Í dag er Hulda Rún orðin 5 mánaða. Í gær fórum við í skoðun og fengum nokkrar sprautur. Hún er orðin 67,3 cm og 6,875 kg. Höfuðmálið er 43 cm. Sem sagt, heldur sömu kúrfu í lengd, lækkar sig um enn eitt bilið í þyngd og lækkar um hálft bil í höfuðummálinu. Er þá 2 bilum fyrir ofan meðaltal í hæð en komin á meðaltalslínuna í þyngd. Hjúkkan sagði að ég þekkti greinilega inn á hana fyrst ég væri byrjuð að gefa henni graut, og hún mælti með því að byrja að gefa grænmeti líka. En fyrir utan það að vera kannski ekki að þyngjast nógu vel fékk hún 10 í einkunn. Brosti bara allan hringdin og nagaði tærnar, varð soldið sár þegar hún fékk sprauturnar, en eins og síðast var hún fljót að jafna sig.
Jólin á næsta leyti og spennan mikil, sérstaklega hjá mér og Húnboga. Allt að verða klárt en ég skrifaði lista fyrir hvern dag hvað ætti að gera til að dreyfa þessu jafnt og þétt, en þó aðalega til að gleyma ekki neinu, því brjóstaþokan er í hámarki. Gleymi nöfnum hægri vinstri og kalla Huldu meira segja oft Heiðrúnu, svo eitthvað sé nefnt.
Ég ætla að vinna nokkra tíma á laugardag og sunnudag, eða þangað til Hulda kallar til að drekka í mig jólastemninguna sem mér finnst fylgja þessum dögum þegar maður vinnur í búð. Yfirmaðurinn spurði mig tvisvar hvort ég væri að fíflast og hvort ég ætlaði í alvöru að koma. Þegar ég var búin að sannfæra hann að þetta væri ekkert grín þakkaði hann bara fyrir og vildi endilega fá mig, þó ekki væri nema 2 - 4 tíma. Ég fæ að stjórna þessu alveg sjálf. (eða Hulda)
Hulda Rún spilar fyrir Húnboga, sem nýtur þess greinilega í botn.