miðvikudagur, janúar 16, 2013

veikur..... aftur....

Enn eina ferðina er Húnbogi orðinn veikur. Hringt var úr leikskólanum klukkan 3 og sagt að hann væri búinn að vera slappur og líklega orðin veikur.  Ég sæki hann og hann er með mikinn hósta og smá hita. Hitinn rauk svo upp seinnipartinn og hann fékk hitalækkandi.  Vildi bara kúra upp í rúmmi. Hrestist samt aðeins við pilluna en um 22 leytið er hann búin að vera með stanslausan hósta og segist vera illt í kokinu. Förum upp á læknavakt til að útiloka streptókokkasýkingu. Hún var útilokuð en læknirinn hlustaði hann og sagði að það væri mjög mikið slím í lungunum og hálsinum. Hann hefði líklega verið með  rs veirusýkingu um jólin og ekki náð henni alveg úr sér og fengið bakteríusýkingu út frá því.. Fékk sýklalyf og astmalyf.
Vona að hann verði orðin nógu hress til að vera allavega fyrir hádegi í leikskólanum á fimmtudaginn.... afmælisdaginn, því hann er mikið búinn að hlakka til að fá að borða af afmælisdisk og drekka úr afmælisglasi. Gefa krökkunum ávexti og vera með kórónu í einn dag ásamt Freyju sinni sem á líka afmæli.

Engin ummæli: