sunnudagur, júlí 26, 2009

Írena í heimsókn

Írena frænka var í heimsókn hjá Húnboga frænda sínum og pabba hans í síðustu viku

Dagurinn byrjaði á því að allir fengu sér hafragraut saman



Svo var farið niður á Víðistaðatún að leika sér, og eftir að leika sér þá er gott að fá sér safa og rúsínur, áður en það er lagt af stað heim.



Svo löbbuðu þau tvö með bakpokana sína og voru rosa duglegí sólinni


Svo komust þau að því að það eru leiktæki í garðinum hjá Húnboga og á meðan Írena prílaði í sjálfheldu fór Húnbogi að finna leiktæki sem virkuðu betur.


Og svo fóru þau bæði í rólurnar og voru í dágóða stund að róla saman.
Svo var farið að borða og svo að leggja sig, og eftir lúrinn þá kom Elín að sækja Írenu og leikdagurinn var búinn.






Í hár saman!

Hér sjáið þið nýja fólkið í Laufvangnum


Eins og ég sagði áður er mitt samkvæmt nýjustu tísku og mega kúl ......enda klippti Sigga mig.....sem er næstum því jafn kúl og ég.....


....... ooooog svo er það Helgi.
Nei mamma....Þetta er EKKI kúl!!!
Helgi er klipptur samkvæmt nýjustu tísku líka.....en sú tíska var ný árið 1950.

laugardagur, júlí 25, 2009

Stutt og Laggott

Við erum búin að klippa af okkur allt hárið....ég og Helgi.
Vorum svo heppinn að sögusafnið í Perlunni vissu af þessu og vildu kaupa hárið. Fengum samtals 40þúsund krónur fyrir lokkana. Ekki slæmt!
Að sjálfsögðu er mitt hár rosa fínt og í tísku....enda klippti Sigga mig. Önnur saga er af hárinu hans Helga......stíllinn frá 1950 og frekar lummó. (að mínu mati)
Hann segist ætla að laga það eftir svona 2 til 3 vikur.....úff.....það verða sársauka fullar vikur fyrir augun mín.............
Sýni ykkur myndir um leið og ég er búin að ná myndum af okkur.......

mánudagur, júlí 20, 2009

Fyrsta laaaangferðalagið

Fórum á Gása um helgina. Gásir eru rétt fyrir utan Akureyri og voru miðaldardagar haldnir þar.
Við víkingarnir fengum þó að vera með, með því skilyrði að blinga okkur aðeins niður til að falla betur í hópinn.
Veðurspámennirnir fóru aldeilis villur vegar en aldrei þessu vant var veðrið mun betra en spáin.
Lögðum af stað á Föstudegi klukkan 2 og vorum komin heim um 23 á sunnudegi.


Tekið smá pissustop og nestisstop á Blönduósi.
Tók smá útúrdúr og kíkti inn í Blöndudal og á Brandstaði, gömlu sveitina sem ég var í, sælla minninga.


Laugardagur: Húnbogi tekur hádegislúrinn sinn.



Hann vaknaði svo við fallbyssuskot....og það var farið að skoða hávaðabelginn.

Hrafnkell og Húnbogi skoða útsýnið frá bryggjunni......


....og smakka hundasúrur í brekkunni.


Sunnudagur. Húnbogi var án Hrafnkells vinar síns á sunnudegi vegna þess að Jói, pabbi hans fékk flogakast :(
Horfir hér einmanna á hlóðirnar.....


Írskir Úlfhundar. Sá ljósi er kvk og fullvaxinn en sá grái er kk og bara 1 árs og á eftir að taka út smá vöxt. Voru voðalega geðgóðir og vinalegir.


Húnbogi segir aaaaaaaaaa


Hásæti.


Það er eins gott að hafa góðan kortalesara svo maður villist ekki á heimleiðinni!


Stoppað í Staðarskála á heimleið. Húnbogi uppgvötar tómatsósuna......


Nokkuð góð og auðvelt að klína henni út um allt......

Afskaplega skemmtileg ferð og gaman að sjá eitthvað nýtt.

mánudagur, júlí 13, 2009

Sumarbústaðar/tjaldferð í Haukadal

Fórum upp í sumarbústað til Siggu, Jóa og Hrafnkells rétt hjá Geysi. Þar eiga Mamma og pabbi hennar Siggu bústað.
Lögðum af stað um kl 3 á laugardeginum.......


Tjaldið nýkomið upp og Húnbogi sittur makindalega í stólnum sínum.



Húnboga fanns voða gaman að róla og vildi ekki hætta......



Strákarnir fóru í fótabað.



Um kvöldið fórum ég og Sigga í reiðtúr, Húnbogi fékk að máta.


Morgunmatur. Skyr og rice crispes. í glampandi sól.



Fórum í labbitúr á Geysissvæðinu og Strokkur sínir strákunum hvernig á að gera þetta!



Farið á róló á tjaldsvæðinu.



Hádegislúrinn.


Fórum svo í heitapottinn.



Hrafnkell vaknaður og kominn í pottinn. Maður er orðin vel steikktur....



Gátum ekki verið heppnari með veður.

Vorum kominn heim klukkan 7 á sunnudeginum.

Húnbogi er kominn með jaxl í efri góm. Og einn á leiðinni í neðri góm....Þetta er allt að koma.
Nú borðar hann líka flest allt sjálfur með skeið eða gafli og drekkur úr venjulegu glasi.
Hann þorir að fara niður stiga sjálfur og er prílandi út um allt.

sunnudagur, júlí 05, 2009

Í garðinum hjá afa og ömmu í Mosó

Fórum í gær í Mosó og eyddum þar öllum deginum. Þar var boðið upp á vöflur og svo grillaðan kjúkling í kvöldmat en mestum deginum var eitt úti enda 21 stigs hiti í garðinum. Elín og Írena voru þar líka, var nú glatt á hjalla á þeim bæ þennan fallega laugardag upp í Mosó.
Eins og sjá má var garðurinn í sínum fallegasta skrúða.


Það var farið í sandkassaleik.....



og það var farið í eltingaleik.......



Það var líka aðeins kíkt í kofann.....



Þar bauð Írena öllum í kaffi og graut.......



og það var farið í bílaleik......l



og svo var skipts á mjög svo merkilegum leyndarmálum......




Afi var að laga pallinn og það var mjög forvitnilegt....



Upprennandi handlangari hér á ferð!

Jább....svo sannarlega góður dagur.

E.S. Er búin að vera bíða eftir jöxlum í harðjaxlinum (AAAAHAHAHAHA).....
en sá svo í morgunn báðar augntennurnar í efrigóm komnar vel á veg niður. Var ekkert búin að vera kíkja eftir þeim....hélt að jaxlar kæmu á undan.....