Smá slys varð í leikskólanum í dag. Húnbogi hafði tekið veltu í hrauninu enn eina ferðina.
Fórum upp á sólvang þar sem 6 spor voru tekin í 2 skurði. Hann var rosalega duglegur og kveinkaði sér aðeins við deyfingarsprautunni. Lá svo grafkjur á meðan læknirin saumaði og kenndi honum allt um blóðkornin og blóðflögurnar og hvernig þær myndu lækna sárin hans. Læknirirnn þurfti bara að hjálpa þeim pínu. Kenndi honum líka að telja upp á 10 á útlensku, fræddi hann aðeins um himingeymin og marg fleyra.
Læknirinn kvaddi svo aðeins vitrari en áður og sagði að Húnbogi væri mjög skarpur og duglegur strákur.
En ekki hvað?!?!
2 skurðir, 3 spor í hvorn
Aðkoman var ekki falleg, allt í blóði og andlitið alblóðugt.
föstudagur, nóvember 30, 2012
fimmtudagur, nóvember 29, 2012
Allt komið á fullt.
Nú er kjéllingin komin með leið á að hanga heima og drekka gos og éta nammi alladaga, þannig að ég virkjaði gamal bootcamp kortið mitt í gær og líð fyrir það í dag.... ekki nóg að ég sé með harðsperrur, heldur eru ég blá og marin...... samt stuð. Fór líka í mælingu sem er orðin miklu nákvæmari en fyrir rúmu ári síðan þegar ég var. Nokkuð góð bara, er með mjög litla innri kviðfitu, 1-12 er gott, ég er með 3. Bara brenna smá "ytri" fitu, byggja upp vöðva og þol.
Hulda Rún fékk að smakka banana með okkur yfir kvöldmatnum. Hún er æst í að smakka allt, hefur sleikt perur og sogið afhýdd vínber, meira segja japlað á brauðskorpu.
Hér er vídjó af henni að gæða sér á banananum. Hulda Rún smakkar á banana
Hulda verður 20 vikna næsta miðvikudag og þá er ég að spá í að byrja að kynna henni almennilega fyrir mat. Ætla að byrja á heimatilbúnu perumauki, svo hún verði nú búin að læra að borða þegar að því kemur.
omm nomm
Hulda Rún fékk að kúra hjá Húnboga í smástund. Þeim líkaði það báðum mjög vel
Hulda Rún fékk að smakka banana með okkur yfir kvöldmatnum. Hún er æst í að smakka allt, hefur sleikt perur og sogið afhýdd vínber, meira segja japlað á brauðskorpu.
Hér er vídjó af henni að gæða sér á banananum. Hulda Rún smakkar á banana
Hulda verður 20 vikna næsta miðvikudag og þá er ég að spá í að byrja að kynna henni almennilega fyrir mat. Ætla að byrja á heimatilbúnu perumauki, svo hún verði nú búin að læra að borða þegar að því kemur.
omm nomm
Hulda Rún fékk að kúra hjá Húnboga í smástund. Þeim líkaði það báðum mjög vel
miðvikudagur, nóvember 21, 2012
Grasekkja
Nú er ég búin að vera grasekkja í viku, og 4 dagar eftir. Og akkúrat þá velur Hulda Rún þann tíma til sofa illa um nætur. Annað hvort er vaxtarkippur í gangi eða að hún fær ekki nóg mjólk. Síðustu nótt vaknaði hún á 2 tíma fresti, og eitthvað svipað nóttina þar á undan. Og engin Helgi til að ég geti sofið aðeins lengur á morgnanna...... eins gott að jólagjöfin verði flott!!....
Ætla að sjá til hvernig næstu nætur verða og ef þetta lagast ekki ætla ég að byrja að gefa henni smá graut og sjá hvað gerist. Hún var frekar pirruð á brjóstinu í dag og spriklaði bara og sleit sig af. Vonandi bara eitthvað tilfallandi. ( Mín útskýring er að ég hef ekki drukkið neitt kók síðustu daga, Hulda vill pínu kók út í mjólkina sína)
Nú er Hulda loksins sofnuð og ég ætla að koma mér í bólið og vona að ég fái að sofa til allavega 6.
22.nóv kl 09.00. Hulda svaf til 7 án þess að vakna. Ég er glöð.....
