Hamskiptin hjá Huldu Rún ganga bara vel. Húðflyksur fljúga út um allt hús og olíubað daglegt brauð.
Í dag er hún orðin 1 vikna.
Nokkuð gott miðað við hvernig fóturinn var......
Puttarnir líka....
Já... og bara allur líkaminn.....
Er byrjuð að flagna í framan núna.... kringum munninn og enni.
Húnbogi Bjartur býður Huldu Rún góða nótt.
miðvikudagur, júlí 25, 2012
mánudagur, júlí 23, 2012
5 daga gömul
Í dag er Hulda Rún orðin 5 daga gömul og fór í skoðun hjá barnalækni í dag. Allt bara eins og það á að vera.
Hún vill drekka mikið og spurning að fara að venja hana á snuð svo maður fái frið, er soldið að nota mig sem duddu. Annars er hún bara vær og góð enn sem komið er.
Fegurðarblundurinn......
Fyrsta baðið. Var mökuð upp úr extra virgin olive oil og stungið oní bala. Húðin á henni er mjög þurr og nú er hún í hamskiptum.
Smá Húnboga svipur þarna.
fimmtudagur, júlí 19, 2012
Leifið mér að kynna.....
....... Hulda Rún Helgadóttir
Ég fór í skoðun komin 41 v og 1 d. Þá hafði ljósmóðir áhyggjur af að legbotnin var ekki búin að stækka í 3 vikur og þessa vikuna minnkaði hann. Hún hringdi upp á spítala og ég var send í betri skoðun. Þar kemur í ljós að ekkert legvatn er til staðar og ég send í gangsetningu um leið og losnaði pláss. Símhringin kom 8 næsta morgunn.
Við förum upp á fæðingadeild og beint í rit. Ekkert bendir til þess að fæðing sé einu sinni á næsta leiti. Um 10 leitið fæ ég stílinn og ljósmóðirinn segir að ég verði að vera í ritinu í klukkutíma og svo megi ég fara að hreyfa mig um. En við fyrsta samdrátt sem er mjög vægur dettur hjartslátturinn niður hjá stelpunni í 40 slög. Held að 120 -150 sé eðlilegt) Eftir það fékk ég ekki að fara fet úr ritinu. Keisari var undirbúin ef út í það færi og fylgst var vel með ritinu. Í hverjum samdrætti datt hjartslátturinn niður en ekki svona rosalega eins og fyrst. Þetta var vegna þess að ekkert legvatn var til að verja stelpuna eða naflastrenginn.
Klukkan 2 eru belgirnir rofnir. Ljósan biður mig um að rembast pínu til að sjá hvort eitthvað vatn komi, en það kom ekki dropi. En við þetta byrja loksins eitthvað að gerast í alvöru. Reglulegir samdrættir og klukkan 4 var ég komin með 4 í útvíkkun og þá fóru verkirnir að byrja. Eftir um það bil klukkutíma þegar hríðarnar voru búnar að vera mjög harðar og svo stutt á milli að ég gat ekki hvílst var ég farin að væla um deyfingu. En þá var útvíkkunin eiginlega búin og mér sagt að það tæki því varla. Það myndi hægja á fæðingunni og litla stelpan þoldi ekki mikla bið. Hjartslátturinn datt mjög oft niður.
Rembingsþörfin kemur loksins en þá virðast hríðarnar detta alveg niður. Það var langt á milli og allt of stuttar, ég hafði varla tíma til að rembast. Og svo kemur í ljós að hún snýr andlitinu upp og er að snúa sér sjálf í fæðingarveginu sem gerði þetta allt miklu erfiðara.
Það munaði víst bara hársbreitt á að sogklukka yrði notuð en sem betur fer náðum við að klára þetta sjálf, en út af því hverstu hratt hún þurfti að fæðast fór spönginn soldið illa.
Ég er að drepast í botninum og mér finnst fyndið hvernig gamla ljósmóðirinn lýsti þessu. " Það er eins og maður hafi fengið handsprengju í rassgatið"
Hún fæddist klukkan 17: 35, 18 júlí 2012.... tæpir 2 tímar af verkjum
53 cm og 3,8 kg
En stelpan var fljót að jafna sig eftir fæðinguna og tók brjóstið vel hálftíma eftir fæðingu.
Ég fór í skoðun komin 41 v og 1 d. Þá hafði ljósmóðir áhyggjur af að legbotnin var ekki búin að stækka í 3 vikur og þessa vikuna minnkaði hann. Hún hringdi upp á spítala og ég var send í betri skoðun. Þar kemur í ljós að ekkert legvatn er til staðar og ég send í gangsetningu um leið og losnaði pláss. Símhringin kom 8 næsta morgunn.
