laugardagur, ágúst 16, 2014

Versló


 Ég og Húnbogi skelltum okkur í sumarbústað til Siggu og foreldra hennar yfir Verslunarmannahelgina. Þar sem það var margt um mannin tjölduðum við Húnbogi. Við gistum í 2 daga og skemmtum okkur vel.


Húnbogi og Hrafnkell voru nokkuð góðir vinir þetta árið, en í fyrra slettist ansi oft upp á vinskapinn.
 

 Á sunnudagskvöldinu var kveiktur varðeldur, beikon og sykurpúðar grillaðir og meira segja sungið

 Allir í góðum gír

 Kay sá um að varðeldurinn slokknaði ekki og við vorum þarna í tæpa 3 tíma.

 Fengum sól og borðuðum úti heimaslátruðum hönum í súpurétti einhverskonar.

Á leið heim var farið á sveitaveitingastað þar sem var hægt að heimsækja fjósabúa.

Góð helgi í alla staði. Nú fer skólinn bara að taka við og bíð ég spennt eftir stundatöflunni minni sem mér finnst að ætti að vera löngu kominn. Búin að gera plön fyrir næsta sumar en hugsanlegt er að ég skelli mér til Kaliforníu.