jæja....ekki var það svínið í þetta sinn. Er enn með niðurgang....en hættur að gubba og drekkur vel þó að matarlystin sé ekki mikil. Engin hiti og er bara eins og hann á að sér að vera.
Leikur sér og prakkarast sem aldrei fyrr.
Ný orð hafa bæst í orðaforðan hans. Allt búið, loka og slökkva (sem þýðir líka kveikja)
föstudagur, október 30, 2009
fimmtudagur, október 29, 2009
svín eða ekki svín......það er spurningin
Húnbogi varð mjög veikur í gær. Tæplega 40 stiga hiti, enginn matarlyst og vildi bara liggja fyrir.
Kjökraði og stundi af verkjum. Í dag er hann heldur hressari en hann heldur engu niðri.... já og einhver niðurgangur líka, vill hvorki borða né drekka.... ekki einu sinni ís og nammi. Vona að hann vilji nú fara að taka við smá vökva bráðum.
Kjökraði og stundi af verkjum. Í dag er hann heldur hressari en hann heldur engu niðri.... já og einhver niðurgangur líka, vill hvorki borða né drekka.... ekki einu sinni ís og nammi. Vona að hann vilji nú fara að taka við smá vökva bráðum.
föstudagur, október 09, 2009
náttfatapartý
miðvikudagur, október 07, 2009
Grátmúrinn
Leikskólin bað um mynd af foreldrum og eina mynd þar sem við erum öll 3 saman til að setja upp á vegg og búa þannig til grátmúr. Sem sagt ef barnið á bágt þá getur það skoðað myndir af foreldrum sínum. Fín hugmynd, en þegar ég fór að flétta í gegnum tölvuna og allar myndir sem hafa verið teknar síðan Húnsi fæddist þá fattaði ég nokkuð. Það hefur ekki verið tekin ein einasta mynd af okkur 3 saman (á okkar myndavél) síðan hann fæddist. Það kalla ég nú hneykli. Kom mér soldið á óvart.
En ég er nú svo heppinn að aðrir eiga líka myndavél og ná okkur stundum öllum saman á mynd.
Hringdi í Siggu og bað hana að senda mér eitt stykki fína mynd þar sem við værum ekki að gretta okkur neitt alltofmikið.

Tekin í sumar upp í bústað hjá foreldrum Siggu.
Ég fekk að fara veik heim úr vinnuni, búin að vera frekar slöpp síðan fyrir helgi og var afskaplega fegin að geta slappað af og hvílt mig aðeins. En þá hringir leikskólinn og segir að Húnsi sé orðin eitthvað lasinn. Ég næ í hann og hann er bara hinn hressasti. Hann er með kvef en sosum ekkert lasinn. Enginn hiti og hann leikur sér og hlær eins og venjulega. Frekar súrt, veikindadagurinn minn ónýtur.
Fórum svo um 6 leytið til Elínar og Írenu og færðum þeim náttfötin frá Lúxemborg. Það var tekin smá myndasería sem kemur inn seinna....eða um leið og Helgi er ekki með myndavélina í úlpuvasanum á leið í vinnuna.
En ég er nú svo heppinn að aðrir eiga líka myndavél og ná okkur stundum öllum saman á mynd.
Hringdi í Siggu og bað hana að senda mér eitt stykki fína mynd þar sem við værum ekki að gretta okkur neitt alltofmikið.

Tekin í sumar upp í bústað hjá foreldrum Siggu.
Ég fekk að fara veik heim úr vinnuni, búin að vera frekar slöpp síðan fyrir helgi og var afskaplega fegin að geta slappað af og hvílt mig aðeins. En þá hringir leikskólinn og segir að Húnsi sé orðin eitthvað lasinn. Ég næ í hann og hann er bara hinn hressasti. Hann er með kvef en sosum ekkert lasinn. Enginn hiti og hann leikur sér og hlær eins og venjulega. Frekar súrt, veikindadagurinn minn ónýtur.