Ætla að sjá til hvernig næstu nætur verða og ef þetta lagast ekki ætla ég að byrja að gefa henni smá graut og sjá hvað gerist. Hún var frekar pirruð á brjóstinu í dag og spriklaði bara og sleit sig af. Vonandi bara eitthvað tilfallandi. ( Mín útskýring er að ég hef ekki drukkið neitt kók síðustu daga, Hulda vill pínu kók út í mjólkina sína)
Nú er Hulda loksins sofnuð og ég ætla að koma mér í bólið og vona að ég fái að sofa til allavega 6.
22.nóv kl 09.00. Hulda svaf til 7 án þess að vakna. Ég er glöð.....
þriðjudagur, nóvember 13, 2012
4 mánaða.....svona næstum því.
Það er nokkuð ljóst að Húnboga þykir mjög vænt um systur sína.
Fóstrurnar í leikskólanum segja mér að hann tali mjög oft og mikið um hana og bara á jákvæðan hátt.
Í dag var ég að skipta á Huldu og eins og svo oft áður er Húnbogi að sniglast í kring. Hann stígur upp í neðstu hilluna á skiptiborðinu til að geyfla sig framan í hana, en ég segi honum á rólegu nótunum að hann megi alls ekki klifra í skiptiborðinu. Það geti brotnað (eða oltið) og Hulda gæti stórslasast og jafnvel dáið........
Húnbogi verðu þögull um stund og segir svo að hann vilji alls ekki að hún deyi, þá færi hann bara að gráta, enn smá þögn og svo þurkar Húnbogi sér um augun og nuddar. Táraðist litli kúturinn þá við tilhugsunina um að missa litu systur sína.
Húnbogi býður Huldu oft að koma og kúra hjá sér upp í rúmmi þegar hann er að fara að sofa, hún hefur stundum fengið það undir eftirliti og þá bara stutt, en hann spurði hvenær hún mætti vera hjá honum lengur.
Kannski þegar hún er farinn að sitja alveg sjálf.........
Litlu dúllurnar mínar.
Hulda Rún orðin mjög sperrt á gólfinu og fer stundum alveg upp á lófana með teinrétta olnbogana. Enda í mjög góðri þjálfun þar sem hún getur enn ekki vellt sér til baka yfir á bakið. Er farinn að geta teygt sig í dótt og nagað þegar hún er á maganum.
Stendur líka teinrétt með smá stuðningi og finnst það voðalega gaman. Finnst líka mjög gaman að fá að sitja upprétt, líka með smá stuðning.
Er byrjuð að teygja sig í tærnar sínar og finnst þær doldið skrítnar......togar þær og tosar, reynir svo að éta þær.
Fóstrurnar í leikskólanum segja mér að hann tali mjög oft og mikið um hana og bara á jákvæðan hátt.
Í dag var ég að skipta á Huldu og eins og svo oft áður er Húnbogi að sniglast í kring. Hann stígur upp í neðstu hilluna á skiptiborðinu til að geyfla sig framan í hana, en ég segi honum á rólegu nótunum að hann megi alls ekki klifra í skiptiborðinu. Það geti brotnað (eða oltið) og Hulda gæti stórslasast og jafnvel dáið........
Húnbogi verðu þögull um stund og segir svo að hann vilji alls ekki að hún deyi, þá færi hann bara að gráta, enn smá þögn og svo þurkar Húnbogi sér um augun og nuddar. Táraðist litli kúturinn þá við tilhugsunina um að missa litu systur sína.
Húnbogi býður Huldu oft að koma og kúra hjá sér upp í rúmmi þegar hann er að fara að sofa, hún hefur stundum fengið það undir eftirliti og þá bara stutt, en hann spurði hvenær hún mætti vera hjá honum lengur.
Kannski þegar hún er farinn að sitja alveg sjálf.........
Stendur líka teinrétt með smá stuðningi og finnst það voðalega gaman. Finnst líka mjög gaman að fá að sitja upprétt, líka með smá stuðning.
Er byrjuð að teygja sig í tærnar sínar og finnst þær doldið skrítnar......togar þær og tosar, reynir svo að éta þær.
laugardagur, nóvember 10, 2012
Sagan mín
Mig langar að segja söguna af minni ófrjósemi og baráttunni við hana.
Mér finnst oft eins og ófrjósemi sé eitthvað sem maður eigi ekki að tala um, þetta sé eitthvað sem eigi að fela. Fólk sem á við ófrjósemi að stríða líður oftast mjög illa yfir því og sumum finnst þeir vera gallaðir. Skammast sín jafnvel. En rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningarálagið sem fylgir ófrjósemi má bera saman við álag sem fylgir því að greinast með krabbamein eða HIV. Þess vegna finnst mér að það ætti að vera opnari umræða um ófrjósemi.
