Fórum á Gása um helgina. Gásir eru rétt fyrir utan Akureyri og voru miðaldardagar haldnir þar.
Við víkingarnir fengum þó að vera með, með því skilyrði að blinga okkur aðeins niður til að falla betur í hópinn.
Veðurspámennirnir fóru aldeilis villur vegar en aldrei þessu vant var veðrið mun betra en spáin.
Lögðum af stað á Föstudegi klukkan 2 og vorum komin heim um 23 á sunnudegi.

Tekið smá pissustop og nestisstop á Blönduósi.
Tók smá útúrdúr og kíkti inn í Blöndudal og á Brandstaði, gömlu sveitina sem ég var í, sælla minninga.

Laugardagur: Húnbogi tekur hádegislúrinn sinn.

Hann vaknaði svo við fallbyssuskot....og það var farið að skoða hávaðabelginn.

Hrafnkell og Húnbogi skoða útsýnið frá bryggjunni......

....og smakka hundasúrur í brekkunni.

Sunnudagur. Húnbogi var án Hrafnkells vinar síns á sunnudegi vegna þess að Jói, pabbi hans fékk flogakast :(
Horfir hér einmanna á hlóðirnar.....

Írskir Úlfhundar. Sá ljósi er kvk og fullvaxinn en sá grái er kk og bara 1 árs og á eftir að taka út smá vöxt. Voru voðalega geðgóðir og vinalegir.

Húnbogi segir aaaaaaaaaa

Hásæti.

Það er eins gott að hafa góðan kortalesara svo maður villist ekki á heimleiðinni!

Stoppað í Staðarskála á heimleið. Húnbogi uppgvötar tómatsósuna......

Nokkuð góð og auðvelt að klína henni út um allt......
Afskaplega skemmtileg ferð og gaman að sjá eitthvað nýtt.