Síðasta vikan í skólanum í gangi núna og ég er að leggja lokahönd á síðustu verkefnin. Við tekur stutt próftörn og mér finnst ég vel undirbúin þó að ég sé ekki ennþá byrjuð að lesa. Síðasta prófið verður 11 desember en þá tekur við full vinna fram að nýrri skólaönn. Ekki mikið jólafrí hjá mér :(
Kætumst yfir nokkrum myndum í staðin...
Hulda Rún er ansi sjálfstæð og ákveðin ung dama, það má ekki hjálpa henni með matinn og hún klemmir munnin saman ef við svo mikin sem hugsum það. Þetta er því ekki óalgeng sjón á þessu heimili. Er ekki mjólk svo góð fyrir húðina?
Hulda kann alveg að láta fara vel um sig, leggst á gólfið fyriir framan barnatíman og fylgist með.
Daglegt bað til að þrífa matarklessur úr hárinu.
Við ætum svo á morgunn upp í Mosó að skreyta piparkökur. Það er alltaf tími fyirr smá jólaundirbúning. :)
Sjáumst eftir próf
mánudagur, nóvember 25, 2013
mánudagur, nóvember 11, 2013
Málingarvinna
Aðeins 3 vikur eftir af þessari önn í skólanum og verkefnin eftir vettvangsnámið hlaðast upp. Næstu 3 vikur verða strembnar og svo koma prófin. Mér gengur enn vel í skólanum og fæ góðar einkunnir. Lægsta einkunnin sem ég hef fengið hingað til er 7 og var það fyrir 3 manna hópverkefni og þær langaði að drífa allt of mikið í þessu og voru bara eitthvað svo uppteknar alltaf. Var ég búin að segja að ég þoli ekki hópverkefni...... Fékk samt eina níu í dag fyrir 10% verkefni þar sem meðaleinkunnin var 6,5 svo ég græt þessa sjöu ekkert allt of mikið.
Síðustu 2 vikur er ég búin að vera í vettvangsnámi á 2 leikskólum og var það bara mjög skemmtilegt. Fannst tíminn þó allt of stuttur því ég var aðeins 4 daga á hvorum leikskólanum og náði ekki að kynnast börnunum mjög vel né að vinna mikið með þeim. Hafði enginn sérstök verkefni og var meira í að hjálpa bara hinum kennurunum. Þetta verður miklu skemmtilegra þegar ég fæ minn hóp af krökkum og ég get planað starfið með þeim eins og ég vil :D
Nokkrar myndir ykkur til skemmtunar......
Húnbogi bjó sér til hús og heimtaði að fá að sofa í því, þetta er um helgi svo hann fékk vídjó og nammi í húsið sitt og svaf þar svo alla nóttina.
Hulda Rún gleðigjafi
Svo sæt og fín
Húnboga var boðið í búningapartý hjá vini sínum úr leikskólanum og við bjuggum til búning. Hræðilegt vélmenni sem spúir eldi og skýtur leysigeisla úr augunum.
Huldu finnst rosalega gaman að lita svo við prófuðum að taka upp málingu og pensil og sjá hvað kæmi út úr því.
Húnbogi kann þetta alveg enda klár strákur
Hulda er ekki alveg jafn klár
Var aðalega í því að borða málinguna
Ha, ég?... já, þú!
Hún málaði ekki neitt, þetta eru strik eftir mig þar sem ég var að reyna að sýna henni, en hún vildi bara borða.
Húnbogi með hálfkláraða mynd
Hulda búin að nudda öllu um andlitið og orðin öskureið því ég tók af henni pensilinn.
Húnbogi vildi líka prófa að mála á sig og það dugði ekkert minna en allir litir regnbogans.
Svo var þeim bara hent í bað og náttföt.
P.S. ef þið gáið vel þá sjáið þið að það er kominn nýr sófi.... eða allavega nýtt áklæði. Afmælis og jólagjöf frá mömmu og pabba.
Síðustu 2 vikur er ég búin að vera í vettvangsnámi á 2 leikskólum og var það bara mjög skemmtilegt. Fannst tíminn þó allt of stuttur því ég var aðeins 4 daga á hvorum leikskólanum og náði ekki að kynnast börnunum mjög vel né að vinna mikið með þeim. Hafði enginn sérstök verkefni og var meira í að hjálpa bara hinum kennurunum. Þetta verður miklu skemmtilegra þegar ég fæ minn hóp af krökkum og ég get planað starfið með þeim eins og ég vil :D
Nokkrar myndir ykkur til skemmtunar......
Húnbogi bjó sér til hús og heimtaði að fá að sofa í því, þetta er um helgi svo hann fékk vídjó og nammi í húsið sitt og svaf þar svo alla nóttina.
Hulda Rún gleðigjafi
Svo sæt og fín
Húnboga var boðið í búningapartý hjá vini sínum úr leikskólanum og við bjuggum til búning. Hræðilegt vélmenni sem spúir eldi og skýtur leysigeisla úr augunum.
Huldu finnst rosalega gaman að lita svo við prófuðum að taka upp málingu og pensil og sjá hvað kæmi út úr því.
Húnbogi kann þetta alveg enda klár strákur
Hulda er ekki alveg jafn klár
Var aðalega í því að borða málinguna
Ha, ég?... já, þú!
Hún málaði ekki neitt, þetta eru strik eftir mig þar sem ég var að reyna að sýna henni, en hún vildi bara borða.
Húnbogi með hálfkláraða mynd
Hulda búin að nudda öllu um andlitið og orðin öskureið því ég tók af henni pensilinn.
Húnbogi vildi líka prófa að mála á sig og það dugði ekkert minna en allir litir regnbogans.
Svo var þeim bara hent í bað og náttföt.
P.S. ef þið gáið vel þá sjáið þið að það er kominn nýr sófi.... eða allavega nýtt áklæði. Afmælis og jólagjöf frá mömmu og pabba.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)