Ég hef alltaf talað mjög opinskátt um mína ófrjósemi og meðferðir mínar. Mér finnst gott að geta talað um þetta, og mér finnst gott þurfa ekki að búa til afsakanir þegar ég fer úr vinnunni í skoðanir vegna meðferða
Það var í kringum 1997 sem ég held að þetta hafi byrjað. Ég var upp í hesthúsi þegar miklir kviðverkir byrjuðu og ég skrölti af stað heim. Þeir mögnuðust mikið á leiðinni og á tímabili þurfti ég að leggjast niður og engdist bara. Að lokum komst ég heim, var kominn með upp og niðurgang af verkjum og ég legst upp í rúm. Þetta voru samt bara túrverkir. Verkirnir gengu yfir á 8 til 10 klukkutímum. Um sama leiti byrjuðu blæðingarnar að verða mjög óreglulegar. Allt upp í 4 mánuðir gátu verið á milli þeirra, en ég var fegin, því sjaldnar sem ég færi á blæðingar því mun sjaldnar kæmu þessir verkir. Það tók nokkur ár en loks komst ég að því að verkjalyfjablanda hélt verkjunum í skefjum ef ég næði að taka þau á réttum tíma. Ef ég tók hana of seint var ekki aftur snúið. Það tók nokkur ár í viðbót að læra inn á þetta, en eftir það gat ég tekið verkjatöflurnar degi fyrir blæðingar og næsta dag, 3 -4 skammta yfir daginn og ég fékk " eðlilega túrverki" og var vinnufær. Missti einu sinni vinnuna út af veikindum vegna túrverkja......
Þegar ég og Helgi ákváðum að við værum tilbúin að eignast barn grunaði mömmu að það gæti verið vandamál. Þess vegna beið ég ekki með það að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni.
Það var í janúar 2007 að ég er greind með PCOS eða fjölblöðrueggjastokka heilkenni. Einkenni eru meðalannars, óreglulegar blæðingar, miklir tíðarverkir, gelgjubólur, sykurfíkn, aukinn hárvöxtur og ófrjósemi. PCOS stafar af ójafnvægi í efnaskiptum.
Læknirinn lét mig fá frjósemistöflur sem áttu að koma af stað egglosi. 1 tafla á dag í viku. Blóðprufa. Ekkert egglos. 2 töflur á dag í viku, Blóðprufa. Ekkert egglos. Þá hringir læknirinn í mig og segir að það sé ekkert sem hann geti gert fyrir mig og ráðleggur mér að panta tíma hjá Art Medica, læknastöð sem er sú eina hér á landi sem sérhæfir sig í ófrjósemi og ófrjósemisaðgerðum. Ég var í vinnunni þegar ég fékk símtalið, og hafði engan til að tala við. Ég fór bara að gráta og hélt ég gæti kannski aldrei eignast börn, hringdi í mömmu úr fataklefanum og sagði henni frá þessu. Þá vissi ég ekkert um frjósemismeðferðir eða hvað væri hægt að gera. Hafði heyrt um glasabörn en vissi svosum ekki neitt.
Ég panta tíma og fæ tíma í apríl 2007. Áður en læknirinn vill gera nokkuð eru frjósemistöflurnar prófaðar einu sinni enn. 3 töflur á dag í viku. Mæti svo í skoðun rétt fyrir að egglos á að verða og viti menn....það eru 2 egg tilbúin að losna. Ég er send út í apotek og kaupi egglosunarsprautu. Svo hefst heimaleikfimin. 2 vikum seinna fæ ég jákvætt óléttupróf.
17 Janúar 2008 fæðist Húnbogi Bjartur.
Ég og Helgi vildum hafa stutt á milli barna. Þegar Húnbogi er orðin 1 árs panta ég tíma hjá sama kvensjúkdómalækni og ég var hjá fyrst. Ég segi henni að ég hafi fengið 3 faldan skammt og það hafi virkað. Ég hélt þetta yrði nú lítið mál að búa til annað lítið kríli, það hafði gengið svo vel með Húnboga. Hún lætur mig því fá lyfseðil upp á 3 faldan skammt sem dugar í 4 skipti. Ekkert gerist. Ég panta því tíma hjá Art Medica og er að klára 4 skammtin minn þegar ég fæ tíma. Í ljós kemur að það verður ekki egglos með þessum töflum lengur.