Við förum upp á fæðingadeild og beint í rit. Ekkert bendir til þess að fæðing sé einu sinni á næsta leiti. Um 10 leitið fæ ég stílinn og ljósmóðirinn segir að ég verði að vera í ritinu í klukkutíma og svo megi ég fara að hreyfa mig um. En við fyrsta samdrátt sem er mjög vægur dettur hjartslátturinn niður hjá stelpunni í 40 slög. Held að 120 -150 sé eðlilegt) Eftir það fékk ég ekki að fara fet úr ritinu. Keisari var undirbúin ef út í það færi og fylgst var vel með ritinu. Í hverjum samdrætti datt hjartslátturinn niður en ekki svona rosalega eins og fyrst. Þetta var vegna þess að ekkert legvatn var til að verja stelpuna eða naflastrenginn.
Klukkan 2 eru belgirnir rofnir. Ljósan biður mig um að rembast pínu til að sjá hvort eitthvað vatn komi, en það kom ekki dropi. En við þetta byrja loksins eitthvað að gerast í alvöru. Reglulegir samdrættir og klukkan 4 var ég komin með 4 í útvíkkun og þá fóru verkirnir að byrja. Eftir um það bil klukkutíma þegar hríðarnar voru búnar að vera mjög harðar og svo stutt á milli að ég gat ekki hvílst var ég farin að væla um deyfingu. En þá var útvíkkunin eiginlega búin og mér sagt að það tæki því varla. Það myndi hægja á fæðingunni og litla stelpan þoldi ekki mikla bið. Hjartslátturinn datt mjög oft niður.
Rembingsþörfin kemur loksins en þá virðast hríðarnar detta alveg niður. Það var langt á milli og allt of stuttar, ég hafði varla tíma til að rembast. Og svo kemur í ljós að hún snýr andlitinu upp og er að snúa sér sjálf í fæðingarveginu sem gerði þetta allt miklu erfiðara.
Það munaði víst bara hársbreitt á að sogklukka yrði notuð en sem betur fer náðum við að klára þetta sjálf, en út af því hverstu hratt hún þurfti að fæðast fór spönginn soldið illa.
Ég er að drepast í botninum og mér finnst fyndið hvernig gamla ljósmóðirinn lýsti þessu. " Það er eins og maður hafi fengið handsprengju í rassgatið"
Hún fæddist klukkan 17: 35, 18 júlí 2012.... tæpir 2 tímar af verkjum
53 cm og 3,8 kg
En stelpan var fljót að jafna sig eftir fæðinguna og tók brjóstið vel hálftíma eftir fæðingu.
laugardagur, júlí 14, 2012
40 vikur og 5 dagar.....
....... og þolinmæðin ekki í hámarki!!!
Hvað á það að þýða að láta bíða svona eftir sér!
Sem betur fer er heilsan góð en gæti liðið betur ef ég væri ekki tognuð í magavöðvunum. Það er eiginlega það eina sem hrjáir mig..... fyrir utan óþolinmæðina náttúrulega.
Síðustu helgi var ég með mikla samdrætti og verki í heila nótt og hélt hún ætlaði að láta sjá sig á settum degi en svo um morguninn datt allt í dúnalogn og ég hef ekkert fundið síðan. Smá túrverkjaseiðingur af og til og verkjalausir samdrættir. Stundum líður mér eins og ég sé ekki einu sinni ólétt.
Hún er nú samt loksins búin að fastskorða sig svo hún er nú líklega alveg tilbúin, ég held að það sé bara líkaminn minn sem kunni þetta ekki alveg, enda fékk ég svo mikla hjálp síðast til að fara af stað.
Allavega.... bíði bíð
Hvað á það að þýða að láta bíða svona eftir sér!
Sem betur fer er heilsan góð en gæti liðið betur ef ég væri ekki tognuð í magavöðvunum. Það er eiginlega það eina sem hrjáir mig..... fyrir utan óþolinmæðina náttúrulega.
Síðustu helgi var ég með mikla samdrætti og verki í heila nótt og hélt hún ætlaði að láta sjá sig á settum degi en svo um morguninn datt allt í dúnalogn og ég hef ekkert fundið síðan. Smá túrverkjaseiðingur af og til og verkjalausir samdrættir. Stundum líður mér eins og ég sé ekki einu sinni ólétt.
Hún er nú samt loksins búin að fastskorða sig svo hún er nú líklega alveg tilbúin, ég held að það sé bara líkaminn minn sem kunni þetta ekki alveg, enda fékk ég svo mikla hjálp síðast til að fara af stað.
Allavega.... bíði bíð
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)