þriðjudagur, júlí 29, 2014

Hulda Rún 2. ára

Hulda Rún varð 2. ára 18 júlí og henni til heiðurs var haldin veisla þar sem hún fékk alla athyglina.
Eftir veisluna fóru svo Helgi og Húnbogi í víkingaferð norður á Gásir en við mæðgurnar áttum góða stund einar heima um helgina.
Einnig eru sistkynin búin að fá ný herbergi. Húnbogi fékk ikea húsgögn en Hulda Rún fékk margnota húsgögnin sem ég átti sem stelpa. Rúmið hefur flakkað um ættina síðan þá en það skemmtilega er að skuggamyndir eru af öllum sem hafa sofið í rúmminu og hennar þarf að sjálfsögðu að koma líka. Og bara nöfn sem byrja á H hafa sofið í því. Það eru ég, Hlín, Hildur, Hlynur, Heiðrún, Húnbogi og nú Hulda.

Myndir af herlegheitunum fylgja hér með.

Eftir verslunarferð í IKEA var herbergið hans Húnboga tæmt! Spaslað í göt og málað.


Hann fékk nýtt skrifborð, stól, lampa og segultöflu......

 Hillur, möppur og myndaramma.

  Klikkið hér  til að hlusta á Húnboga lesa fyrir Huldu í nýja rúmminu


 Húnbogi sefur vært í nýja rúminu sem er 10 sm breiðara en það gamla og lengra eða 160 sm.... hægt er að bæði stitta rúmið í 130 sm og lengja í 200sm.

 Hulda fékk gömlu húsgögnin og einnig fékk hún dót sem ég átti þegar ég var lítil.

 Bastvagga með lítilli dúkku.

Hún dundaði sér í tæpan klukkutíma við að taka hana upp úr.....

 og búa svo um hana aftur.

 Kjólasafnið hennar.

 Afmælisbarnið. Var ekki á því að leifa mér að ná góðum myndum þennan dag af sér.

 Krítar/tússtaflan frá ömmu og afa á Álftanesi, Elísabetu og Katrínu.

 Notuð sem gestabók..... Húnbogi sá um að ALLIR kvittuðu fyrir sig.

Flestir mættir.....

 Kökurnar, að venju sá Elísabet um afmæliskökuna.

 Gestirnir.

 Mamma setur pabba í sinn sess.... nei, hann settist víst þarna sjálfviljugur....

 Eftir veisluna var haldið á Gása.
 Húnbogi með handverk.

 Við fjöruna með víkingabáti í baksýn.

 Vinsælt að sitja í klettunum. Húnbog heldur athyglinni.

 Kletta-Húnbogi


Hulda datt þessa helgi og braut framtönnina sína. Sést pínu á þessarri mynd.

Hulda er hætt hjá dagmömmu og Húnbogi í sumarfríi líka. Helgi kominn með vinnu og byrjar eftir versló. Húnbogi fer á 2 vikna leikjanámskeið sem er allan daginn þar sem hann kynnsit skólanum sínum betur og nánasta umhverfi og Hulda verður í fóstri hjá Sigrúnu frænku þar til leikskólin byrjar hjá henni í Ágúst.
Nóg í bili.

miðvikudagur, júlí 09, 2014

loksins loksins myndir.... og nóg af þeim


 Nú loksins er tölvan komin í lag og myndir eins og ykkur var lofað geta farið að streyma inn....
hér kemur soldið stór skammtur. Víkingahátíð, (hafnarfjörður, vestmannaeyjgar og brákarhátíð) og brusselferð. Verði ykkur að góðu.

 Háin-4.... vækíngstæl.

 Sistkynin voru hrifin af hænunum

 Litli ljósálfurinn minn.

 Hulda Rún

 Hofið inn í fjörukrá

 Húnbogi leggst í víking til Vestmanneyja.

 margt skoðað

 og sigraði líka heiminn.

 Uppáhaldsvíkingurinn frá ameríku.

 Í gömlum bæ.

 Hulda á Brákarhátíð.

 Valdi sér öruggan stað, hljóp til hans sjálfviljug og þekkti ekki neitt.

 Húnbogi á leið til Brussel, klukkan 6 um morgunn.

 Fararskjótinn í bakgrunni.

 Ekkert sjónvarp í stólbakinu, en hann fékk i-pad í staðinn og 3 tímar flugu hjá (pun intended)

Afraskstur Húnboga eftir hans fyrstu verslunarferð þar sem hann fékk að velja sjálfur. Þemað Angry Birds

 Fórum á róló

 Pizzur bakaðar.

 Vatnsleikir í sólinni

Sjálfsmynd í sólbaði

 Á leið í litlu Evrópu

 Heiðskýrt og 30 stiga hiti.
 Ógurlegur víkingur

 Trelleborg, gamalt víkingaþorp í Danmörku

 Torgið í Brussel, sama torg á seinni mynd, bara raunverulega torgið.....

 Konunglegur lífvörður

 Þessi var tekinn fyrir Elísabetu.

 Skakki turninn og knús.

 Krökkunum fannst betra að sitja í skugganum og gæða sér á krapi.

 Sjálfsmynd af mér og Heiðrúnu.

 Alvöru torgið í Brussel.

 Menn og hestar .....

 Pissustrákur....

 og belgískar vöflur

 sama torg, annað sjónarhorn.

 Ég er að verða nokkuð góð í þessum sjálfsmyndum.

 Skruppum sólarhringst ferð til Lúxemborg

 Húnbogi og Lúxemborgarfáninn

 Muffinbakstur.... og skreytingar.

Afraksturinn.

 Fann mér einn svona, uppáhaldið í stóru íláti.

 Sjúkraflutningar og stuðtæki á vísindasafninu.

 LLÍBARKÚJS
Mest spennandi staðurinn.... endalausar tilraunir með vatn.


Ég gleymdi myndavélinni þegar við fórum á ströndina, soldið svekt yfir því.
Nóg í bili... njótið!