Tæknisæðingarferlið hefst. Ég sprauta mig á hverjum morgni til að örva eggjastokkana til að framleiða egg, mæti nokkrum sinnum í viku í skoðun til að fylgjast með vexti og þegar allt er tilbúið er það egglosunarsprautan. Sæðinu er komið fyrir og beðið í 2 vikur eftir niðurstöðum. þetta gerum við 3 sinnum, en ekkert gerist. Þá er ég send í kviðarholsspeglun til að athuga hvort eitthvað fleyra sé að. Allt lítur vel út fyrir utan PCOS. 4 meðferð er kláruð um páskana 2010 og ég fæ jákvætt próf. Gleði Gleði. Mæti í snemmsónar 2 vikum seinna en þá sést engin hjartsláttur. Ég látin koma aftur viku seinna og sama saga, enginn hjartsláttur.. Ég er send í fóstureyðingu sem misheppnast og þarf að koma viku seinna í útskaf.
Mér leið mjög illa eftir þetta og ekki hjálpaði að Elín verður ólétt á svipuðum tíma. Mér fannst heimurinn ósanngjarn. Jólin eru erfið því settur dagur hafði verið 24 des 2010, og það var stuttur í mér þráðurinn, sérstaklega þar sem Elín var með littla Alfreð í heimsókn um jólin. Gat ekki um annað hugsað en að ég ætti að vera með eitt splunkunýtt líka.
Tæknisæðing heldur áfram 5, 6, 7, 8 meðferð.....allt neikvætt. 9 meðferð. örvast ekki og byrja á blæðingum á meðan ég er að örva. Engin útskýring afhverju, læknirinn sagði að þetta gæti gerst,en væri mjög sjaldgæft. Hætt er við meðferð og ég er sett á biðlista fyrir glasafrjóvgun. Kemst að í Ágúst 2011. Ég er óþolinmóð og vil ekki bíða....að bíða fer í skapið á mér og á meðan beðið er eftir glasameðferð held ég áfram í tæknisæðingu. Meðferð 10. Jákvætt! Settur dagur er 25 des 2011. Byrja samt á blæðingum nokkrum dögum seinna og ekkert varð úr því. Meðferð 11. og komin með tíma í sprautukennslu fyrir glasafrjóvgun. Klára seinustu tæknisæðismeðferðina og á tíma í kennsluna viku eftir að 2 vikna tímabilinu líkur. Svo ef ég fengi jákvætt þá yrði nátturlega enginn kennsla. 2 vikur líða og ekki koma blæðingar. Tek óléttupróf en það kemur neikvætt. Bíð í viku, engar blæðingar og enn bara neikvæð próf. Mæti svo í kennsluna og fæ planið fyrir sprauturnar og lyfin..... Ég segi við hjúkkuna að ég sé ekki enn byrjuð á túr eftir síðustu meðferð en hafi bara fengið neikvæð próf. Hún lætur lækninn skoða mig. Hún sér engin merki um að blæðingar séu að byrja, en legveggurinn er þykkur og blóðmikill.. Hún sér samt ekkert fóstur, segir að það sé of snemmt að sjá það ef meðferðinn heppnaðist. Þyrfti að bíða viku í viðbót til að sjá eitthvað. Hún sendir mig í blóðprufu til að mæla hcg í blóðinu (óléttuhormón). Næsta dag hringir hún og segir mér að ég sé ólétt, en væri líklega að missa. Hormónin eru of lág. Nokkrum dögum seinna byrja ég á blæðingum.
Þá tekur við undirbúningur fyrir glasameðferð. Ekki yrði farið í fleyri tæknisæðingar.
Löng saga stutt, enda hef ég sagt glasasöguna hér áður, en sagan endar vel og 18 júli 2012 fæðist Hulda Rún. Eftir 3 og hálft ár af stanslausum meðferðum og hormónalyfjum.
Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum.
Í vinnuni var mér sýnd mikil tillitsemi þegar ég þurfti að skreppa vegna skoðana, og þegar ég tók mér frí eftir uppsetningar.
Vinir mínir voru jákvæðir og vissir um að þetta tækist á endanum.
Og fjölskyldan sem hjálpaði okkur fjárhagslega því þetta er alls ekki ódýrt.
og eitt að lokum......
Þetta var allt þess virði!!!!
Hulda Rún og Húnbogi Bjartur.
