sunnudagur, mars 30, 2014

gæðastund

 Nokkuð róleg helgi að baki. Var að vinna í 3 stórum verkefnum fyrir skólann síðustu 2 vikur og kláraði það síðasta á föstudagmorguninn. Skiladagur var þó ekki fyrr en á miðnætti núna sunnudagskvöldið en ég var ákveðin í að klára fyrir föstudag svo ég gæti "slappað af" um helgina. Var samt að vinna föstudag og laugardag og meira segja pínu auka á laugardaginn en laugardagskvöldið og sunnudagurinn voru laus við allar skólavangaveltur. Á mánudaginn byrja ég svo að vinna í lokaritgerð og hef 2 vikur til að reynda að fullklára hana áður en ég fer í ritver með hana og fer yfir hana með meistara eða doktorsnema. Þarf samt ekki að skila henni fyrr en á próftímabilinu. Aðeins 2 og hálf vika eftir af skólanum og svo bara páskar.....
 

 Hulda Rún í nauthólsvík.

 Sæt eins og mamma sín :)

Ég og Húnbogi fórum svo á sýningu hjá Siggu þar sem hún sýnir verkefnið sitt líffærafræði leturs.
Þar fékk fólk að grafa eftir fornum beinum þessarra dýra og reyna að raða saman beinagrindinni. Einnig var gömul múmía sem fannst af dýrinu ð.
Múmía af ð

 hefur varðveist nokkuð vel.
 Húnbogi grefur eftir beinum með flísatöng.

 skoh.... fann eitt....

 Beinin sem hann fann.

Og svo reynir hann að búa til stafina.

Eftir að hafa skoðað þessa fínu sýningu fórum við og fengum okkur að borða. Fengum okkur svo ís í góða veðrinu en ekta vorveður var í dag.
Góður dagur hjá okkur Húnboga sem var svo toppaður þegar hann fékk angry birds stuttermabol frá Elísabetu.

fimmtudagur, mars 27, 2014

enn af exemi og eitthvað örlítið annað....

Við Hulda erum enn að slást við exemið. Við fórum til læknis og fengum sterkara sterakrem og einnig kláðastillandi og róandi líkjör.  Við höfum enn ekki farið í sterka sterakremið en notum enn hitt en í hvert skipti sem hún verður góð og við hættum að nota það er hún orðin rauð aftur innan fárra daga. Einnig klórar hún sig svo mikið að hún er með klóruföru um allan líkama. Við erum búin að prófa að gefa henni líkjörinn fyrir svefninn og hún sofnar fyrr og sefur betur finnst mér. Þetta verður líklega bara vandamál næstu árinn en það kemur víst allt í ljós.
Hulda fær handsnyrtingu einu sinni í viku en nær samt að klóra sér hressilega.

Að öðrum skemmtilegri fréttum. Hulda er komin með pláss á Leikskólanum Norðurbergi sem er sami leikskólinn og Húnbogi hefur verið í. Við fáum bréf síðar sem segir frá nánari dagssetningu. Einnig er Húnbogi komin með skólapláss í Engidalsskóla en skólasetning hjá honum er 22 ágúst!!!!.... ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Hann er að byrja í skóla. Hann er orðin nokkuð klár í að lesa og getur það vel en er mjög latur við það. Hann fær að vera latur út sumarið en svo byrjar harkan.

Hjá mér gengur skólinn vel og ég er búin að vera á fullu í verkefna vinnu eftir að vettvangsnáminu lauk. Núna eru aðeins 3 vikur eftir af skólanum svo kemur páskafri og lestrarfrí og síðasta próf er 9 maí, það er að segja ef ekki kemur til verkfalls. Ef það verður verkfall verða próf strax og því líkur samkvæmt nýjustu fréttum.

 Systkinin á góðri stund.

 Huldu tók eitthvert tiltektar æði...

já, það er alger óþarfi að hafa svona mikið drasl í hillum og rúmmi, þá fá húsgögnin ekki að njóta sín og betra að hafa þetta á gólfinu enda er þetta parket frekar lúið.

mánudagur, mars 10, 2014

öskudagur og exem

Hulda greyið er að steypast út í exemi. Það lagaðist heilmikið í hnébótunum þegar ég bar á sterakremið, svo mikið að ég hætti að bera það á og bar eingöngu feitt krem. En það dugði skammt og var aftur leiðinlegt og nú ætlar bolurinn líka að taka þátt í þessarri vitleysu. Hulda klórar sér mjööög mikið, allstaðar þar sem hún nær og er með klóruför á lærum, bringu, maga og hársverði. Ætla að panta tíma á morgunn hjá lækni og sjá hvort ekki sé hægt að fá eitthvað kláðastillandi því Hulda er búin að sýna greinilegan pirring á daginn og sofnar seint og illa á kvöldin.

 Sjáið fína exemið mitt.....

 En þó maður sé með exem er samt hægt að vera ósköp sætur.

