Byrjum á einkunnunum..... Fékk 8 í talað mál og ritað og líka fyrir leikskólafræðina. Fékk 7,5 fyrir menntunar og uppeldisfræði og býst við að ég sé nokkuð sátt þó ég hafi verið með 8,5 í meðaleinkunn áður en lokaprófið kom..... en lokaprófið fannst mér bara asssskoti erfitt. Fékk 8,5 fyrir stóru ritgerðina sem ég endaði á að skila ein því ritgerðarfélaginn minn stóð sig ekki (eins og hefur komið fram nokkrum sinnum áður) og eftir að hafa leitað ráða hjá kennaranum skilaði ég bara ein. Var mjög sátt með ritgerðareinkunnina og fékk mjög góða umsögn. Eftir að lokaprófunum lauk þann 11 des hófst vinnan á fullu, vann alla daga til jóla (jább, líka sunnudagana) og ég átti mér satt að segja lítið líf utan vinnunnar. Milli jóla og nýárs vann ég líka og eftir áramótin. Mun vinna núna alla daga fram að skóla sem byrjar 13 Jan, er svo búin að auka við mig vinnuna með skólanum en ég mun nú vinna eftir hádegi á föstudögum og alla laugardaga (en fæ að taka frí ef mikil verkefna vinna er í skólanum. Þau fög sem ég mun taka í skólanum á vorönninni eru Leikskólafræði II - Leikur, samskipti og skráning, Hreyfing og leikræn tjáning, úti og inni og Aðferðafræði og menntarannsóknir. Það er orðið ansi flókið greynilega að sníta og skeina......
En nóg af mér... hér koma Húnbogi Bjartur og Hulda Rún....!!!
Hulda Rún og Húnbogi Bjartur óska ykkur að sjálfsögðu að liðin jól hafi verið gleðileg og að nýja árið verði ykkur gott..... þeir sem ekki fengu koss geta notið hans hér......
Í byrjun desember fór Húnbogi einn laugardagsmorgunn með leikskólahópnum sínum og söng með kórnum sínum
Þau sungu nokkur lög sem þau voru búin að vera æfa en ég var því miður að vinna og missti af dýrðinni.....
Í desember var líka farið í bað, bæði alvöru og þykjustu.....
Fyrsti jólasveinninn kom og gaf í skóinn, Húnbogi vildi gefa honum mandarínu og þetta blasti við honum um morgunninn.....
Jólamyndin 2013. Erfitt að stilla Huldu upp og fáar góðar myndir af þeim saman því miður.
Húnbogi orðin spenntur...
Beðið eftir jólunum.....
Eyddum aðfangadagskvöldi í Mosó þar sem Elín og hennar fylgihlutir voru líka.
Hulda og Alfreð að kynnast....
Húnbogi og Írena voru spennt fyrir öllum pökkunum.....
.... en Hulda lét sér fátt um finnast og fiktaði aðeins í tökkunum.....
Aftur á móti var hún soldið spennt fyrir piparkökunum.
Við tókum aðeins með okkur gjafir þeirra sem voru með okkur um kvöldið en skildum hinar eftir heima. Þegar við komum heim um 10 leitið voru börnin háttuð (í ný náttföt að sjálfsögðu) og Hulda fór beint að sofa.
Húnbogi fékk aftur á móti að taka upp alla pakkana sem eftir voru.
Jólanótt.........
Húnbogi tekur upp pakkana heima.
Húnbogi var spenntastur fyrir þessum gjöfum. Hann var búin að láta sig dreyma um þennan kastala í næstum ár.
Ég fékk að vera yfirkubbaréttari en Húnbogi sá um sjálfa smíðina.
Hulda að máta gamla dúkkurúmið mitt
Er þetta sæng eða koddi????
Hulda heilsar upp á heimilsjólavininn.....
Hulda Rún fékk dúkkuvagn frá Þuru langömmu og arkar með hann hvort sem hann er tómur eða ekki um alla íbúð.
Þetta er stundum soldið streð....
Það sagði enginn að það væri auðvelt að vera einstæð dúkkumóðir.
Eftir þreytandi göngutúra með dúkkuvagn verður maður bara doldið sibbinn.
Húnbogi skoðar spennandi hluti í nýju smásjánni sinni frá ömmu og afa á Álftanesi.
Áramótinn.... Þau voru haldin hér mörgum til mikillar gleði, kannski aðalega mömmu og pabba þar sem þau fengu að njóta æðislegrar matseldar minnar.....
Áramótasistkyn
Hulda horfði á skrítnu ljósin út um gluggan
Það er alltaf stuð á áramótum....
Hulda Rún horfir á pabba sinn og Húnboga skjóta upp nokkrum rakettum úr garðinum....
.... en fékk sjálf að prófa nokkur stjörnuljós á svölunum og fannst þau KÚL.
Á nýársdag á Álftanesi. Hulda les fyrir Huldu Rúnu.
og Elísabet fyrir Húnboga.
Nýársstuðstelpa.
Amma og Afi á Álftanesi spila á jólagjöfina frá Hlyni og Helgu til Húnboga.
Svona var þetta nú í hnotskurn. Þarf náttúrulega ekki að taka fram að það var góður matur og mikið stuð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli