miðvikudagur, apríl 11, 2012

.........jébbs

Fór í sykurþolspróf í gær til að láta athuga með meðgöngusykursýki. Nýjar vinnureglur hjá ljósmæðrum, allar konur með PCOS þurfa að fara í svona próf. Hef ekkert heyrt frá ljósmóður minni svo ég held áfram að þamba kók eins og ekkert sé..... hún hefði hringt ef það væri eitthvað athugavert.
þetta var nú leiðindarpróf samt, þurfti að fasta í 10 klt og mæta svo niður á Borgarspítala. Blóðprufa tekinn, ég látinn drekka eitthvað þykkt sykurgums og beðið í klukkutíma, önnur blóðprufa og svo bið í klukkutíma í viðbót, og svo síðasta blóðprufan..... þá loksins gat ég fengið mér að borða. Var farið að svima af svengd.......

Húnbogi byrjaði í sjúkraþjálfun í dag og fannst það alveg þrælskemmtilegt. Byrjaði á að hita upp á hlaupabretti og fannst það nú aldeilis ævintýri. Talaði helling við gömlu konuna sem var í léttum göngutúr á brettinu við hliðina á honum, af og til hrópaði hann samt alltaf upp og sagðist ekki geta náð út á enda. Svo var skemmtileg þrautabraut sett upp fyrir hann þar sem aðaláhersla var lögð á hopp og jafnvægi. Trampolín, stóð á bretti (bát) sem vaggaði og veiddi fiska með segulstáli, jafnvægislá, bílar sem keyrðu undir rassinn (brú) og meirasegja magaæfingar, ásamt fullt af fleyri æfingum. Þetta var hörkupúl og hann svitnaði ágætlega.
Æðislegur sjúkraþjálfari sem hann fékk og þau ná vel saman, held að honum líki bara mjög vel við hana, hann vildi meira segja leiða hana þegar þau fóru úr einum sal yfir í annan.
Fengum svo lista yfir fullt af æfingum sem hann á að gera heima, sérstaklega útbúinn fyrir Húnboga og hans áherslur.... velja 5 æfingar á dag til að gera af listanum. Jafnvægisæfingar og styrktaræfingar. Allt sett upp í skemmtilegt leikjaform.
Honum hlakkar mikið til að fara aftur næsta miðvikudag.

Engin ummæli: