miðvikudagur, mars 20, 2013

Foreldrasamtal og mælingar.

Þann 18 fórum við Hulda í 8 mánaða skoðun og hún fékk líka eitt stykki stungu í læri.
Hún er núna orðin 72 cm og 8,33 kíló. Höfuðmálið er 45,1 cm. Heldur sínum kúrfum í þetta sinn.  Hún er náttúrulega bara rosafín og komin með hreyfiþroska á við 10-11 mánaða.

Í morgunn var svo foreldraviðtal í leikskólanum hjá Húnboga.
Helstu punktar:

1.Styrkleikar barns:
Mikil fróðleiksfýsn, hugmyndaríkur og gáfaður með mikla rökhugsun.

2.Þáttaka barns í :
hópavinnu:
Mjög góð en á það til að detta í gól ef fer ekki eins og hann hafði hugsað sér.
Leik úti og inni:
Leikur mjög vel. Finnur sér alltaf eitthvað að gera og er mjög hugmyndaríkur. Finnst gaman að vera úti, byggir mikið úr kubbum.

3.Hreyfiþroski:
grófhreyfingar:
Hefur farið mjög mikið fram og mikill munur á honum í leik úti í hrauninu og klifur og þess háttar.
fínhreyfingar:
Mjög góðar. klippir eins og "herforingi", perlar og fleyra. Á mest í basli með að halda á og teikna með litum. Heldur vitlaust.
sjálfshjálp:
Fínn, fer sjálfur á klósett, borðar sjálfur, getur klætt sig sjálfur en nennir ekki. Fóstrurnar hafa reynt verðlaunakerfi á hann þegar á að klæða sig en ekkert virkar. Er óratíma að klæða sig og fer alltaf að dunda sér eitthvað við annað. Getur verið eldsnöggur ef það hentar honum og eitthvað sem hann er spenntur í að komast í. Virkar kannski bara þann daginn, en ekki næsta. Urðum bara sammála um að svona er hann bara og getum ekki breytt því.                 

4. Félagsþroski
samskipti við börn:
Er ekki allra. Á sinn vinahóp sem hann hefur verið með frá byrjun. 1 ærslavinur, þ.e. geta leikið saman en það verða alltaf mikil ærsl. Datt niður í eitthvað pot, sló og beit eftir áramót, en er komin á betri stað núna.
samskipti við fullorðna:
Góð samskipti.
sjálfsöryggi/sjálfstraust.
er mjög öruggur í því sem hann kann, en ef það er eitthvað sem hann getur ekki vel verður hann pirraður og dettur í gól.

5.Málþroski:
Málskylningur:
Mjög góður, spyr ef hann skilur ekki, t.d ef verið er að lesa.
Tjáning:
Mjög góð
Orðaforði:
Mjög góður
Framburður:
Gleymdist að nefna eða ekki þurft?
Hefði viljað minnast á R. Segir ekki R.

6.Vitsmunaþroski:
Forvitni og áhugi f/umhverfinu.
Mjög mikill áhugi og vill vita hvernig allt virkar. Talar mikið um frumur og mannslíkamann og hvernig hann virkar.
Fer barnið eftir fyrimælum og reglum:
Ekki alltaf. Reynir á mörkin. Hættir ekki ef honum er sagt að hætta.
Segir barnið frá liðnum atburðum:
Talar mikið um liðna atburði.
Einbeiting. T.d í samveru eða lestir:
Góð einbeiting í smærri hópum en truflast í stærri hópum.

Annað:
Talar mjög mikið um Huldu og segir reglulega hvað hann elskar hana, sem fóstrunum finnst agalega sætt.
Finna meiri tíma til að vera bara með mér og gera eitthvað skemmtilegt, skánaði mikið eftir að við eyddum bara tvö tíma saman, bæði heima og í leikskólanum.

Nokkrar myndir teknar af heimasíðu leikskólans af Húnboga í leik og starfi.
Þessi er tekin á einhverju safni í Hafnarfirði. Þau eru mjög dugleg að fara í ferðir og skoða hitt og þetta.

Þessi er tekin á regntímabilinu. Mikið sullað með vatn, enda krani fyrir utan þar sem þau geta sótt vatn að vild.

Fyrir framan varðeldin í frosti með heitt kakó.

laugardagur, mars 16, 2013

Fyrir ykkur "útlendingana"

Hulda stækkar svo hratt og er orðin svo mikill krakki eitthvað.....
Tvö vídjó fyrir ykkur útlendingagemla sem missið af öllu.
Ekkert spennandi svosem, Bara Hulda Rún að vera Hulda Rún.

