föstudagur, apríl 24, 2009

Á leikskóla er gaman......


..... þar leika allir saman...tralalala

Litli strákurinn minn bara að byrja í skóla.
Enda ekkert svo lítill lengur....risastór bara.
Hann fekk pláss í Norðurbergi, en það er sá leikskóli sem við settum í fyrsta val.

"í leikskólastarfin er megináhersla lögð á leikinn, umhverfismennt, útikennslu, hreyfingu, hollustu, Hlýlegt umhverfi og jákvæð samskipti."

Líklega fær hann bara að byrja strax í maí...en nú bíðum við bara eftir bréfi þar sem við verðum boðuð á fund leikskólastjórans.

Það er þannig hér í Hafnarfyrði að börn fædd í Janúar og Febrúar fá forgang í leikskólana hér. Best að miða bara við það..... næsta barn væntalegt í janúar eða febrúar...og Hananú

Gleðilegt sumar!

Sumardeginum fyrsta var eitt í Mosó. Fórum ekkert út enda bara svona týpíst íslenskt sumarveður. Rigning og rok........
Húnbogi fékk bolta í sumargjöf frá ömmu og afa í Mosó. Verður gaman að sparka í hann þegar labbið kemur, en hann er farinn að taka nokkur óörugg skref :)
Fengum hammborgara í kvöldmat og ís .....sumar ís...... í eftirrétt.
Svo var Írena þarna líka og hún fékk líka bolta. Og þó að það væru 2 boltar á svæðinu var samt alveg hægt að rífast um þá..... Þessar stelpur....pfff

Húnbogi eyðir núna sínum frítíma í að vaxa upp úr fötunum sínum, ekkert sniðugt, hann hefur svo mikinn frítíma....veit hann ekki að það er kreppa!

Baðdagur

Húnboga finnst alltaf gaman að fara í bað......


Hér horfir hann spenntur á vatnið renna í baðið.......



það er líka svo gaman að leika með allt þetta dót......


sérstaklega kallinn sem hann stal hjá afa og ömmu í Mosó.....en shhhh...ekki segja neinum.....



Hallóóó allir. Sjáið bara hvað það er gaman í baði!!!!

mánudagur, apríl 20, 2009

Líter af svita á 50 mínútum....eða hérumbil


Fór í ræktina áðan með Guddu. Ekki svo sum merkilegt nema hvað við ákváðum að prófa opna tíma í spinning.

"Það eru fáar brennsluaðferðir sem brenna jafn mikið og spinning. Spinning er byggt upp á skorpuþjálfun sem er frábær leið til þess að byggja upp aukið þol á skömmum tíma og brenna fullt af kaloríum."


Held bara að ég hafi sjaldan svitnað jafn mikið en ég hafði ekki undan að þurrka svitadropana sem láku í stríðum straum niður í augu svo sveið undan, og hefðu rúðuþurrkurnar af bílnum komið að góðum notum.
Planið er að fara 2-3 í viku ...kemst ekki oftar vegna vinnu.

Svo pabbi....fjallahjól hvað...prófaðu þetta. Reyndar ekki eins skemmtilegt útsýni....oftast bara rassar að dilla sér á hjólinu fyrir framan...... kannski verður heppninn með manni einhvertíman og maður fær einhver flottan svoleiðis í útsýnið sitt....:)

þriðjudagur, apríl 14, 2009

páskafríið að baki......

Jæja... páskar búnir og sumar á næsta leyti. Ásamt víkingaverðalögunum...tralala
Búin að sauma hettu og vesti á Húnboga...bara eftir að gera kyrtilinn.
Af Húnsa er það að frétta að fyrsti jaxlin er að ryðja braut sína í gegnum tannholdið, honum til mikillar ergju og sársauka.
Og það er búið að panta okkur (mig og Húnboga....og líka Siggu og Hrafnkel ásamt fleyrum útvöldum) á tískusýningu á fimmtudaginn....klukkan 3 í þjóðmenningahúsinu...verið er að kynna sögutengda ferðaþjónustu.. Verða kynnt víkingaklæðin okkar.
Verð að reyna að rumpa saman kirtli á Húnboga á einum sólarhring. Án þess þó að missa úr vinnu eða svefn. úff....semsagt 5 tímar.
Kemur í ljós hvernig það gengur. Kemur líka í ljós hvort ég fái að fara fyrr úr vinnu. Á að vera til 4 á Fimmtudögum...........
Helgi er kominn með tímabundna vinnu næstu 6 vikur....einhver lagervinna. Veit ekkert hver launin eru en hey....hverjum er ekki sama....vinna er vinna og er bara nokkuð sjaldgæf ....!!!

fimmtudagur, apríl 02, 2009

Sultarólin hert

Úff og púff
Nú þarf svo sannarlega að fara sparlega með allt klink.
Höfðum rétt svo efni á öllum reikningum um mánaðarmótin. Samt þurfum við ekki að borga tryggingarnar af bílnum hans Helga því hann verður tekinn af númerum strax á morgunn. Náðum þó að borga upp Visa kortið og öll lán.
Vandinn er bara sá að nú erum við nánast á núlli. Og heill mánuður frammundan....
bara vera dugleg að sníkja okkur í mat einhvert :)
Fórum líka í fjölskylduhjálp og fengum smá matarskammt þar.........
Næsti mánuður ætti þó að vera ögn betri...fáum vaxtabætur og barnabætur og orlof.
Samt verður ekkert farið á neitt eyðslufyllerí....ónei....bara leggja fyrir hvern aur sem sleppur undan reikningsokinu.
Og eins og þetta sé ekki nóg.....nú á líka að fara að hætta framleiðslu á leiðindarljósi.....
Leiðarljós er sápuópera, þátturinn á samkvæmt Heimsmetabók Guinness met sem sú sápuópera sem lengst hefur verið útvarpað, en hann byrjaði í útvarpi 25. janúar 1937 og var yfirfærður í sjónvarpsform 30, júní 1952 sem hann heldur enn í dag......en því miður ekki mikið lengur.

Húnbogi er kominn til nýrrar dagmömmu. Er þar mánudaga til miðvikudaga frá 8 til 14. Það þýðir að við þurfum ekki að borga henni...bærinn sér um það.
En honum líður aldeilis ljómandi vel....enginn kreppa hjá honum og hans bankabók fær að standa óhreyfð áfram. Enda þarf ekki mikið til að skemmta lítilli sál.....einn kassi er meira en nóg