Fyrsti foreldrafundurinn okkar var núna síðasta föstudag. Fundinum var skipt niður í flokka og rætt um hvern og einn.
Bara smá samantekt um hvað var talað og hvað Húnbogi er frábær strákur :)
Samskipti við fullorðna/börn
Góð samskipti við bæði fullorðna og börn en er byrjaður að svara fyrir sig þegar önnur börn eru með yfirgang.
Leikur úti/inni
Hefur leikið sér einn hingað til en fóstrurnar eru byrjaðar á sjá breytingu þar sem hann er aðeins byrjaður að leika með hinum.
Úti labbar hann yfirleitt bara um og á sér sinn uppáhaldsstað í skóginum þar sem hann heldur sig yfirleitt (einn). Fóstrurnar kvörtuðu yfir því að hann ætti það til að týnast þar því úlpan fellur svo vel í umhverfið...hehe
Áhugi og einbeyting
Sýnir mikinn áhuga á öllum hlutum og hlustar þegar lesið eða sungið er. Syngur þó ekki með í leikskólanum né heima. Fóstrunum fannst það pínu skrítið(?) (Fór og keypti Söngvaborg fyrir hann í dag á dvd sem eru krakkasöngvar og dansar)
Er mjög duglegur í svokölluðum könnunarleik þar sem börninn fá verðlaust dót til að skoða og leika með.(klósettrúllur, tvinnakefli og þessháttar drasl)
Tal og skilningur
Skilur flest sem fóstrurnar segja (bakvið, undir, ofaná og þessháttar) og þær heyra mun á málnotkun hans á hverjum degi. Er bara nokkuð framarlega á því sviði miðað við börninn á deildinni hans.
Tekur þátt í samræðum en segir ekki frá liðnum atburðum....
Grófhreyfingar/fínhreyfingar/sjálfshjálp
Er soldið stirður í grófhreyfingum ( en komumst að því að oft gæti það verið fötunum að kenna)
Fínhreyfingar mjög góðar og vandar sig yfirleitt, t.d þegar hann er að borða.
Verður mjög fúll þegar honum er ekki hjálpað úr útifötunum en er svo svaka stoltur þegar honum tekst það sjálfum
Matmálstímar og hvíld.
Borðar mjög vel og mikið (sérstaklega þegar er hafragrautur) og er byrjað að skamta ofaní hann..... fær annaðhvort 2 barnaskammta eða 1 fullorðinsskamt. Þær segja að við þurfum sko ekki að hafa neinar áhyggjur þá að hann borði ekki á kvöldinn!
Á erfitt með að sofna og tekur oft langan tíma. Truflast auðveldlega af hinum börnunum. Er yfirleitt kominn fram 60 -70 mínútum eftir að hvíldartími hófst. Fóstrurnar eru ekki hissa á að hann sofnar yfirleitt um leið á kvöldin.
Fyrirmæli og reglur.
Fer yfirleitt eftir reglum en nýjasta nýtt er samt að segja nei við fyrirmælum. Til dæmis ef hann er að klifra á milli stóla sem má ekki og honum sagt að koma niður þá horfir hann bara á þær og segir "nei" Þær kölluðu það bara að persóluleikinn væri farinn að sýna sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli