Eftir veisluna fóru svo Helgi og Húnbogi í víkingaferð norður á Gásir en við mæðgurnar áttum góða stund einar heima um helgina.
Einnig eru sistkynin búin að fá ný herbergi. Húnbogi fékk ikea húsgögn en Hulda Rún fékk margnota húsgögnin sem ég átti sem stelpa. Rúmið hefur flakkað um ættina síðan þá en það skemmtilega er að skuggamyndir eru af öllum sem hafa sofið í rúmminu og hennar þarf að sjálfsögðu að koma líka. Og bara nöfn sem byrja á H hafa sofið í því. Það eru ég, Hlín, Hildur, Hlynur, Heiðrún, Húnbogi og nú Hulda.
Myndir af herlegheitunum fylgja hér með.
Eftir verslunarferð í IKEA var herbergið hans Húnboga tæmt! Spaslað í göt og málað.
Hann fékk nýtt skrifborð, stól, lampa og segultöflu......
Hillur, möppur og myndaramma.
Klikkið hér til að hlusta á Húnboga lesa fyrir Huldu í nýja rúmminu
Hulda fékk gömlu húsgögnin og einnig fékk hún dót sem ég átti þegar ég var lítil.
Bastvagga með lítilli dúkku.
Hún dundaði sér í tæpan klukkutíma við að taka hana upp úr.....
og búa svo um hana aftur.
Kjólasafnið hennar.
Afmælisbarnið. Var ekki á því að leifa mér að ná góðum myndum þennan dag af sér.
Krítar/tússtaflan frá ömmu og afa á Álftanesi, Elísabetu og Katrínu.
Notuð sem gestabók..... Húnbogi sá um að ALLIR kvittuðu fyrir sig.
Flestir mættir.....
Kökurnar, að venju sá Elísabet um afmæliskökuna.
Gestirnir.
Mamma setur pabba í sinn sess.... nei, hann settist víst þarna sjálfviljugur....
Eftir veisluna var haldið á Gása.
Húnbogi með handverk.
Við fjöruna með víkingabáti í baksýn.
Vinsælt að sitja í klettunum. Húnbog heldur athyglinni.
Kletta-Húnbogi
Hulda datt þessa helgi og braut framtönnina sína. Sést pínu á þessarri mynd.
Hulda er hætt hjá dagmömmu og Húnbogi í sumarfríi líka. Helgi kominn með vinnu og byrjar eftir versló. Húnbogi fer á 2 vikna leikjanámskeið sem er allan daginn þar sem hann kynnsit skólanum sínum betur og nánasta umhverfi og Hulda verður í fóstri hjá Sigrúnu frænku þar til leikskólin byrjar hjá henni í Ágúst.
Nóg í bili.