miðvikudagur, maí 27, 2009

æ æ ó ó, aumingja Húnsipúnsi

Það eru engin sælukvöld framundan hjá Húnboga miðað við viðbrögð hans í gærkveldi.
Hann er kominn með púst sem hann á að taka á hverju kvöldi næstu 2 vikur til að reyna að hjálpa honum að losna við allt slímið sem hefur safnast í lungun. Búin að vera með ansi ljótan hósta frá því í síðustu veikindum. Pústinu fylgdi eitthvert svakalegt apparat (einhverskonar öndunargríma) sem þarf að hylja munn og nef á meðan hann andar in lyfinu. Og ég hef aldrei heyrt hann öskra og gráta eins mikið.
Þyrfti að fá smá ráðleggingar frá mömmu hinum vana barnahjúkrunarfræðingi. (þori að veðja að hún hafi þurft að gefa 1 til 2,3,4...... púst)

þriðjudagur, maí 19, 2009

Frændsistkyn

Stal þessum myndum hjá Elínu......þær eru bara svo agalega sætar :)



mánudagur, maí 18, 2009

Nauthólsvík

Fórum í Nauthólsvík aftur í dag og í þetta sinn var myndavélinn með í för.


Ég og Hrafnkell besti vinur minn var þarna líka


Írena frænka kom líka...og Gudda hálffrænka
(og Elín, Sigga, Jóhannes og jón...mömmu fannst bara ekki eins mikilvægt að taka myndir af þeim eins og mé :)


Labbitúr í bílinn....sá þetta skilti.....


Best að líta aðeins betur á það....ætli þurfi að herða skrúfurnar?


Átti göngustíginn sko alveg einn


Mamma var samt þarna....sé alveg skuggan hennar

sunnudagur, maí 17, 2009

Sól og sæla

Frábært veður um helgina.

Fórum í gær upp í Mosó og Húnbogi vígði nýju stígvelin sín í nýja sandkassanum. Sandur þykir honum spennandi fyrirbæri. Vorum þar í grilli og nottulega júróvísjon partýi og fögnuðum að sjálfsögðu þessum glæsilega árangri.

Í dag fórum við svo niður í miðbæ Reykjavíkur og fengum okkur ís og skoðuðum endurnar. Kíktum svo niður í Nauthólsvík þar sem Húnbogi og við spígsporuðum berfætt í sandinum (sem Húnboga finnst enn afskaplega spennandi fyrirbæri) og vöðuðum í hlýju affallinu sem rennur í sjóinn. Það fannst honum sko gaman. Næst verður sundskýla og handklæði tekið með en þetta var bara óplönuð ferð.

Því miður gleymdist myndavélin bæði í gær og í dag þó svo að hún hafi átt að vera með í för því miður...... en henni verður sko ekki gleymt næst.

mánudagur, maí 11, 2009

Styttist í hátíð

Nú styttist óðum í víkingahátíðina í Hafnarfyrði en hún verður dagana 12 - 17 júní.
Lokahönd er nú lögð á föt og búnað nýja víkingsins og ekki vafi um að hann verður sá flottasti á svæðinu.


Húnbogi hinn Bjarti.
Stoltur í nýju fötunum sínum.


Með Besta vini sínum Hrafnkeli Þór


Það er skálað og hitað upp fyrir hátíð.


Tómt horn....ekki lengi að stúta því.

Þess má geta að skórnir verða tilbúnir á morgunn eða hinn.

Svo eru náttúrulega allir velkomnir og skoða dýrgripinn á hátíðinni í fullu kytti því að sjón er sögu ríkari :)

þriðjudagur, maí 05, 2009

Koppalingur

Nú er koppaþjálfuninn að byrja.....
ekki seinna vænna, eftur mánuð byrjar hann á leikskóla.....


Gott er að nota tíman og leika sér....svala þorstanum og jafnvel hægt að horfa á sjónvarpið



Búinn!!

mánudagur, maí 04, 2009

Fyrstu skrefin


Húnbogi er loksins farin að labba....eftir mikla bið, var farinn að efast um að það kæmi fyrir víkingahátíð. Þetta byrjaði með aðeins hálfu skrefi, en aðeins sólarhring síðar var þetta komið í nokkra metra. Núna getur hann gengið þangað sem hann ætlar sér....er doldið valtur samt og pompar stundum á bossann. Það er vídjó af honum að labba hér í myndskeiðunum.

Hann er búin að vera soldið kvefaður og hás (það heyrist alveg í vídjóinu) og nú er ég það líka svo við erum bara heima saman núna. Engin vinna og engin dagmamma í dag


Fyrsta kosninginn hans Húnboga. En hann kaus að sjálfsögðu það sama og ég....var samt bara talið sem eitt atkvæði. Erum á leið út að labba og kjósa á myndinni.


E.S. Mér gengur eitthvað illa að setja vídjóið inn en það er hægt að sjá það hér http://www.youtube.com/skjammbakk

Njótið vel