Í dag er Hulda Rún orðin 6 vikna. Hún fór í læknisskoðun síðasta mánudag og sú skoðun kom vel út. Hún er núna orðin 58,5 cm og 5,185 kg. Þannig að þrátt fyrir ælurnar þá dafnar hún vel og læknirinn vill ekkert gera þegar þannig er. Höfuðmálið er langt yfir meðallagi hjá henni... hún er á brotalínunni á vaxtarkúrfunni en hefur samt bara fylgt kúrfunni frá fæðinug... er núna orðin 40 cm. Læknirinn vildi mæla hausinn bæði á mér og Helga og bætti þeim mælingum inn í læknaskýrsluna hennar. Ég er bara í meðallagi en Helgi er soldið yfir (heimskur er jafnan höfuðstór...hehe). Hann vildi að þetta kæmi fram í læknaskýrslunni hennar út af því að höfuð sem eru óvenju stór geta verið vísbending um vatnshöfuð... en hann sagði að það væri ekki hjá henni. Húnbogi var líka soldið höfuðstór en ekki svona mikið.
Hún er búin að stækka upp úr fyrstu fötunum sínum og passar þokkalega vel í föt ætluð 3-6 mánaða.
Hulda Rún 6 vikna
Wazzup......
miðvikudagur, ágúst 29, 2012
miðvikudagur, ágúst 22, 2012
"Fyrsta" brosið
Hulda Rún hafði sýnt nokkrar brosgrettur en almennilega brosið kom á sunnudaginn 19 ágúst. Náði svo einni mynd á mánudaginn..... þetta er ekki alveg komið hjá henni en hún er að æfa sig á fullu.
Fyrsta brosmyndin.....
Húnbogi og Helgi fóru á menningardag til Reykjavíkur og eyddu öllum deginum þar........
greynilega mjög gaman
ekki jafn gaman..............
Hulda vex og dafnar en ælur eru búnar að vera daglegt brauð síðustu vikuna... og þá er það ekki bara smá slef og ekki bara ein gusa... heldur gusa eftir gusu og þvottavélin vinnur yfirvinnu. Fær greynilega oft upp í kok líka og kyngir og grettir sig og verður soldið óvær. Er samt ekki búin að æla mikið í dag eða í gær... bara smá gusa svo ég vona að þetta hafi bara verið smá tímabil.
Annars vælir hún yfirleitt aldrei og sefur vel á nóttunni..... stundum er ég meira segja svo heppin að þurfa ekkert að vakna yfir nóttina....
jább... ég á bara fullkomin börn :D
Fyrsta brosmyndin.....
Húnbogi og Helgi fóru á menningardag til Reykjavíkur og eyddu öllum deginum þar........
greynilega mjög gaman
ekki jafn gaman..............
Hulda vex og dafnar en ælur eru búnar að vera daglegt brauð síðustu vikuna... og þá er það ekki bara smá slef og ekki bara ein gusa... heldur gusa eftir gusu og þvottavélin vinnur yfirvinnu. Fær greynilega oft upp í kok líka og kyngir og grettir sig og verður soldið óvær. Er samt ekki búin að æla mikið í dag eða í gær... bara smá gusa svo ég vona að þetta hafi bara verið smá tímabil.
Annars vælir hún yfirleitt aldrei og sefur vel á nóttunni..... stundum er ég meira segja svo heppin að þurfa ekkert að vakna yfir nóttina....
jább... ég á bara fullkomin börn :D
laugardagur, ágúst 18, 2012
Einn af þeim elstu.....