Hulda Rún á kvöld"göngunni" sinni

Hulda Rún á borðbrúninni

 Það er mikið sport að ulla og naga tunguna þessa dagana.







Þess má geta að Hulda Rún verður 8 mánaða á mánudaginn, og þá förum við líka í skoðun, þyngdar og lengdarmæling sem er alltaf jafn spennandi.

föstudagur, mars 15, 2013

litli eldhúskrókurinn

 Afhverju.... Afhverju??
Afhverju var ég ekki löngu búin að verða við þeirri ósk Húnboga að gefa honum lítið eldhús.
Hann var 3 ára þegar hann byrjaði fyrst að tala um að hann langaði í eldhúsdót. Ég hugsaði "hann vex fljótt upp úr því" og gaf honum ódýrt plast dótastell og mat í staðinn. Hann hefur mikið leikið með það og leikur enn. En honum langaði alltaf líka í eldhús. Og alltaf hugsaði ég " hann vex fljótt upp úr þessu" og hunsaði þessa ósk hans.
Loksins í 5 ára afmælisgjöf, fékk hann eldhús og pottasett. Og þá hugsaði ég aðalega "Húnbogi hættir fljótt að leika með þetta og missir áhugan, en þá fær Hulda þetta bara" .......
Mikið hafði ég rangt fyrir mér. Þetta er næstum það eina sem Húnbogi leikur sér með (fyrir utan pleimó og kubba). Hann getur endalaust dundað sér með vatn og sullað, búið til súpur og gefið manni lýsi. Nýjasta súpan hans er Appelsínusúpa með kaffisósu.... dæmi hver fyrir sig!
Hann vill alls ekki hafa eldhúsið inn í herberginu sínu. Þegar ég spyr afhverju er svarið " svo allir sjái það þegar þeir koma í heimsókn".
Hann er líka búin að safna allskonar dóti í eldhúsið, tómum jógúrtdollum, flösku og meðalglas. Og hann bíður spenntur eftir að kryddstaukar tæmist svo hann geti farið að krydda súpurnar sínar.

 Leikið fyrir svefninn.

.... og þegar Húnbogi er í leikskólanum nýtir Hulda tækifærið.

mánudagur, mars 11, 2013

Í dag

sendi ég umsókn í háskólan ásamt öllum fylgiskjölum :D

klikka hér ef þið viljið skoða námið frekar.


mánudagur, mars 04, 2013

skólaplön

 Jæja.
Nú er ég loksins búin að taka þá ákvörðun að fara aftur í skóla. Búin að hugsa mig vel og leeeengi um hvað það er sem ég hefði áhuga á að læra og í beinu framhaldi af því, að vinna við. Ég byrjaði fyrir rúmum tíu árum (úff) í líffræði í háskólanum (sem er eitt af mínum áhugamálum) en sá svo ekki alveg fyrir mér að vilja vinna við það. Hætti því og fór að vinna í búð. Já ég veit, spennó! En eitt af því sem ég set sem skilyrði fyrir minni vinnu er ekki að sitja allan daginn við borð. Gæti það bara ekki. .... Allavega, eftir allt þetta hugs, þá sé ég fyrir mér að vilja vinna (leika) með ungum börnum þar til ég hætti á vinnumarkaðnum. Ætla að því að læra leikskólakennarafræði og hugsanlega taka aukaval sem gefur mér leyfi til að vinna í grunnskóla (1-3 bekk).
Svaka spennt, en kvíði líka soldið, aðalega út af fjárhagshliðinni. Ætla að taka 1 árið í skólanum, og sjá svo til með fjarnám með vinnu eftir það. Eftir 3 ár fæ ég B.Ed gráðu (Bachelor of Education) og get svo farið í meistaranám sem er önnur 2 ár ef ég vil.

Nóg um mig.


Hulda er byrjuð að skríða nokkuð vel á hnjánum, stendur upp við allt og er byrjuð að fikra sig áfram meðfram borði eða hillu. Á morgunn ætla ég að byrja kenna henni að lesa!.

Húnbogi og Hulda leika stundum saman. Húnbogi veit vel hvaða dót Hulda má leika með og hvað ekki, og ef hann er í vafa, mátar hann dótið upp í sig. Ef það kemmst ekki upp í hann leyfir hann henni að skoða.

Stundum er nú samt gott að fá að leika með stóru stráka dótið sitt ....

 Hulda fær þá bara að fylgjast með úr fjarlægð.

 Einn af uppáhaldsstöðunum.

 Getur dundað sér þarna í langan tíma.

 sólarfílingur um miðjan vetur í flip flopinu sínu.

Getur kannski notað þá eitthvað í sumar......