frá honum. Í þessum lista eru teknir fyrir 4 flokkar, grófhreyfingar, fínhreyfingar, sjálfhjálp, skilningur og málþroski. Þessum lista er svo rennt í gegnum tölvu sem reiknar út niðurstöðuna.
Verð að segja að Húnbogi skoraði mjög hátt í skilning og málþroska, var þar alveg hátt yfir meðalagi. Fínhreyfingar og sjálfshjálp voru heldur neðarlega en samt innan viðmiðunarmarka, en grófhreyfingar fóru niður fyrir línuna.
Ég hef samt ekki miklar áhyggjur af þessu, hann er bara misþroska og ég er viss um að þetta kemur fljótlega,.... hann heldur áfram í fimleikum og fóstrunar mæla með því líka.

Fóstrurnar gerðu líka sitt eigið mat á honum, sem kom mjög svipað út og okkar, skilningur og málþroski langt fyrir ofan en hreyfingar neðar.

Aðalatriðin úr foreldraviðtalinu:
1. Þáttala barns í hópvinnu, söng og samverustund, leik úti og inni:
Húnbogi á erfitt með að einbeita sér í stórum hóp en gengur mjög vel í smærri hópum.
Hefur gaman af söng og samverustundum en fer þó eftir dögum, stundum tekur hann vel þátt, stundum er hann í eigin heimi, stundum truflar hann.
Leikur sér yfirleitt mjög vel, bæði úti og inni.

2. Hreyfiþroski, grófhreyfingar, fínhreyfingar og sjálfshjálp.
Mikill tími fór í þetta, og aðalatriðin eru hér fyrir ofan.
Þær mæltu líka með að útiföt og skór væru föt sem hann ætti auðvelt með í að klæða sig í eða úr sjálfur, því þegar það tekst ekki finnst honum hann minni máttar.

3. Félagsþroski, samskipti við börn, samskipti við fullorðna.
Sögðu að hann hefði lagast mjöööög mikið. Þetta atriði kom mér pínu á óvart því mér finnst hann alltaf svo góður og yndislegur heima, líka þegar hann leikur við Hrafnkel og Írenu, þó að stundum sé rifist. En hann er víst soldið frekur og stundum með yfirgang við hina krakkana og ef hann er pirraður hikar hann ekki við að dangla í næsta haus.
En oft er hann góður og leikur sér vel með vinum sínum, þó hann þykist eiga Freyju vinkonu sína, á líka einn óvin, og fóstrurnar eru búnar að gefast upp á því að reyna að fá þá til að vera saman. Þeirra beggja sök.
Á það líka til að dangla í fóstrurnar ef honum mislíkar en eins og þær sögðu, þá er hann búin að lagast mjöööög mikið.

4. Málþroski, málskilningur, tjáning, orðaforði, tekur barnið þátt í samræðum.
Frábær málþroski og skilningur, Mikill orðaforði og þeim finnst mjög gaman að hlusta á hann tala.. Á erfitt með að halda aftur af sér og leyfa öðrum að tala ef hann hefur eitthvað að segja líka.

5. Vitsmunaþroski, fer barnið eftir fyrirmælum og reglum, segir barnið frá liðnum atburðum, einbeiting.
Þekkir reglurnar en fer ekki alltaf eftir þeim, Öll 4 ára börn eru svona, fóstrunum fyndist eitthvað vera að ef barnið færi alltaf eftir reglum og fyrirmælum. Húnbogi segir frá liðnum atburðum. Einbeitir sér í minni hópum, hverfur oft í eigin heim og er utangátta. Hlutur sem þær vilja reyna að laga en er ekki endilega vandamál. Gæti orðið vandamál í skóla ef breytist ekki.

Á það til að festast í þráhyggju og þá má engu breyta. t.d ef hann fer á ÞETTA klósett þá verður hann að þvo sér í ÞESSUM vaski, og ekkert getur breyt því. Fóstrurnar segja að þetta sé stundum í lagi en vilja samt taka á þessu svo þetta verði ekki vandamál í framtíðinni.

6. Matmálstímar.
Borðar vel, smakkar allt, er farinn að borða meira af grænmeti en áður. Er ekki hrifin af fiski. Leyfa honum stundum að skammta sér sjálfur og þarf þá að klára af disknum.

Fóstrunum finnst hann yndisslegur, hress, skemmtilegur og glaður strákur......... en ekki hvað!!!