Á Þriðjudag steyptist ég öll út í útbrotum. Eftir nokkur símtöl fram og tilbaka var ég orðin nokkuð vissum að þetta væru lyfjaútbrot. Hélt á tímabili að ég væri bara komin með mislinga eða eitthvað þaðan af verra. Ég fór svo til læknis á miðvikudag og hann vildi senda mig í röntgen á kinn, ennis og nefholum. Þar kom í ljós að ástæða minna veikinda er mikil þétting í vinstri kinnholu (sýking) og undirliggjandi eyrnabólga. Hann taldi einnig að útbrotin væru merki um pensilín ofnæmi og pantaði ofnæmispróf fyrir mig. Það verður gert eftir nokkra mánuði. Ég fékk enn ein sýklalyfin (án pensílíns) til að vinna á kinnholusýkingunni. Nú er bara að vona að ég fari að hressast.
Myndir handa ykkur, bara því ég er svo sæt.....