Mér finnst oft eins og ófrjósemi sé eitthvað sem maður eigi ekki að tala um, þetta sé eitthvað sem eigi að fela. Fólk sem á við ófrjósemi að stríða líður oftast mjög illa yfir því og sumum finnst þeir vera gallaðir. Skammast sín jafnvel. En rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningarálagið sem fylgir ófrjósemi má bera saman við álag sem fylgir því að greinast með krabbamein eða HIV. Þess vegna finnst mér að það ætti að vera opnari umræða um ófrjósemi.
Ég hef alltaf talað mjög opinskátt um mína ófrjósemi og meðferðir mínar. Mér finnst gott að geta talað um þetta, og mér finnst gott þurfa ekki að búa til afsakanir þegar ég fer úr vinnunni í skoðanir vegna meðferða
Það var í kringum 1997 sem ég held að þetta hafi byrjað. Ég var upp í hesthúsi þegar miklir kviðverkir byrjuðu og ég skrölti af stað heim. Þeir mögnuðust mikið á leiðinni og á tímabili þurfti ég að leggjast niður og engdist bara. Að lokum komst ég heim, var kominn með upp og niðurgang af verkjum og ég legst upp í rúm. Þetta voru samt bara túrverkir. Verkirnir gengu yfir á 8 til 10 klukkutímum. Um sama leiti byrjuðu blæðingarnar að verða mjög óreglulegar. Allt upp í 4 mánuðir gátu verið á milli þeirra, en ég var fegin, því sjaldnar sem ég færi á blæðingar því mun sjaldnar kæmu þessir verkir. Það tók nokkur ár en loks komst ég að því að verkjalyfjablanda hélt verkjunum í skefjum ef ég næði að taka þau á réttum tíma. Ef ég tók hana of seint var ekki aftur snúið. Það tók nokkur ár í viðbót að læra inn á þetta, en eftir það gat ég tekið verkjatöflurnar degi fyrir blæðingar og næsta dag, 3 -4 skammta yfir daginn og ég fékk " eðlilega túrverki" og var vinnufær. Missti einu sinni vinnuna út af veikindum vegna túrverkja......
Þegar ég og Helgi ákváðum að við værum tilbúin að eignast barn grunaði mömmu að það gæti verið vandamál. Þess vegna beið ég ekki með það að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni.
Það var í janúar 2007 að ég er greind með PCOS eða fjölblöðrueggjastokka heilkenni. Einkenni eru meðalannars, óreglulegar blæðingar, miklir tíðarverkir, gelgjubólur, sykurfíkn, aukinn hárvöxtur og ófrjósemi. PCOS stafar af ójafnvægi í efnaskiptum.
Læknirinn lét mig fá frjósemistöflur sem áttu að koma af stað egglosi. 1 tafla á dag í viku. Blóðprufa. Ekkert egglos. 2 töflur á dag í viku, Blóðprufa. Ekkert egglos. Þá hringir læknirinn í mig og segir að það sé ekkert sem hann geti gert fyrir mig og ráðleggur mér að panta tíma hjá Art Medica, læknastöð sem er sú eina hér á landi sem sérhæfir sig í ófrjósemi og ófrjósemisaðgerðum. Ég var í vinnunni þegar ég fékk símtalið, og hafði engan til að tala við. Ég fór bara að gráta og hélt ég gæti kannski aldrei eignast börn, hringdi í mömmu úr fataklefanum og sagði henni frá þessu. Þá vissi ég ekkert um frjósemismeðferðir eða hvað væri hægt að gera. Hafði heyrt um glasabörn en vissi svosum ekki neitt.
Ég panta tíma og fæ tíma í apríl 2007. Áður en læknirinn vill gera nokkuð eru frjósemistöflurnar prófaðar einu sinni enn. 3 töflur á dag í viku. Mæti svo í skoðun rétt fyrir að egglos á að verða og viti menn....það eru 2 egg tilbúin að losna. Ég er send út í apotek og kaupi egglosunarsprautu. Svo hefst heimaleikfimin. 2 vikum seinna fæ ég jákvætt óléttupróf.
17 Janúar 2008 fæðist Húnbogi Bjartur.
Ég og Helgi vildum hafa stutt á milli barna. Þegar Húnbogi er orðin 1 árs panta ég tíma hjá sama kvensjúkdómalækni og ég var hjá fyrst. Ég segi henni að ég hafi fengið 3 faldan skammt og það hafi virkað. Ég hélt þetta yrði nú lítið mál að búa til annað lítið kríli, það hafði gengið svo vel með Húnboga. Hún lætur mig því fá lyfseðil upp á 3 faldan skammt sem dugar í 4 skipti. Ekkert gerist. Ég panta því tíma hjá Art Medica og er að klára 4 skammtin minn þegar ég fæ tíma. Í ljós kemur að það verður ekki egglos með þessum töflum lengur.
