miðvikudagur, september 19, 2012

síðasta heimavitjuninn.

Hjúkrunarfræðingurinn kom í sína síðustu heimsókn núna á mánudaginn. Hún var vigtuð og skoðuð. Hjúkkuni leist bara mjög vel á hana. Hulda er núna orðin 5,520 kg. Höfuðmálið 40,8cm. Hún datt niður um hálfa línu bæði í þyngdar og höfuðummálskúrfunni.
En eftir viðamiklar mælingar, fram og til baka, ummál og þvermál, aftur og aftur, á lengdinni sýnist mér að öll hennar orka síðustu vikur hafi farið í lengdina. Hún er núna orðin 63 cm og hoppaði upp um 1 og hálft strik á lengdarkúrfunni og er núna á brotalínunni. 10 cm á 2 mánuðum.

Nýjasta áhugamálið... halda höfði...

Næst er það skoðun 3 mánaða, og þá eru fyrstu bólusetningarnar.


sunnudagur, september 16, 2012

2 mánaða....

....eftir 2 daga.
Í tilefni þess eru örfáar myndir af afmælisbarninu


 Hulda Rún 2 mánaða

 Að daðra við fiðrildin

 Hulda Rún..... ennþá bara 2 mánaða

 Hún dýrkar og dáir þessi fiðrildi sín

 spjallað......

 og hlegið....


Hún er orðin mjög dugleg að halda haus, Var dálitla stund að finna myndavélina og gera klára og hausinn hafði aðeins sigið þegar ég kom til baka, en samt ennþá ansi spert.....

 Berrössuð eftir rakakremsdekrið.

 Hausin þungur og byrjaður að síga.

P.S. Engar ælur í 2 daga:)

laugardagur, september 15, 2012

ást og hatur

Hulda Rún á í miklu ástar og hatur sambandi við dudduna sína þessa dagana. Þó ástin vaxi þó og dafni með hverjum deginum sem líður. Ég keypti stærri duddur, ætlaðar börnum 6 til 12 mánaða og gerði tilraun á því hvort hún tæki þeim betur. Held að eins og staðan er í dag má fleygja litlu smábarnaduddunum, Hulda Rún er sko ekkert smábarn!.
Stundum vill hún ekkert með þær hafa en hina stundina sígur hún af áfergju og duddan tollir meira segja upp í henni, stundum nokkrar mínútur í senn. Stundum sofnar hún nætursvefninn sinn með þeim og stundum ekki........

Í dag setti ég hana á magann og hún lifti höfðinu hátt og örlítið upp á olnbogana líka, og hélt í góða stund. Hvíldi sig aðeins og lifti sér svo aftur og horfði í kringum sig í aðra góða stund. Svo var hún orðin þreytt og nennti ekki meir.

Því miður engar myndir, myndavélin batteríslaus. Bæti það bara upp næst :)

þriðjudagur, september 11, 2012

haustið og veikindin mætt í hús

 Bæði ég og Húnbogi veiktumst á föstudag.... kvef, hósti, hor og hiti. Aumingja Húnbogi var búin að vera spenntur fyrir að mæta í fyrsta fimleikatíman eftir sumarfrí en þurfti að vera heima. Var líka heima á mánudaginn en fór í leikskólan í morgunn. Ég fékk hita á sunnudagskvöldið, fæ mjög sjaldan hita, en var búin að vera slöpp frá því á föstudag. Núna er það bara slím og hor og nóg af því........
Hulda Rún hefur enn sloppið og Helgi líka.

 Börnin horfa á barnatíman....Húnbogi frekar slappur

 Hress og kátur í gærkvöldi

Hulda Rún sefur núna síðustu daga alla nóttina og fram yfir hádegi, með nokkrum sopahléum. Vakir svo seinnipartinn og er farin að sofa rétt eftir miðnætti.... Ég væri til í að hún myndi vaka meira fyrir hádegi og sofna fyrr á kvöldin..En sérfræðingar segja að það komist ekki rútína á svefnvenjur ungbarna fyrr en um 3 mánaða, og fram að því er ekkert vit í að róta í þeim og ætla að reyna að breyta.

Ælurnar eru ekki alveg hættar, og það koma dagar sem eru vikrilega slæmir (ekki eins slæmt og það var samt) og aðrir sem hún ælir ekkert.





miðvikudagur, september 05, 2012

7 vikna

 Jæja... loksins getur Hulda Rún verið í sömu fötunum alveg 2 - 3 daga í röð. Þvottavélin fagnar! Þurfti þegar verst var að skipta um föt 3 -4 sinnum yfir daginn. (ég líka, sófinn og púðarnir.... og bara allt sem var í kringum hana)
Ælurnar eru svo til hættar, held hún hafi bara ælt 1 eða 2 síðustu viku (án þess þó að tæma magan eins og áður), gúlpast samt einstöku sinnum upp úr henni sem er nú bara allt í lagi.
Hún sefur frá 23 til 10, vaknar stundum til að drekka milli 4 og 6 en það er mjög sjaldan, vill svo alltaf drekka um 8 leitið og sefur svo áfram til 10, jafnvel hádegis. Ef hún vaknar á nóttunni til að drekka, sofnar hún um leið og hún er búin og ekkert vesen. Á daginn sefur hún ekki svo mikið, tekur stutta dúra og dottar aðeins.
Hún er ekkert hrifin af duddunni sinni, og á tímabili varð hún bara spinnigal ef maður reyndi að troða þessu drasli upp í hana. Ég hélt samt áfram að bjóða hana og að lokum byrjaðu hún að taka hana aftur...... með semingi. Hún er aftur á móti dugleg að sjúga hendina sína, svona þegar hún finnur hana. Hún vill samt ekkert vera hanga á brjóstinu svo það er kannski bara svona lítil sogþörf hjá henni og ég var jafnvel að spá hvort ég ætti nokkuð að vera venja hana á duddu. Ætla samt aðeins að halda áfram og sjá til hvað gerist.

 Nýjasta trixið til að halda duddunni upp í henni. Maður þarf alltaf að styðja við það því annars er hún búin að spýta því útúr sér eftir nokkrar sekúndur. Virkar samt bara ef hún er róleg og í stuði fyrir duddu.

 Hún er farin að brosa oftar og maður reynir alltaf að ná góðri brosmynd en það heppnast ekki svo vel...

 enn að reyna að ná góðri brosmynd.....

Svo skellihlær hún stundum, en alveg hljóðlaust. Dáldið fyndið að sjá brosið breytast í hlátur  þegar ekkert hljóð fylgir. Hér hlær hún að fiskunum í óróanum fyrir ofan stólinn.