Jæja...sumarfríið að baki (fyrir viku síðan) og ég kvaddi afa minn í gær. Hans verður sárt saknað.
Húnbogi er að ná tökum á svo mörgum hlutum að það er byrjað að vera erfitt að henda reyður á því öllu. En ég geri heiðarlega tilraun til þess samt.
Ég er búin að setja inn nokkur ný vídjó sem þið getið séð hér til hliðar.
Húnboga finnst rosalega gaman að rugga sér á rugguhesinum og er bara svolítill glanni.
Og í kvöld var grjónagrautur í kvöldmatinn, sem Húnbogi át með bestu list.......ALVEG sjálfur.
Kíkið á það.
þriðjudagur, júní 30, 2009
fimmtudagur, júní 25, 2009
Minning um afa....
Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um afa er hvað hann var mikill hestamaður. Hjá honum fékk ég barnung að kynnast hestum og hann var duglegur að taka okkur barnabörninn með í reiðtúra. Oft beið svo amma eftir okkur í hesthúsinu með kex og gotterí sem maður gat maulað á meðan afi hyrti hrossin sín. Ég fekk strax mikin áhuga á hestum og seinna á unglingsárunum áður en ég keypti minn eiginn hest fór ég oft í hesthúsið til hans og fékk lánaðan hann Kóng. Fórum við þá oft saman í reiðtúra þar sem hann sat á Jökli, sem að mínu mati var glæsilegasti hesturinn hans afa, stór, viljugur og reistur og gjóaði ég oft löngunaraugum og langaði að prófa en þorði aldrei að spurja. Mikið var ég glöð þegar afi einn daginn bauð mér að taka hann en sjálfur sat hann á Kóngi. Ég var svo stolt og viss um að allir í hesthúsahverfinu væru að horfa. Sannaðist þá orðatiltækið "Knapi á hestbaki er kóngur um stund"
Ég á eftir að sakna þín afi minn og reiðtúranna okkar saman.
Ég á eftir að sakna þín afi minn og reiðtúranna okkar saman.
föstudagur, júní 19, 2009
Fyrsta leikskóla ferðinn okkar
Fórum í dag með leikskólanum í Heiðmörk í dag. Fórum í rútu og þar voru grillaðar pylsur og leikið. Einni þurftu yngstu börninn að lúlla. Ferðin var frá 9 til 14.

Hér er Húnbogi kominn í leiksólan og á leið í rútuna með gömla leikskólatöskuna hennar mömmu sinnar.

Húnbogi fékk að sitja alveg sjálfur í rútunni og fannst það svaka stuð

Kominn á staðinn og þarna voru göng sem var æðislega gaman að hlaupa í gegnum

Við róluðum aðeins í hengirúmmi og það var líka æðislegt fjör

Á leið heim. Ánægður eftir skemmtilegan dag (og fekk gluggasætið í þetta sinn)
Hér er Húnbogi kominn í leiksólan og á leið í rútuna með gömla leikskólatöskuna hennar mömmu sinnar.
Húnbogi fékk að sitja alveg sjálfur í rútunni og fannst það svaka stuð
Kominn á staðinn og þarna voru göng sem var æðislega gaman að hlaupa í gegnum
Við róluðum aðeins í hengirúmmi og það var líka æðislegt fjör
Á leið heim. Ánægður eftir skemmtilegan dag (og fekk gluggasætið í þetta sinn)
Víkingahátíð 2009
miðvikudagur, júní 10, 2009
Húnboga langar að sýna ykkur leikskóla sinn.
Nú er Húnbogi að verða búinn með aðlögunina sýna og honum langar að sína ykkur hvernig leikskólinn er.

Hérna eru nokkri krakkar af deildinni minni (þetta er fyrsti dagurinn)

Ég var mjög hissa á þessu öllusaman

En allir tóku mér rosalega vel og vildu ólmir leika við mig

Ég var pínu feiminn en sem betur fer var mamma þarna að passa upp á mig

Hér er ég á leiðinni heim í dag.
Þetta er leikskólinn minn!
Hérna eru nokkri krakkar af deildinni minni (þetta er fyrsti dagurinn)
Ég var mjög hissa á þessu öllusaman
En allir tóku mér rosalega vel og vildu ólmir leika við mig
Ég var pínu feiminn en sem betur fer var mamma þarna að passa upp á mig
Hér er ég á leiðinni heim í dag.
Þetta er leikskólinn minn!
fimmtudagur, júní 04, 2009
Í leikskóla er gaman......
Húnboga gengur rosalega vel í leikskólanum og fóstrunum finnst hann mjög duglegur og glaður.
Ég skildi hann eftir í 3 tíma í dag....og hann var bara mjög sáttur með það. Vinkaði bara bless og vildi fara að leika með hinum krökkunum. Kom svo að sækja hann rétt fyrir 12 og var hann þá að klára hádegismatinn.....3 skammtinn.
Á morgunn verður hann hádegislúrinn líka.... eða til 2. Svo lengist þetta svona klukkutíma á dag.
Semsagt...svaka stuð
Ég skildi hann eftir í 3 tíma í dag....og hann var bara mjög sáttur með það. Vinkaði bara bless og vildi fara að leika með hinum krökkunum. Kom svo að sækja hann rétt fyrir 12 og var hann þá að klára hádegismatinn.....3 skammtinn.
Á morgunn verður hann hádegislúrinn líka.... eða til 2. Svo lengist þetta svona klukkutíma á dag.
Semsagt...svaka stuð
mánudagur, júní 01, 2009
Upphitunarhátíðinn að baki.
Fórum á Hvolsvöll um helgina á fyrstu hátíð sumarins. Húnbogi var í pössun hjá ömmu og afa á Álftanesi og fekk ekki að vera með í þetta skipti. En hann fær að koma á næstu.

Mætum á föstudagskvöldi og settum upp "kampinn" . Kveiktur var eldur og spilaðir leikir og grillaðar pylsur...eða pulsur....fer eftir hver var að grilla.
Laugardaginn var svo tekið á móti gestum og gangandi..... bardagar og handverk sýnt.
Fórum svo heim á sunnudeginum.

Myndarlegur hópur sem mætti og allir skemmtu sér vel.
Mætum á föstudagskvöldi og settum upp "kampinn" . Kveiktur var eldur og spilaðir leikir og grillaðar pylsur...eða pulsur....fer eftir hver var að grilla.
Laugardaginn var svo tekið á móti gestum og gangandi..... bardagar og handverk sýnt.
Fórum svo heim á sunnudeginum.
Myndarlegur hópur sem mætti og allir skemmtu sér vel.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)