Fórum svo um 6 leytið til Elínar og Írenu og færðum þeim náttfötin frá Lúxemborg. Það var tekin smá myndasería sem kemur inn seinna....eða um leið og Helgi er ekki með myndavélina í úlpuvasanum á leið í vinnuna.
þriðjudagur, október 06, 2009
Nokkrar nýjar myndir
Húnboga finnst maís sko ekki vondur og hreinsar maísstöngulinn sinn betur en pabbi hans hreinsar sinn.
Eftir góðan kvöldmat þarf að busta tennunar. Nú er allar komnar upp nema síðust 4 jaxlarnir.(2 ára jaxlar)
Og svo skola........
Tilbúinn í háttinn með Bangsa og duddu og í nýju náttfötunum sem amma á Álftanesi kom með frá Lúxemborg. Inniskór og allt.....
mánudagur, október 05, 2009
skófetish
Húnbogi er kominn með skófetish á háu stigi. Mátar alla skó sem hann kemst í og labbar svo borubrattur um íbúðina í allt of stórum skóm. Þetta gerir það einnig að verkum að þegar maður þarf svo að hlaupa út þá getur tekið sinn tíma að finna skóna sína.... því þeir eru jú, oftar en ekki, á víð og dreif um íbúðina.
Orðaforðinn eykst líka hjá drengnum. En oft er erfitt að skilja. Hann kann að segja bíll, skór, húfa, meira, hæ, takk, sitja, bleyja og svo nottulega þetta sem allir þekkja " hvað er þetta"
Hann fekk ný kuldastígvél frá Sigrúnu frænku þegar hún kom heim frá USA og fór í þeim í leikskólann í morgunn. Hann var ekki sáttur, stappaði niður fótum og vildi fara í gömlu, of litlu, strigaskónum sínum. Jább, og svo þarf maður að taka fram kuldagallan sem hann passar enn í því það er bara orðið frekar svalt og meira segja kominn snjór.
Bangsi litli er ekki orðinn jafn ómissandi og hann var en er enn í uppáhaldi. Hann getur farið að sofa án hans en þá er hann með kisu í staðinn. En ekkert kemur í staðinn fyrir Bangsa þegar hann á bágt eða er lítill í sér. Leggur hann alltaf upp að eyranu, hvort sem hann er upp í rúmmi eða bara á röltinu inn í stofu.
Hann er farinn að ná í Bangsa og duddu í rúmið sitt á kvöldin þegar hann er orðinn sybbinn og kúrir með hann á gólfinu. Það er góð vísbending um að tími sé kominn að fara að hátta hann og koma upp í rúm.
Orðaforðinn eykst líka hjá drengnum. En oft er erfitt að skilja. Hann kann að segja bíll, skór, húfa, meira, hæ, takk, sitja, bleyja og svo nottulega þetta sem allir þekkja " hvað er þetta"
Hann fekk ný kuldastígvél frá Sigrúnu frænku þegar hún kom heim frá USA og fór í þeim í leikskólann í morgunn. Hann var ekki sáttur, stappaði niður fótum og vildi fara í gömlu, of litlu, strigaskónum sínum. Jább, og svo þarf maður að taka fram kuldagallan sem hann passar enn í því það er bara orðið frekar svalt og meira segja kominn snjór.
Bangsi litli er ekki orðinn jafn ómissandi og hann var en er enn í uppáhaldi. Hann getur farið að sofa án hans en þá er hann með kisu í staðinn. En ekkert kemur í staðinn fyrir Bangsa þegar hann á bágt eða er lítill í sér. Leggur hann alltaf upp að eyranu, hvort sem hann er upp í rúmmi eða bara á röltinu inn í stofu.
Hann er farinn að ná í Bangsa og duddu í rúmið sitt á kvöldin þegar hann er orðinn sybbinn og kúrir með hann á gólfinu. Það er góð vísbending um að tími sé kominn að fara að hátta hann og koma upp í rúm.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)