sunnudagur, apríl 20, 2014

Fimleikamót, páskar og prófin nálgast.......

Mikið búið að vera að gera hjá mér síðasta mánuðinn en það virðist vera regla eftir vettvangsnámið. Þá hrúgast inn verkefni í tengslum við það og margar stórar ritgerðir sem þarf að vinna í á stuttum tíma. Því er nú loksins lokið og langt liðið á páskafríið. Nú er ekkert eftir nema lokaprófin.

fyrr í apríl var innanfélagsmót hjá Húnboga í fimleikum. Hann stóð sig með prýði og þó hann sé langt í frá bestur þá gerði hann sitt besta og það er það eina sem skiptir máli. Enda fékk hann verðlaun frá stoltri mömmu sinni. Hann sýndi æfingar á gólfi, hringjum, slá, hesti og stökki. Að mínu mati stóð hann sig best á slá og í hringjunum. Gólfæfingarnar voru.... tjahh... hvað skal segja.... mjög sérstakar. En glæsilegar engu að síður. Hér má sjá vídjó af honum á slánni og á gólfi.
Nokkrar myndir líka.
 Húnbogi fremstur fyrir aftan gulu keiluna.

 Æfingar á hesti, það sést ekki vel á myndinni en hann sveflar löppunum til hliðanna.

 Hringirnir.
 stóð sig með sóma...
 Viðurkenndi það fyrir mér um daginn að hann væri skíthræddur um að detta á hausinn í þessum æfingum.....


Sigurvegarinn minn.


Börnum og karli var skipa í bústað yfir nótt svo námsmaðurinn gæti unnið í lokaritgerðinni sinni.
Einnig var námsmaðurinn í fullri vinnu yfir páskanna.

 Páskahrétið kom á réttum tíma í ár.

 og ekki fór það illa í smáfólkið.

 Húnbogi með pelann fyrir litla smábarnasnjókarlinn sem var víst minni en Hulda.

 Þreitt á leið upp í páskamat í Mosó.

 Hulda sínir snilli takta.

 Sætur snilli.

 Páskadagur og skrautið mitt.

 Skrautið mitt og börnin mín á páskadag.

 Eitt egg fyrir alla........

 Húnbogi hafði beðið lengi eftir að geta fengið bróstsykrana.....
.
 Diskurinn gékk á milli.

Skrautið skoðað.

Keyptum bara eitt páskaegg nr 5 fyrir alla. Húnbogi hafði upphaflega viljað nr 1 og ég ætlaði að fá nr 4 en svo sá hann angri birds unga á páskaeggjum nr 5. Það var því ákveðið að allir fengju eitt páskaegg saman.

Ég mun leysa yfirmann minn af í sumar í vinnunni svo það verður fjör. Ætla að reyna að væla út launahækkun út á það...............