föstudagur, febrúar 25, 2011

pestarbæli

Húnbogi ældi úr sér lungum og lifur í gær. Önnur eins gubbupest hefur bara ekki verið í gangi hér á þessu heimili. Það var alveg sama hverju reynt var að koma niður í hann, allt kom upp jafnfljótt aftur. Á endanum hætti hann að borða og drekka. Og þá var bara kúgast og ælt galli. Svo var niðurgangur líka til að auka á sæluna. Sem betur fer var þetta bara einn dagur, en í dag er hann kominn með 39 stiga hita og frekar lítill og vesældarlegur.

Á Þriðjudag steyptist ég öll út í útbrotum. Eftir nokkur símtöl fram og tilbaka var ég orðin nokkuð vissum að þetta væru lyfjaútbrot. Hélt á tímabili að ég væri bara komin með mislinga eða eitthvað þaðan af verra. Ég fór svo til læknis á miðvikudag og hann vildi senda mig í röntgen á kinn, ennis og nefholum. Þar kom í ljós að ástæða minna veikinda er mikil þétting í vinstri kinnholu (sýking) og undirliggjandi eyrnabólga. Hann taldi einnig að útbrotin væru merki um pensilín ofnæmi og pantaði ofnæmispróf fyrir mig. Það verður gert eftir nokkra mánuði. Ég fékk enn ein sýklalyfin (án pensílíns) til að vinna á kinnholusýkingunni. Nú er bara að vona að ég fari að hressast.


Myndir handa ykkur, bara því ég er svo sæt.....

mánudagur, febrúar 21, 2011

klaufabárður?

Fór með Húnboga upp á heilsugæslu í dag. Erum næstum orðin fastagestir þar. (Þegar hjúkurnar muna eftir manni hlítur maður að vera orðin fastagestur)
Hann datt í leikskólanum og fékk ljótan skurð á ennið. Saumuð voru 3 sport og hann var algjör hetja. Fór að gráta þegar hann var deyfður en var samt alveg grafkjur. Í verðlaun fékk hann perusvala og pínu bland í poka.



Af mér er það að frétta að ég er ennþá veik. Sló eitthvað niður um helgina og fékk háan hita. Líður samt alveg ágætlega í dag, fyrir utan hósta og nefstíflu. En það er svimin sem er að gera mig gráhærða. Er byrjuð að þurfa að skafa af mér myglublettina en þeir hafa vaxið hratt undanfarna daga en ég er að mygla úr leiðindum. 2 vikur heima í veikindum. Ekki aftur nei takk!
Býst við að fara aftur í vinnu á miðvikudaginn eða jafnvel á morgunn, fer eiginlega eftir svimanum.

þriðjudagur, febrúar 15, 2011

veikindi

Ég er búin að vera veik í viku. Endaði á því að fara upp á læknavakt í dag. Kom í ljós eins og mig grunaði að ég er með eyrnabólgu en líka með hálsbólgu sem ég hafði ekki hugmynd um. Ég fékk sýklalyf og á að taka því rólega þar til hitinn er farinn. Húnbogi er líka veikur svo það er ekki mikill friður hér á daginn, eins mikið og mig langar bara að liggja upp í rúmmi og gera ekki neitt. Og allur hávaði frá Húnboga sker í eyrunn. Því miður er Helgi á næturvöktum og vill fá að sofa á daginn. Ég aldrei frá því ég byrjaði á vinnumarkaðnum verið svona lengi frá vinnu, smá samviskubit en ég mætti nú á mánudaginn en það heppnaðist ekki betur en svo að ég fór aftur heim um 11 þar sem ég var alls ekki orðin eins góð og ég hélt. Versnaði svo heilmikið í gær, hitinn fór upp og verkirnir versnuðu. Býst við því að ég taki því rólega fram yfir helgi, langar alls ekki að slá niður í vinnuni þar sem alltaf er kuldi og trekkur.

Verst finnst mér samt að ég hef ekki komist í bootcamp í meira en viku. Kemur í ljós hvaða og hvort það muni hafa áhrif á takmarkið mitt.

miðvikudagur, febrúar 09, 2011

Bootcamp.. Mæling nr 3

Jæja...alltaf minnkar maður og minnkar.

hér koma niðurstöður úr mælingu nr 3 í bootcamp sem voru gerðar í dag.

Maeling Date Age Weight Fatpercent Biceps Abdomen Hip Thigh
1 2010-11-02 30 75.4 28.4 28 80 101.5 50.5
2 2010-12-14 30 75.1 24.2 27 78 100 49.5
3 2011-02-09 31 74.2 22 28 76 99 50

Mér til mikillar ánægju náði ég takmarkinu en það var að missa 2 % fitu í þessari törn. Vöðvarnir eru farnir að tútna út á lærum og upphandleggjum en magi og mitti minka enn :)

Mætti samt bara á 12 æfingar af 18 þessa törn vegna annarra hluta sem gengu fyrir. Hef heldur ekki verið eins ströng á mataræðið og ég var í 1 törninni. Leyfði mér meira núna.
En næsta törn verður tekinn með trompi.....!!!
Ætla að reyna að komast niður í 20 -21 % fitu fyrir næstu mælingu.

Annars hef ég tekið eftir því að buxur eru hættar að tolla uppi og ég þarf að bæta gati á beltið. Hlutir sem ég keypti út í USA og pössuðu fínt í byrjun.

Jább, Jább. 3 tarnir eftir og svo kaupi ég kannski fleyri!

laugardagur, febrúar 05, 2011

Vetur konungur

Vetur konungur hefur svo sannarlega tekið völdin síðustu daga og Vetur prins hefur því verið duglegur að leika úti. Fórum í gær í klukkutíma og í dag vorum við úti í 2 og hálfan tíma í frábæru veðri.


Snjóþotan klikkar ekki.


Rólan klikkar ekki heldur.


Við bjuggum til snjókall sem situr á bekk.


Borðuðum snjóköku af bestu list.


og hentum snjóboltum.


Hvíldum okkur pínu.


Og fengum okkur hressingu.

Sannarlega skemmtilegur útidagur.