Hulda Rún tók sín fyrstu "alvöru" skref í dag. 4 skref. Fattaði svo allt í einu að hún var ekki að halda sér og fór niður á hnéin.
Náði náttúrulega engum myndum...frekar en venjulega!
En 2 vídjó í sárabót!
Hulda kossaflensari
og
Hulda buslar í baði.... og ég þarf að skúra á eftir
mánudagur, maí 20, 2013
miðvikudagur, maí 15, 2013
10 mánaða skoðun.
Ég og Hulda skruppum á Sólvang í skoðun í dag. Hjúkkan mældi hana 74,6 cm og 8,855 kg. Höfuðmál 46cm. Fer örlítið niður á öllum kúrfunum. Læknir skoðaði hana svo og allt kom vel út. Næsta skoðun er svo 1 árs skoðun.
Við fórum líka aðeins út í garð í gær. Það var sól en soldið mikill norðanvindur. Hulda unni sér vel grasinu og skreið út um allt og smakkaði ýmislegt. Var svo ekki alveg jafn sátt í sandkassanum, fannst eitthvað skrýtið að setja hendurnar niður í sandinn. Fórum því bara aftur á grasið og lékum okkur þar. Þá tók ég eftir að það er allt í sígarettumstubbum sem ég held að fólk hendi niður af svölum og þar að auki mölbrotin flaska þar sem glerbrotin lágu á víð og dreif í grasinu. Sem sagt, ógeð og ekki barnvænn garður.
samt nokkrar myndir.....
Grettin í sólinni.
Sleit upp gras og smakkaði á mosa, sígarettustubbur í hægra horninu :Þ
Sandkassin var ekki vinsæll.
Við fórum líka aðeins út í garð í gær. Það var sól en soldið mikill norðanvindur. Hulda unni sér vel grasinu og skreið út um allt og smakkaði ýmislegt. Var svo ekki alveg jafn sátt í sandkassanum, fannst eitthvað skrýtið að setja hendurnar niður í sandinn. Fórum því bara aftur á grasið og lékum okkur þar. Þá tók ég eftir að það er allt í sígarettumstubbum sem ég held að fólk hendi niður af svölum og þar að auki mölbrotin flaska þar sem glerbrotin lágu á víð og dreif í grasinu. Sem sagt, ógeð og ekki barnvænn garður.
samt nokkrar myndir.....
Grettin í sólinni.
Sleit upp gras og smakkaði á mosa, sígarettustubbur í hægra horninu :Þ
Sandkassin var ekki vinsæll.
sunnudagur, maí 12, 2013
Eldhúsleikur
Húnbogi hefur verið duglegur að elda og baka allskonar mat og virðist ekki fá leið á því. Hann (og Hulda) fengu matardót í sumargjöf, og svo fékk Húnbogi að velja sér verðlaun fyrir góða þátttöku í fimleikunum. En það varð meira matardót fyrir valinu. Því var ákveðið að uppfæra litla eldhúskrókin hans (og Huldu). Smá geymslupláss fyrir allan matinn og því sem eldhúsi fylgir.
Hann var að vonum mjög ánægður.
Nýkomin heim úr leikskólanum og klæjar í puttana að byrja að elda eitthvað gott.
Hulda klórar sér bara í hausnum enda kann hún ekkert að elda!
Húnbogi gefur Huldu sopa.........
Það þarf víst að vaska upp eftir sig líka.
2 vídjó.
Húnbogi kynnist eldhúsinu
og
Húnbogi gefur Huldu að borða.
Hann var að vonum mjög ánægður.
Nýkomin heim úr leikskólanum og klæjar í puttana að byrja að elda eitthvað gott.
Hulda klórar sér bara í hausnum enda kann hún ekkert að elda!
Húnbogi gefur Huldu sopa.........
Það þarf víst að vaska upp eftir sig líka.
2 vídjó.
Húnbogi kynnist eldhúsinu
og
Húnbogi gefur Huldu að borða.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)