laugardagur, maí 03, 2014

Sól og sumarís.

Nutum góða veðursins síðustu helgi.

 Hulda síkáta

 að morgni dags... enn í nátfötum

 Ís eftir að hafa keypt sumarskó á Huldu.


 
 Hún vissi sko alveg hvaða skó hún vildi. Ég var með hana í kerrunni og sýndi hana hina ýmsu glimmerbleiku strigaskó en hún bandaði hendinni á móti þeim öllum (mér til mikillar ánægju). Við löbbuðum meðfram rekkum skódeildarinnar og hún teygir sig í þessa skó. Þessa fínu ljósgrænu strigaskó.

 Eins og sjá má, þá voru þeir keyptir á hana, enda þýðir ekkert að troða henni í föt sem hún vill ekki sjálf fara í.

 Komum svo heim og ákváðum að kíkja út í garð.

 Fyrst vorum við alein....
 Hulda að æfa sig fyrir áhættuleikarahlutverk sitt........ Ég ekki svo róleg yfir þessu.

Fólk týndist svo út til okkar og úr varð heljarinar nágrannagarðgleði með meiri ís í boði eins nágrannans sem gaf öllum börnunum íspinna. Húnbogi fékk svo að fara í heimsókn til hennar enda er dóttir hennar með Húnboga á deild í leikskólanum. Hann var svo bara sóttur í kvöldmatinn.

Góður dagur. 1 próf búið, gékk vel, 1 próf eftir, mun ganga vel......