mánudagur, júní 25, 2012

Víkingasumarið liðið


 Víkingasumarið var stutt hjá okkur í ár. Aðeins 4 dagar í Hafnarfirði og svo einsdagsferð í Borgarnes.
Ég og Húnbogi vorum þó aðeins bara 2 daga í Hafnarfirði því Írena er á landinu og við viljum aðeins eyða tíma með henni líka.

 Húnbogi hinn Bjarti fimur í klettunum

 Óléttar konur þurfa að éta... Húnbogi hjálpar með ruslið.

 Mínimannafélag Rimmugýgar.... aðeins hreinræktaðir víkingar. Stærð félagsins í augnablikinu eru 3, en Hulda verður fjórði meðlimurinn.....

 Kalíforníuvíkingarnir voru með krakkaleiki sem voru aldeilis vinsælir hjá ungu kynslóðinni. Held að Sigga hafi hannað þennan ljóta haus..... ekki samt hausinn inn í hausnum....

Grjónapokakast.

Litla fjölskyldan sem fer þó stækkandi......

Húnbogi og barnapían hans á Borgarnesi

Kiðlingar eru alltaf vinsælir.


Nú eru komnar 38 vikur í dag.... ég býð óþolinmóð eftir að Hulda fari að láta sjá sig en fyrirvaraverkir og samdrættir eru orðnir daglegt brauð og voru ansi slæmir í nótt. Gat ekki sofnað fyrr en um 5 og hélt að hún væri bara á leiðinni, en hún hætti við. Helgi var látinn sækja barnabílstólinn og þrífa bílinn í morgunn, betra að vera tilbúin.....