mánudagur, september 27, 2010

Mörg járn í eldinum.....

Ég er mikið að föndra þessa dagana. Prjónaði eina húfu um daginn, er að klára sparipeysu á Húnsa, 3 litlir froskar í krosssaumnum, er að klára mótel af seglskipinu Bounty, bara eftir að binda upp seglinn. Finnst seglskip skemmtilegustu og fallegustu módelinn. Puttarnir virðast stórir og groddalegir og á margt þarf að nota fína flísatöng til að ráða við smáu partana. Svo er það að sjálfsögðu saumamyndinn af Húnboga. Hef samt ákveðið að þetta verður bara prufa. Er ekki alveg sátt við litina (sérstaklega þennan gulbrúna í hárinu) og mér finnst hún líka aðeins of dökk. Ætla að byðja Reyni um að gera nýja mynd, og stærri af andlitinu og vanda valið betur í litunum.......
Þarf líka að fara að huga að næsta víkingasumri, ný föt á Húnboga, kaftan og stígvel á mig.... nóg að gera semsagt.

föstudagur, september 17, 2010

Fyrir þá sem vilja fylgjast með Húnboga í leikskólanum.

Húnboga finnst mjög gaman í leikskólanum og hefur varla tíma til að kveðja á morgnanna. Hann er búin að læra fullt af nýjum lögum og syngur í tíma og ótíma.... stundum biður hann mig um að syngja með sér lög sem ég þekki ekki. En á heimasíðu leikskólans hans get ég fundið sönglagabók og það hjálpar til. Fóstrunum finnst hann tala mjög vel, kann mikið af orðum og býr til góðar setningar.....einnig eru þær hrifnar af litagleðinni hans. Hann lærir fullt af nýjum siðum í skólanum og hikar ekki við að kenna okkur þá. Hann skipar okkur fyrir hægri vinstri. "Hendur undir borð!" "Mátt ekki taka upp bókina!" " Mamma, ég sagði komdu!" og svona mætti lengi telja. Hann er búin að læra 3 stafi. O,U og S. Virðist koma mjög handahófskennt hjá honum.
Þeir sem vilja fylgjast með því sem Húnbogi er að gera á leikskólanum geta farið á heimasíðunna http://www.leikskolinn.is/nordurberg/ og farið svo inn á fjölskyldusíðunna og sláið inn kennitöluna hans Húnboga og lykilorðið kennir2.
Þá komist þið inn á Álfastein og getið skoðað myndir og fleyra. Þessi mynd af Húnboga var til dæmis tekinn í leikskólanum.