mánudagur, desember 24, 2012

Aðfangadagsmorgun.

Húnbogi var aldeilis heppinn. Hann fékk 2 jólasveina í heimsókn sem óðu hér inn með látum. Hann var mjög ánægður að sjá þá og sýndi þeim allt .... ALLT sem hann á. Sýndi þeim hvar spariskórinn var úti í glugga, þar sem bróðir þeirra kertasnýkir hafði nýlega skilið eftir gjöf.  Endaði með því að þeir gáfu honum poka með góðgæti í fóru svo jafn snögglega og þeir höfðu komið.





 Sýnir þeim skóinn sinn útí glugga

 Bendir þeim á óróan sinn


Sýndi þeim spilarann sinn.og svo allt hitt líka.................

Þeir fengu knús.

 Jólasveinarnri, Húnbogi og Hulda Rún

þriðjudagur, desember 18, 2012

5 mánaða

Í dag er Hulda Rún orðin 5 mánaða. Í gær fórum við í skoðun og fengum nokkrar sprautur. Hún er orðin 67,3 cm og 6,875 kg. Höfuðmálið er 43 cm. Sem sagt, heldur sömu kúrfu í lengd, lækkar sig um enn eitt bilið í þyngd og lækkar um hálft bil í höfuðummálinu. Er þá 2 bilum fyrir ofan meðaltal í hæð en komin á meðaltalslínuna í þyngd. Hjúkkan sagði að ég þekkti greinilega inn á hana fyrst ég væri byrjuð að gefa henni graut, og hún mælti með því að byrja að gefa grænmeti líka. En fyrir utan það að vera kannski ekki að þyngjast nógu vel fékk hún 10 í einkunn. Brosti bara allan hringdin og nagaði tærnar, varð soldið sár þegar hún fékk sprauturnar, en eins og síðast var hún fljót að jafna sig.

Jólin á næsta leyti og spennan mikil, sérstaklega hjá mér og Húnboga. Allt að verða klárt en ég skrifaði lista fyrir hvern dag hvað ætti að gera til að dreyfa þessu jafnt og þétt, en þó aðalega til að gleyma ekki neinu, því brjóstaþokan er í hámarki. Gleymi nöfnum hægri vinstri og kalla Huldu meira segja oft Heiðrúnu, svo eitthvað sé nefnt.
Ég ætla að vinna nokkra tíma á laugardag og sunnudag, eða þangað til Hulda kallar til að drekka í mig jólastemninguna sem mér finnst fylgja þessum dögum þegar maður vinnur í búð. Yfirmaðurinn spurði mig tvisvar hvort ég væri að fíflast og hvort ég ætlaði í alvöru að koma. Þegar ég var búin að sannfæra hann að þetta væri ekkert grín þakkaði hann bara fyrir og vildi endilega fá mig, þó ekki væri nema 2 - 4 tíma. Ég fæ að stjórna þessu alveg sjálf. (eða Hulda)


Hulda Rún spilar fyrir Húnboga, sem nýtur þess greinilega í botn.

mánudagur, desember 10, 2012

2 í aðventu

 Fórum í Mosó í dag og héldum almennilega upp á annan sunnudag í  aðventu, alvöru jólasmákökur með öllu tilheyrandi. Allir mættir, sem er frekar sjaldgæft núorðið.

Hulda fékk engar kökur, en dáðist þó að herlegheitunum og bíður spennt eftir næsta ári þegar hún fær að smakka.....
.... ég býð bara spennt eftir næsta sunnudegi, meiri kökur, meira fjör.

Hulda Rún er byrjuð að borða. Ég maukaði peru og setti í klakafrystibox, og hún hefur undanfarna daga borðað 2 kubba hádegin. Bjóst við miklu subbi og útúrspýtingum, en hún kyngir öllu og fer létt með það.
Hún hefur verið óróleg síðustu daga og viljað hanga á brjósti, en samt aldrei sátt. Vaknað um nætur og viljað drekka. Svo að í kvöld prófaði ég að gefa henni rísgraut með smá ólífuolíu klukkan átta. Hún borðaði um það bil 40 ml af graut, og drakk svo vel. Kemur í ljós hvernig nóttin verður og hvort óróleikin minnki eitthvað.


þriðjudagur, desember 04, 2012

1 í aðventu

Mamma og pabbi stungu af til Amsterdam svo ekkert aðventu kaffi var á sunnudaginn. En neyðin kennir naktri konu að spinna og ég hundskaðist í IKEA og keypti þar smákökudeig sem við gætum bakað og borðað svo við fengjum nú einhverjar kökur.
Elín, Írena og Alfreð komu líka í heimsókn og hjálpuðu við baksturinn......

Alfreð var þó  aðalega duglegur við að borða þær hráar.....

Hulda Rún er alltaf jafn góð og fín, og nú erum við farnar að æfa okkur í að sitja soldið.....
 Henni finnst þetta doldið sport og er montin með sig.
 svo fullorðins....

 Gott að mamma er nálægt til að passa mann, því þegar það er svona mikið stuð er erfitt að halda jafnvægi...

Vanda sig.....



Svo ætla ég bara að vona að næstu 3 aðventusunnudaga verði mamma heima til að bjóða upp á almennilegar smákökur :)