laugardagur, febrúar 28, 2009

Stóð í fyrsta sinn

Hér eru nokkrar myndir þar sem hann stendur sjálfur óstuddur.


Maður þarf að plata hann aðeins svo hann einbeiti sér að einhverju öðru.
(Hann heldur sér ekki í löppina á mér þó að það líti kannski soldið þannig út á myndinni)


Kókdós virkar mjög vel.
Hristana vel og vandlega.


Mamman alveg taugaveikluð og passar að grípa hann ef hann dettur

Límbandið dugar á allt

vá vá vá....jibbíjey og vá

Mamma hans Húnboga langaði aðeins að stríða honum (því að það er svo móðurlegt) og setti límbönd á handabökin á honum.....bara svona til að sjá hvað hann myndi gera. Reyndi að hrista þau af sér....nei...virkaði ekki....reyndi að hrista betur...en nei....virkaði ekki heldur....reyndi allskonar hristinga....en ekkert virkaði. Sleppti þá bara höndunum af borðinu sem hann stóð við og notaði hendurnar......og hann fattaði ekki neitt....stóð þarna í alveg hálfa mínútu að reyna að plokka límböndin af handabökunum....
Því miður þorði ég ekki að standa upp og ná í myndavel því ég var tilbúinn að grípa ef jafnvægið færi.
Held að hann hafi ekki fattað það sjálfur að hann héldi sér ekki í neitt....hann var svo upptekinn af þessum helv....límböndum
Og svo er maður búinn að vera að plata hann til að standa með allskonar brellibrögðum.
Bíð þangað til Helgi kemur heim til að láta taka mynd :)))))))

föstudagur, febrúar 27, 2009

Bolludagur, sprengidagur, öskudagur

Bolludagurinn búinn....sprengidagurinn búinn....öskudagurinn búinn.....allt búið.
En það er í lagi...brátt koma páskar....og þeir eru ekki búnir.
Þessa daga var nokkurnveginn gert það sama og allir landsmenn gera á þessum dögum. Húnbogi var ekki nein undantekning. Fanns rjóminn voðagóður og eintóm vatnsdeigbolla líka. Smakkaði saltkjötið og baunirnar en fannst ekki spés. Öskudag klæddi hann sig upp sem Muldri Glaðfótur....(sjá meðfylgjandi myndir)




Muldri Glaðfótur er mörgæs úr teiknimyndinni Glaðfætur. Á frummálinu kallast hún happy feet.

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

Night at the museum 2

Fórum á safnanótt síðasta föstudag frá 7 til 12. Vorum á sögusafninu í Perlunni og reyndum að fá gesti og gangandi til að æpa og öskra með því að slá þeim skelk í bringu. Gerðum það með því að stilla okkur upp með hinum brúðunum og svo bara bíða. Eins og snákar. Þegar fórnarlambið var svo komið nógu nálægt og var jafnvel farið að snerta hreyfði maður sig snögglega....HAHAHA....litlu gestirnir vissu nú ekkert hvaðan á þá stóð veðrið, en það stóð úr vestri.



Á Sunnudag kíktum við svo á bogaæfingu hjá íþróttafélagi fatlaðra. Þar var kapi eytt meðal ólímpískra boga, langboga og jafnvel húnboga, ásamt fleyri gerðum sem líktust minna bogum og minntu kannski pínulítið á ....tja....vélmenni. Meira svindlið það.




Er heima núna... bað fallega um að fá að fara heim úr vinnuni því að ég er doldið slöpp og flensugangur búin að gera okkur lífið leytt í grænmetisdeildinni. Held samt að þetta sé bara svona eins dag flensa. Hausverkurinn verður farinn á morgunn og þá stoppar smá hor, hósti og kverkaskítur mann ekki í að mæta til leiks að nýju.

mánudagur, febrúar 09, 2009

Ekkert að frétta

Það eru viðburðarlitlir dagarnir núna....
Húnbogi hjá dagmömmu
Helgi atvinnulaus og fær ekki neina vinnu.
Ég bara vinn og vinn, og er enn Best....það breytist víst aldrei.



Það eina fréttnæma er að Húnbogi er kominn með 7 tönnina.