 Gott að kúra upp á borðinu á blautu handklæði....

 Bakhlutinn


En nóg um leiðinlega hlutan. Það fór ekki fram hjá neinum öskudagsgleðin síðasta miðvikudag. Hulda skellti sér í gerfi maríuhænu en Húnbogi var Bósi ljósár.

 Hulda Rún Maríuhæna.


Bósi Ljósár.
 Svona gerir Bósi Ljósár þegar hann skítur leysigeislanum.



laugardagur, mars 01, 2014

Foreldraviðtal og fleyra.

Fór í foreldraviðtal á leikskólanum hans Húnboga í gær. Það seinasta fyrir hann í leikskóla......
Það helsta sem kom út úr því er að hann sterkustu hliðar er að hann er mjög fróður og fróðleiksfús, forvitinn og með gott ímyndunarafl. Kennarinn sagði að henni fyndist hann mjög skemmtilegur persónuleiki. Fékk niðurstöður úr HLJÓM-2 prófinu þar sem hann skoraði hæst af sínum árgangi (í sínum leikskóla). Svaraði 68 rétt af 71. Þetta gefur til kynna að honum muni ganga vel í skóla en ekkert er svo sem 100% í því. Þeir sem eru jafn fróðleiksfúsir og Húnbogi geta skoðað þessa grein sem er um langtímarannsókn á forsjárgildi málþroskaathugana við 5-6 ára aldur um síðari líðan og reynslu. http://netla.hi.is/greinar/2013/ryn/013.pdf
Já, ég er afskaplega montin af honum.....
Hann er rosalega duglegur að leika sér og getur dundað sér endalaust. Úti skoðar hann tré og steina og veltir fyrir sér veröldinni. Hann getur bæði leikið sér einn og með öðrum.
En hann á víst sína galla líka en það er eins og áður grófhreyfingar, þó ekkert stórvægilegt en verður kannski enginn ólympíumeistari. Einnig á hann erfitt með að fara eftir reglum og að hlíða (við þekkjum það nú víst öll) og er latur ef hann hefur ekki áhuga á verkefninu.

Hulda er líka rosalega dugleg. Hún skilur heilan helling þó hún tali ekki. En einu orðin sem hún segir eru mamma, hoppa, detta og dudda. Ef hún vill eitthvað bendir hún vanalega bara og svo þegar maður segir rétt þá kinkar hún kolli og segir mhmm.EN eins og ég sagði áðan skilur hún mjög mikið. Hún réttir manni ef maður biður hana allskonar hluti eins og dúkku, bók, föt og fleyra., fer með í ruslið ef maður biður hana, bendir á líkamsparta, borða, drekka, lúlla, út er allt eitthvað sem hún skilur líka. Eyra, auga og munnur Vídjó þar sem Hulda bendir á líkamsparta. En hún veit líka hvar hárið og nefið er en myndavélin klikkaði og þess vegna er þetta bara stutt vídjó.
Hún er líka komin með soldið exem og er ég búin að bera á hana feitt krem í 2 vikur 3-4 sinnum á dag, dagmamman ber líka á hana krem sem ég let hana hafa. En það hefur samt versnað. Hún er byrjuð að klóra sér mikið og aftan á hnébótinni var byrjað að myndast sár sem vessaði örlítð úr. Þetta er bara á fótunum, en verst í hnébótunum og svo voru lærin líka byrjuð að steypast í þessu. Ég og mamma ákváðum í sameiningu að best væri að byrja að bera á sterakremið mildison kvölds og morgna og feitt krem yfir daginn og sjá hvort þetta myndi lagast. Nú eru liðnir 2 sólahringar og þetta hefur lagast nokkuð.

 Fyrir 2 dögum,


 Verri hnébótin
 og svo báðar.
 Eftir 2 sólaringa, sama læri
 og hnébæturnar.

Ekki skemmtilegar myndir kannski en maður er nú samt doldið sætur.

Hulda að æfa hvolpasvipinn......

Mér gengur vel í skólanum og er núna á fullu í vettvangsnáminu. 1 vika búin af 3. Er með 1-3 ára börnum sem er ekki minn aldur en ég kýs frekar að vera með 3-6 ára, en það er fínt að prufa þetta allt. Hellingur af verkefnum sem ég þarf að gera á vettvangi og skila 2 ritgerðum sem hvor um sig eiga að vera um 10 -14 bls. Einnig þarf ég að gera rannsókn og rannsaka eitthvað að eigin vali og skrifa rannsóknarritgerð. Sem sagt nóg að gera. Er komin með 3 einkunnir, 9     8,5   og   7,5.... en enn er nóg eftir.
Margir hneikslast á hvað námið er langt, meira segja leikskólakennarar skilja þetta ekki, þeir sem ég hef talað við kláruðu námið áður en lenginginn kom og voru því 3 ár en ekki 5.  Vona að þetta verði stytt áður en ég klára eða að þeir hækki launin í samræmi við lenginguna.