Fórum í dag og skiptum skónum sem Húnbogi fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa á Álftanesi. Þeir voru BARA númer 18 nefnilega. Þeir áttu reyndar ekki stærri skó í augnablikinu en við sáum þessa fínu skó á sama verði frá ecco. Og afþví að hann á skó nr 19 frá írenu, svona útiskó þá ákváðum við að taka skó nr 20 (sem hann getur samt byrjað að nota strax) sem eru opnir. Sandalar. Þannig að hann getur verið í þeim inni án þess að svitna of mikið og æft sig að labba og hlaupa á fullu. Voða sætt alltsaman.
Af labberíinu hans Húnsa er það að frétta að hann stendur ekkert nema að við látum hann gera það. Og oftast sest hann bara strax. En hefur þó þegar hann lætur sig hafa þetta tekið 1,2,3 skref, snúið upp á sig og litið í kringum sig. Ekkert voða mikið að pæla í þessu jafnvægi neitt....enda svo stutt að detta að það skiptir varla neinu máli. Annað en hjá þessari mömmu hans sem er allt of stór og fallið langt og sársaukafullt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já Hlín, bara gera eins og við hin... safna rassi þá er ekkert slæmt að detta.
kv.sigga
Skrifa ummæli