mánudagur, september 27, 2010

Mörg járn í eldinum.....

Ég er mikið að föndra þessa dagana. Prjónaði eina húfu um daginn, er að klára sparipeysu á Húnsa, 3 litlir froskar í krosssaumnum, er að klára mótel af seglskipinu Bounty, bara eftir að binda upp seglinn. Finnst seglskip skemmtilegustu og fallegustu módelinn. Puttarnir virðast stórir og groddalegir og á margt þarf að nota fína flísatöng til að ráða við smáu partana. Svo er það að sjálfsögðu saumamyndinn af Húnboga. Hef samt ákveðið að þetta verður bara prufa. Er ekki alveg sátt við litina (sérstaklega þennan gulbrúna í hárinu) og mér finnst hún líka aðeins of dökk. Ætla að byðja Reyni um að gera nýja mynd, og stærri af andlitinu og vanda valið betur í litunum.......
Þarf líka að fara að huga að næsta víkingasumri, ný föt á Húnboga, kaftan og stígvel á mig.... nóg að gera semsagt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála aðeins og dökk.
Flott að heyra af handavinnunni, gengur voðalega illa hér með þetta litla sem ég er með í gangi ...

Nafnlaus sagði...