
Húnbogi fékk bolta í sumargjöf frá ömmu og afa í Mosó. Verður gaman að sparka í hann þegar labbið kemur, en hann er farinn að taka nokkur óörugg skref :)
Fengum hammborgara í kvöldmat og ís .....sumar ís...... í eftirrétt.
Svo var Írena þarna líka og hún fékk líka bolta. Og þó að það væru 2 boltar á svæðinu var samt alveg hægt að rífast um þá..... Þessar stelpur....pfff
Húnbogi eyðir núna sínum frítíma í að vaxa upp úr fötunum sínum, ekkert sniðugt, hann hefur svo mikinn frítíma....veit hann ekki að það er kreppa!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli