Úff og púff
Nú þarf svo sannarlega að fara sparlega með allt klink.
Höfðum rétt svo efni á öllum reikningum um mánaðarmótin. Samt þurfum við ekki að borga tryggingarnar af bílnum hans Helga því hann verður tekinn af númerum strax á morgunn. Náðum þó að borga upp Visa kortið og öll lán.
Vandinn er bara sá að nú erum við nánast á núlli. Og heill mánuður frammundan....
bara vera dugleg að sníkja okkur í mat einhvert :)
Fórum líka í fjölskylduhjálp og fengum smá matarskammt þar.........
Næsti mánuður ætti þó að vera ögn betri...fáum vaxtabætur og barnabætur og orlof.
Samt verður ekkert farið á neitt eyðslufyllerí....ónei....bara leggja fyrir hvern aur sem sleppur undan reikningsokinu.
Og eins og þetta sé ekki nóg.....nú á líka að fara að hætta framleiðslu á leiðindarljósi.....
Leiðarljós er sápuópera
, þátturinn á samkvæmt Heimsmetabók Guinness met sem sú sápuópera sem lengst hefur verið útvarpað, en hann byrjaði í útvarpi 25. janúar 1937 og var yfirfærður í sjónvarpsform 30, júní 1952 sem hann heldur enn í dag.
.....en því miður ekki mikið lengur.
Húnbogi er kominn til nýrrar dagmömmu. Er þar mánudaga til miðvikudaga frá 8 til 14. Það þýðir að við þurfum ekki að borga henni...bærinn sér um það.
En honum líður aldeilis ljómandi vel....enginn kreppa hjá honum og hans bankabók fær að standa óhreyfð áfram. Enda þarf ekki mikið til að skemmta lítilli sál.....einn kassi er meira en nóg