Tæknisæðingarferlið hefst. Ég sprauta mig á hverjum morgni til að örva eggjastokkana til að framleiða egg, mæti nokkrum sinnum í viku í skoðun til að fylgjast með vexti og þegar allt er tilbúið er það egglosunarsprautan. Sæðinu er komið fyrir og beðið í 2 vikur eftir niðurstöðum. þetta gerum við 3 sinnum, en ekkert gerist. Þá er ég send í kviðarholsspeglun til að athuga hvort eitthvað fleyra sé að. Allt lítur vel út fyrir utan PCOS. 4 meðferð er kláruð um páskana 2010 og ég fæ jákvætt próf. Gleði Gleði. Mæti í snemmsónar 2 vikum seinna en þá sést engin hjartsláttur. Ég látin koma aftur viku seinna og sama saga, enginn hjartsláttur.. Ég er send í fóstureyðingu sem misheppnast og þarf að koma viku seinna í útskaf.
Mér leið mjög illa eftir þetta og ekki hjálpaði að Elín verður ólétt á svipuðum tíma. Mér fannst heimurinn ósanngjarn. Jólin eru erfið því settur dagur hafði verið 24 des 2010, og það var stuttur í mér þráðurinn, sérstaklega þar sem Elín var með littla Alfreð í heimsókn um jólin. Gat ekki um annað hugsað en að ég ætti að vera með eitt splunkunýtt líka.
Tæknisæðing heldur áfram 5, 6, 7, 8 meðferð.....allt neikvætt. 9 meðferð. örvast ekki og byrja á blæðingum á meðan ég er að örva. Engin útskýring afhverju, læknirinn sagði að þetta gæti gerst,en væri mjög sjaldgæft. Hætt er við meðferð og ég er sett á biðlista fyrir glasafrjóvgun. Kemst að í Ágúst 2011. Ég er óþolinmóð og vil ekki bíða....að bíða fer í skapið á mér og á meðan beðið er eftir glasameðferð held ég áfram í tæknisæðingu. Meðferð 10. Jákvætt! Settur dagur er 25 des 2011. Byrja samt á blæðingum nokkrum dögum seinna og ekkert varð úr því. Meðferð 11. og komin með tíma í sprautukennslu fyrir glasafrjóvgun. Klára seinustu tæknisæðismeðferðina og á tíma í kennsluna viku eftir að 2 vikna tímabilinu líkur. Svo ef ég fengi jákvætt þá yrði nátturlega enginn kennsla. 2 vikur líða og ekki koma blæðingar. Tek óléttupróf en það kemur neikvætt. Bíð í viku, engar blæðingar og enn bara neikvæð próf. Mæti svo í kennsluna og fæ planið fyrir sprauturnar og lyfin..... Ég segi við hjúkkuna að ég sé ekki enn byrjuð á túr eftir síðustu meðferð en hafi bara fengið neikvæð próf. Hún lætur lækninn skoða mig. Hún sér engin merki um að blæðingar séu að byrja, en legveggurinn er þykkur og blóðmikill.. Hún sér samt ekkert fóstur, segir að það sé of snemmt að sjá það ef meðferðinn heppnaðist. Þyrfti að bíða viku í viðbót til að sjá eitthvað. Hún sendir mig í blóðprufu til að mæla hcg í blóðinu (óléttuhormón). Næsta dag hringir hún og segir mér að ég sé ólétt, en væri líklega að missa. Hormónin eru of lág. Nokkrum dögum seinna byrja ég á blæðingum.
Þá tekur við undirbúningur fyrir glasameðferð. Ekki yrði farið í fleyri tæknisæðingar.
Löng saga stutt, enda hef ég sagt glasasöguna hér áður, en sagan endar vel og 18 júli 2012 fæðist Hulda Rún. Eftir 3 og hálft ár af stanslausum meðferðum og hormónalyfjum.
Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum.
Í vinnuni var mér sýnd mikil tillitsemi þegar ég þurfti að skreppa vegna skoðana, og þegar ég tók mér frí eftir uppsetningar.
Vinir mínir voru jákvæðir og vissir um að þetta tækist á endanum.
Og fjölskyldan sem hjálpaði okkur fjárhagslega því þetta er alls ekki ódýrt.
og eitt að lokum......
Þetta var allt þess virði!!!!
Hulda Rún og Húnbogi Bjartur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)