En ég er nú svo heppinn að aðrir eiga líka myndavél og ná okkur stundum öllum saman á mynd.
Hringdi í Siggu og bað hana að senda mér eitt stykki fína mynd þar sem við værum ekki að gretta okkur neitt alltofmikið.

Tekin í sumar upp í bústað hjá foreldrum Siggu.
Ég fekk að fara veik heim úr vinnuni, búin að vera frekar slöpp síðan fyrir helgi og var afskaplega fegin að geta slappað af og hvílt mig aðeins. En þá hringir leikskólinn og segir að Húnsi sé orðin eitthvað lasinn. Ég næ í hann og hann er bara hinn hressasti. Hann er með kvef en sosum ekkert lasinn. Enginn hiti og hann leikur sér og hlær eins og venjulega. Frekar súrt, veikindadagurinn minn ónýtur.
Fórum svo um 6 leytið til Elínar og Írenu og færðum þeim náttfötin frá Lúxemborg. Það var tekin smá myndasería sem kemur inn seinna....eða um leið og Helgi er ekki með myndavélina í úlpuvasanum á leið í vinnuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli