Hulda Rún er ekki lítil smábarn lengur finnst manni. Hún er byrjuð að velta sér. Velti sér af maga yfir á bak 21 október og það vantar ekki mikið upp á að hún velti sér af baki yfir á maga. Hún veltir sér á báðar hliðar og hringsnýst á gólfinu. Hún á ennþá erfitt með að taka snuðið en með þolinmæði þá tekur hún það en hún hefur tekið upp á því síðustu daga að sjúga á sér neðri vörina... held að það endi bara illa, með sárum og veseni.
Húnbogi og ég fórum til tannlæknis um daginn og bara fullkomnar tennur, tja...eða allavega umhirðan. Engar holur hjá hvorugu okkar, en Húnbogi er lengi búin að tala um að hann sé sko með dyr og glugga í tönnunum sínum (karíus og baktus). En tannlæknirinn sagði við Húnboga að það væri ekki einu sinni ein lítil músarhola. Húnbogi er reyndar með krossbit öðrumegin sem verður lagað þegar 6 ára jaxlarnir koma. Það tekur víst bara 4 vikur núna, þegar krossbit var lagað hjá mér held ég að það hafi allavega verið ár ef ekki meira.
Tannlæknirinn tók líka röntgen af framtönnum Húnboga en hann hefur tvisvar fengið högg á þær og önnur tönnin losnað og er orðin soldið brún. Hann gaf henni 3 mánuð og svo dytti hún. En það er langt í fullorðinstönnina. Rótin er bara búin að eyðast upp út af högginu......
Húnbogi hikaði ekki við að klifra upp í stólin hjá honum, meða ég og tannsi ræddum um hver ætti að fara fyrst var Húnbogi búin að koma sér vel fyrir í stólnumog beið þolinmóður eftir lækninum. Þar með var það útrætt... Húnbogi fór fyrstur.
Húnboga hlakkar til að fara aftur til tannsa og spurði mig hvenær hann fengi að fara aftur... vildi helst fara strax aftur.
Sistkynin leika sér í leiktjaldi Húnboga.
Orðin svo fín og sæt.... (verð bara að viðurkenna að mér fannst hún ekkert sæt fyrstu dagana.....)
Neðri vörin sogin.....
Þessi verður bara að fá að fylgja með.... hihihahahahohoho
Svo gott þegar duddan virkar, og hún sofnar yfirleitt um leið.