þriðjudagur, apríl 23, 2013

.....

 Nokkrar myndir til gamans.

 Helgi sá um kvöldmatinn, fannst það ægilega góð hugmynd að leyfa henni að mata sig sjálf. Þetta er fyrir myndin. Því miður (eða sem betur fer) enginn eftir mynd tekinn. Allt á gólfinu og kreyst í öreyndir.

Kubbar eru vinsælir hjá þeim báðum.

Kubbað af lífi og sál.

Kryddjurtirnar mínar. Steinselja, basilika og graslaukur, Basilikan er aðeins eftir á því ég þurfti að gera aðtra tilraun með hana þar sem fyrsta tilraun mistókst. En hún er sko byrjuð að ilma....mmmmm


Kjólahornið hennar Huldu.

Hulda uppgvötar rörið.
Ég og Húnbogi bjuggum okkur til ávaxtasafa með allskyns góðgæti. Blandaður ávaxtasafi, banani, mango og hindber. Ég bauð Huldu að smakka af mínum skammti, sem var nýbúin að borða kvöldmatinn sinn, og hún kláraði!
Hulda Rún og rörið.

Og bara rétt í þessu var Hulda að leika sér með dót í höndunum, Stóð upp við stól, sleppti stólnum og beygði sig niður í gólf. en stóð svo upp aftur án þess að styðja sig við neitt og stóð svo heillengi......

þriðjudagur, apríl 16, 2013

Plan B ekki þess virði.

Ég er hætt við að vinna í sumar.
Fórum og skoðuðum samt hjá dagmömmu í morgunn og leist bara mjög vel á hana.
En eftir vangaveltur og tiltal þá skoðaði ég plúsa og mínusa við þetta plan mitt.

Eini plúsin er sá að ég myndi græða smá aur. Sem þegar á heildina er litið, er ekki svo mikill með útgjöldunum sem fylgir dagmömmu.
En mínusarnir eru margir. Ég myndi missa 3 mán með Huldu minni og kannski missa af stórum áfánga. Fyrstu skrefunum, fyrsta orðinu. Hulda myndi líka missa mjólkina sína. Missa af Írenu sem verður hér hálfan mánuð í Júní. Missa af sólardögum á pallinum í Mosó. 3 mánuðir sem mér finnst ekki þess virði fyrir smá aur. Mun hvort sem er vinna með skólanum um helgar og einhver tími fer líklega í lærdóm á kvöldin svo ég missi þann tíma með bæði Huldu og Húnboga.

Svo upphaflega planið varð fyrir valinu. Plan A.

mánudagur, apríl 15, 2013

Nýtt plan

Erum komin með dagmömmupláss fyrir Huldu. Dagmamman átti 1 pláss í maí og svo bara miðjan ágúst. Ég fór niður í vinnu og Bossinn vill endilega fá mig í sumarvinnu svo ég tók bara plássið í maí. Set þá fæðingarorlofsgreiðslurnar bara í pássu þar til ég byrja í skólanum. Dagmamman er svo reyndar í fríi frá júli til miðjan ágúst. En þá er akkúrat 3 vikna sumarlokun í vinnunni hjá Helga svo spurning hvort ég vinni þann tíma. Því svo er ekki víst með vinnu með skólanum nema bara um helgar því það er víst verið að fækka starfsfólki og spara. En Bossinn ætlar að reyna að tala Aðalbossann til því hann vill endilega hafa mig í vinnu eins mikið og hann getur.
En svo langar mig ekkert að vinna allt sumarið, því þá missi ég af sólardögunum á pallinum í Mosó með Huldu sem ég var eiginlega búin að hlakka soldið til. (Búin að kaupa sumarkjóla, föt og sólhatt bara fyrir svoleiðis tilefni) Svo það er spurning hvort ég taka ekki bara Júlí frí, þá er líka Húnbogi í fríi í sínum leikskóla. Þetta er víst allt bara spurning um péninga!

laugardagur, apríl 13, 2013

Bað og nýjir skór

 Nokkrar myndir af þeim sistkynum í baði.

 Miklu meira gaman að hafa svona leikfélaga með í baðið.

 Maður verður samt að passa litla leikfélagann sinn vel.....

 Huldu langaði ekkert uppúr.

Ég og Mamma fórum í skóleiðangur í fyrradag. Vorum svo heppnar að fá síðasta parið nr 19 á afslætti. Hulda er byrjuð að sleppa sér þegar hún stendur upp við hluti.

 Bíddu nú við?? Hvað er nú þetta?

 Grunsamlegir nýjir hlutir......

 Enn að spá og spekúlera.....

 En sættist loks á þetta og þá var bara miklu léttara að standa á eigin fótum....

Hulda Rún .... 5 dagar í 9 mánaða afmælið.

mánudagur, apríl 08, 2013

sitt lítið af hverju.

  Jæja.... umsóknin mín í háskólan hefur verið samþykkt. Er soldið kvíðin bara...... nýtt líf, nýtt fólk.

Hulda Rún komin með sína fyrstu lopapeysu.

 Maður er ekki ekta Íslendingur nema maður eigi eitt stykki lopapeysu.

Þannig er það bara.......

Nokkur vídjó. Tvö af Húnboga í fimleikum. Hann er þessi í gráa bolnum og bláu stuttbuxunum. Þessi þarna með lubban.

Húnbogi hitar upp í fimleikum og Húnbogi gerir nokkrar æfingar

Líka eitt vídjó af Huldu í sínum æfingum, skríða, leika og tala......

Hulda að leik.

þriðjudagur, apríl 02, 2013

Páskar

 Páskar að baki. Við Húnbogi skreyttum páskatréið saman og hann beið spenntur eftir að fá að narta í páskaeggið sitt. Valdi nr 3 í þetta sinn. Sagði að þegar hann væri búinn með sitt myndi hann hjálpa mér við mitt..... pfff.. eins og ég þurfi einhverja hjálp!.
Hann fór á fimmtudegi með Sigrúnu frænku og Þuru langömmu í bústað nr 1 og dvaldi þar 2 nætur. Var svo skutlað í Mosó á laugardegi þar sem við fengum páskalamb (úr bakaríi). Sunnudagsmorgunn brunuðum við svo aftur í bústað nr 1 og fengum loks að gæða okkur á súkkulaðieggjunum. (eins og svo oft áður gleymi ég að taka með myndavel :( . )

 Páskaskrautið okkar.

 Húnbogi fékk pakka frá Írenu og Alfreð með fullt af myndum sem þau höfðu teiknað.
Þetta er þakkarbréfið sem hann samdi alveg sjálfur.

 Ein mynd af ofurkrúttinu sem er nú komin með 4 tennur.

Á föstudaginn langa fórum við Hulda upp í Mosó til að nota saumavélina. Hulda fékk þar sína fyrstu víkingaflík. Ég hef ákveðið að nota saumavél á krakkafötin því nú eru 2 krakkar sem vaxa hratt og ég bara nenni ekki að handsauma allt!
Kaftan á Huldu Rún. Ull að utan en fóðruð með hör að innan. Er að vinna í kjólnum hennar.
(Er svona eiginlega að vona að hún verði farin að labba á víkingahátíðinni þó hún verði bara 11 mánaða.)

Á svo eftir að gera ullarkyrtil, ullarhettu og skó á Húnboga.