Húnbogi er núna komin yfir á elstu deildina í leikskólanum sínum og verður þar næstu 2 árin. Það er búið að vera mikil spenna í nokkra mánuði að komast þar inn en það er víst vinsælasti staðurinn meðal barnanna á Norðurbergi. Aðeins nokkrir krakkar af yngri deildunum komast þar inn á hverju ári, og þarf hann þá að skilja við einhverja félaga sína af Álfasteini, en kjarnavinahópurinn fékk samt að fara allur saman. Það er Húnbogi, Freyja og Fannar. Deildin heitir Lundur og er sérhús með stóru leiksvæði sem er ekki girt af. Þar er stæði fyrir varðeld og tjalddúkur hengur í tré sem myndar þak þar sem þau sitja undir og hlusta á sögur í rigningu og snjó.
Þetta er nýji hópurinn hans og nú er hann ekki lengur jarðálfur... Nú er hann Spói. Sem er vel við hæfi því hann er búinn að vera furðufugl í marga mánuði... nú vitum við allavega hvaða fugl hann er.....
Verð líka að benda á hárprúðasta krakkan í hópnum, ótrúlega fallegt og mikið hár.... ó úsp... það er víst strákurinn minn hann Húnbogi Bjartur
þriðjudagur, ágúst 14, 2012
......
.... mældi hana Huldu áðan.....
Hún er engin feitabolla.... hún samsvarar sér alveg á vaxtarkúrfunni. En hún hoppaði upp um eitt strik á lengdarkúrfunni líka.... Er orðin 58 cm.... Heilir 5 cm á tæpum 4 vikum.... Hún ætlar að ná mér fyrir 5 ára aldur ;)
Hún er engin feitabolla.... hún samsvarar sér alveg á vaxtarkúrfunni. En hún hoppaði upp um eitt strik á lengdarkúrfunni líka.... Er orðin 58 cm.... Heilir 5 cm á tæpum 4 vikum.... Hún ætlar að ná mér fyrir 5 ára aldur ;)
Feitabolla.....
Hulda Rún var vigtuð í gær og er orðin 4,780 kg..... Hún hoppaði upp um eitt strik á vaxtarkúrfunni. Er ekki búin að mæla til að sjá hvað hún er búin að lengjast..... ætla að gera það núna á eftir þegar hún vaknar.
Þetta er rétt tæpt kíló á tæpum 4 vikum. Hjúkrunarfræðingurinn var mjög ánægð með hana og sagði að ég væri bara með rjóma......
"Hver er að segja að ég sé feit.... ég er bara stórbeinótt!!"
Og Húnboga leiðist ekki að lesa fyrir Huldu sína.
Þetta er rétt tæpt kíló á tæpum 4 vikum. Hjúkrunarfræðingurinn var mjög ánægð með hana og sagði að ég væri bara með rjóma......
"Hver er að segja að ég sé feit.... ég er bara stórbeinótt!!"
Og Húnboga leiðist ekki að lesa fyrir Huldu sína.
föstudagur, ágúst 10, 2012
Sumarfríið búið
Þá er Húnbogi LOKSINS búinn með sumarfríið sitt og byrjaður í leikskólanum. Ekki að það sé leiðinlegt að hafa hann heima, en þið vitið öll hvernig hann er. Mikil orkusuga.
Um verslunarmannahelgina fékk hann að fara upp í bústað nr 1 (Þrastarból) og gisti þar 2 nætur. Á mánudeginum fórum við svo í sumarbústað nr 2 (Reyniborg) og eyddum deginum þar með fjölskyldu pabba.
Húnbogi skemmti sér vel í heita pottinum og fór 2 oní yfir daginn.
Síðasti sumarfrísdagurinn og það var heimabíó. Fórum og leigðum dvd og smá bíófílingur.
Þreyttur eftir dag 2 í leikskólanum.
Alltaf þreytt..............
Húnbogi útskýrir lífið og tilveruna fyrir Huldu Rún.
Hér er linkur á vídjó af þeim að ræða málin http://www.youtube.com/watch?v=7Xuas3cJdKo&feature=g-upl
Húnbogi hefur mjög róandi áhrif á Huldu, las fyrir hana nokkrar bækur og hún steinrotaðist.
Lífið gengur bara vel. Hulda drekkur og sefur og kúkar og er alltaf vær og góð. Býð spennt eftir mánudegi en þá verður hún vigtuð aftur..... ég giska á að hún sé búin að þyngjast um 650 gr.... kemur í ljós....
Um verslunarmannahelgina fékk hann að fara upp í bústað nr 1 (Þrastarból) og gisti þar 2 nætur. Á mánudeginum fórum við svo í sumarbústað nr 2 (Reyniborg) og eyddum deginum þar með fjölskyldu pabba.
Húnbogi skemmti sér vel í heita pottinum og fór 2 oní yfir daginn.
Síðasti sumarfrísdagurinn og það var heimabíó. Fórum og leigðum dvd og smá bíófílingur.
Þreyttur eftir dag 2 í leikskólanum.
Alltaf þreytt..............
Húnbogi útskýrir lífið og tilveruna fyrir Huldu Rún.
Hér er linkur á vídjó af þeim að ræða málin http://www.youtube.com/watch?v=7Xuas3cJdKo&feature=g-upl
Húnbogi hefur mjög róandi áhrif á Huldu, las fyrir hana nokkrar bækur og hún steinrotaðist.
Lífið gengur bara vel. Hulda drekkur og sefur og kúkar og er alltaf vær og góð. Býð spennt eftir mánudegi en þá verður hún vigtuð aftur..... ég giska á að hún sé búin að þyngjast um 650 gr.... kemur í ljós....
laugardagur, ágúst 04, 2012
2 vikna og 2 daga gömul
Hulda þyngist vel og var 4,2 kg síðasta mánudag. Sem þýðir að nú getur maður farið að fara í heimsóknir, út í búð og göngutúra með hana. Fórum í göngutúr til Þuru langömmu á þriðjudeginum og svo í bíltúr til ömmu og afa í mosó á miðvikudeginum. Maður er orðin hálfþreyttur á að hanga hérna heima á náttbuxunum allan daginn......
Smá gubbuvesen búið að vera á henni en það er soldið erfitt að fá hana til að ropa og þá er oft soldill rembingur í henni. Alveg eins og stóri bróðir var bara......
Húnboga leiðist það ekki að vera stórir bróðir og nú finnst honum voðalega gaman að láta einhvern tala fyrir Huldu og hann svarar spurningum hennar. Því Hulda veit jú ekki neitt og það þarf að útskýra einföldustu hluti fyrir henni.... Húnbogi segir t.d " Ég var að koma heim og skellti hurðinni óvart" Þá segir Hulda "Hurð??.... Hvað er nú það?" Húnbogi segir" Það er svona sem maður labbar í gegnum þegar maður kemur heim" Hulda segir " heim??... hvað er nú það??" Svona getur þetta haldið áfram endalaust.......
Hulda Rún í náttgalla af Húnboga... já... hún þurfti að vera í strákafötum því hún ældi allt annað út....
Æfa sig að halda haus.....
Smá gubbuvesen búið að vera á henni en það er soldið erfitt að fá hana til að ropa og þá er oft soldill rembingur í henni. Alveg eins og stóri bróðir var bara......
Húnboga leiðist það ekki að vera stórir bróðir og nú finnst honum voðalega gaman að láta einhvern tala fyrir Huldu og hann svarar spurningum hennar. Því Hulda veit jú ekki neitt og það þarf að útskýra einföldustu hluti fyrir henni.... Húnbogi segir t.d " Ég var að koma heim og skellti hurðinni óvart" Þá segir Hulda "Hurð??.... Hvað er nú það?" Húnbogi segir" Það er svona sem maður labbar í gegnum þegar maður kemur heim" Hulda segir " heim??... hvað er nú það??" Svona getur þetta haldið áfram endalaust.......
Hulda Rún í náttgalla af Húnboga... já... hún þurfti að vera í strákafötum því hún ældi allt annað út....
Æfa sig að halda haus.....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)