þriðjudagur, október 23, 2012

Hvað er að frétta....

 Bara allt fínt.
Hulda Rún er ekki lítil smábarn lengur finnst manni. Hún er byrjuð að velta sér. Velti sér af maga yfir á bak 21 október og það vantar ekki mikið upp á að hún velti sér af baki yfir á maga. Hún veltir sér á báðar hliðar og hringsnýst á gólfinu. Hún á ennþá erfitt með að taka snuðið en með þolinmæði þá tekur hún það en hún hefur tekið upp á því síðustu daga að sjúga á sér neðri vörina... held að það endi bara illa, með sárum og veseni.

Húnbogi og ég fórum til tannlæknis um daginn og bara fullkomnar tennur, tja...eða allavega umhirðan. Engar holur hjá hvorugu okkar, en Húnbogi er lengi búin að tala um að hann sé sko með dyr og glugga í tönnunum sínum (karíus og baktus). En tannlæknirinn sagði við Húnboga að það væri ekki einu sinni ein lítil músarhola. Húnbogi er reyndar með krossbit öðrumegin sem verður lagað þegar 6 ára jaxlarnir koma. Það tekur víst bara 4 vikur núna, þegar krossbit var lagað hjá mér held ég að það hafi allavega verið ár ef ekki meira.
Tannlæknirinn tók líka röntgen af framtönnum Húnboga en hann hefur tvisvar fengið högg á þær og önnur tönnin losnað og er orðin soldið brún. Hann gaf henni 3 mánuð og svo dytti hún. En það er langt í fullorðinstönnina. Rótin er bara búin að eyðast upp út af högginu......
Húnbogi hikaði ekki við að klifra upp í stólin hjá honum, meða ég og tannsi ræddum um hver ætti að fara fyrst var Húnbogi búin að koma sér vel fyrir í stólnumog beið þolinmóður eftir lækninum. Þar með var það útrætt... Húnbogi fór fyrstur.
Húnboga hlakkar til að fara aftur til tannsa og spurði mig hvenær hann fengi að fara aftur... vildi helst fara strax aftur.

 Sistkynin leika sér í leiktjaldi Húnboga.

 Orðin svo fín og sæt.... (verð bara að viðurkenna að mér fannst hún ekkert sæt fyrstu dagana.....)

 Neðri vörin sogin.....

 Þessi verður bara að fá að fylgja með.... hihihahahahohoho

Svo gott þegar duddan virkar, og hún sofnar yfirleitt um leið.

Hulda er farin að una sér vel á gólfinu, bæði á leikteppinu og í virkinu sínu, bæði á maga og baki. Getur verið ein að leika í allt að klukkutíma. Á meðan dunda ég mér sátt við handverk eða eitthvað annað skemmtilegt.

mánudagur, október 15, 2012

3 mánaða

Hulda Rún verður 3 mánaða á fimmtudaginn. Fór í skoðunina í morgunn og sýndi hjúkkunni næstum allt sem hún kann. Hjúkkunni líkaði vel og sagði að hún væri sterk og stinn. Hún mældist 64,7 cm og 6,08 kg. Hrapar enn niður í þyngdarkúrfunni en hoppar upp í hæðinni. Hjúkkan minntist á að hún fengi kannski ekki nóg og þess vegna væri hún byrjuð að vakna á nóttunni líka til að drekka. En talaði samt ekkert um ábót.
Fékk svo 2 sprautur í sitthvort lærið á sama tíma..... herpti sig aðeins saman þegar stungurnar komu og grét, en var fljót að jafna sig þegar ég tók hana upp.

Hvaða mynd er flottust til að stækka upp á vegg?

 Mér finnst þessi.....



og þessi líka hugsanlega kannski........

föstudagur, október 12, 2012

Dagleg rútína

 Elín, Írena og Alfreð eru komin til landsins og ég sagið við Húnboga að ég ætlaði að koma honum á óvart, að ég væri með pínulítið óvænt handa honum. Hann spurði í marga daga hvað það væri og giskaði á margt. Stundum fór hann að gráta því þolinmæðin var ekki mikil þegar ég vildi ekki segja honum hvað það væri.....
Á mánudaginn sagði ég svo við hann að um morguninn fengi hann frí í leikskólanum og við ætluðum að fara í smá bíltúr og fá þetta óvænta loksins..... eldsnemma þriðjudagsmorgun kemur hann upp í rúm og segir
" eigum við ekki að fara af stað?" Húnbogi sefur oftast út....
Það urðu fagnaðarfundir hjá Írenu og Húnboga og  hann var mjög ánægður með þetta óvænta.


 Það er loksins að komast smá rútína á Huldu Rún og hennar svefnvenjur yfir daginn. Í staðinn fyrir marga kortersblunda, hefur hún síðustu daga tekið 2 blunda, klukkutíma til 1 og hálfan. Í hádeginu og svo kaffileytið. Sofnar milli 10 og 11 á kvöldin og sefur oftast alla nóttina. Undanfarið hefur hún samt verið að vakna og drekka, vona að það sé bara vaxtarkippur og svo haldi hún áfram að sofa eins og steinn til morguns..

 Húnboga finnst það mjög nauðsynlegt að það sé kózý hjá Huldu og hleður í kringum hana tuskudýrum og teppum, og breyðir sængina sína yfir.

 Táslurnar mínar. Húnbogi 4 og hálfsárs og Hulda 2 og hálfsmánaða.

 Hulda er farin að teygja sig í dót og skoða.

Nauðsynlegt að smakka líka.......

Hún er mjög hrifin af spiladósinni sinni sem hún fékk í skírnargjöf og það var spiladósin sem hún greip fyrst í.

gripið og skoðað

Hulda er líka farin að sýna tilþrif á gólfinu, munar oft mjög litlu að hún velti sér á magan.

mánudagur, október 01, 2012

Skírn

 Hulda Rún var skírð 30 sept. Séra Einar Eyjólfsson skírði hana hérna heima hjá okkur. Hulda var í kjól sem Húnbogi var skírður í, Helgi var líka skírður í honum og Ingi afi. Skírnarskálin er sú sama og ég og Elín vorum skírðar upp úr.  Guðforeldrar hennar eru mamma og Ingi.

 Hulda var rólég alla athöfnina og steinsofnaði svo bara þegar hún var komin í sparifötin sín. Lúrði í hálftíma og var svo bara með í veislunni sæl og glöð.

 Skírnartertan... með lifandi blómum

 Kökuborðið.. nammi namm.

 og borðskreytingin.

 Hulda Rún komin í sparifötin og farin að "mingla"

 Húnbogi fékk þann heiður að fá sér fyrstur af kökunum. En var varð soldið sár þegar hann fattaði að það var ekki verið að halda upp á afmælið hans og gjafirnar væru ekki handa honum.

 Ekkert sem köku geta ekki lagað.

 Veislugestir.

Ég fékk mér líka af kökunum...................

 Gjafirnar opnaðar

 Hulda Rún mjög sátt hjá afa í mosó að spjalla við Heiðrúnu frænku

 Sauðirnir sem mættu bara í kökur  :oþ

 Jább, þetta er mín veisla...

 Hlynur og Helga æfa sig fyrir framtíðina. (þeirra börn ættu líka að byrja á H!)

 Félagarnir Húnbogi Bjartur og Hrafnkell Þór. Sveittir eftir 50 ferðir hlaupandi upp og niður stigaganginn

 Kvennabósar.... Sigga hlær, en ekki eftir 10 ár þegar hún verður orðin amma.