sunnudagur, júní 20, 2010

víkingahátíðinn að baki

Margt búið að ganga hér á seinustu vikur. Víkingahátíðinn byrjaði á fullu og stóð í 10 daga. Var mjög gaman og við kynntumst nýju fólki sem hefur ekki komið hér áður á hátíð. Húnbogi skemmti sér líka vel og var vinsæll meðal túrista og fréttaljósmyndara. Ég gerði þó ekki mikið annað en að ganga um á eftir Húnsa og jú, einu sinni á dag tók ég þátt í bogakeppninni. Hlakka til þegar hann getur hlaupið um einn án þess að verða skelkaður þegar hann áttar sig á því að hvorki mamma né pabbi eru í sjónmáli. Kannski eftir 2 ár.......

Svo átti nottulega Helgi afmæli en eins og venjulega var enginn veisla því hann vill frekar hanga á hátíð en að baka köku!

Nú er bara vinna í fyrramálið en af því að það eru svo margir skólakrakkar í vinnuni núna þá losna ég klukkan 1 þangað til að ég fer í sumarfrí eftir 2 vikur.
Á morgunn fer svo fjölskyldan upp í Reyniborg, en það er sumarbústaðurinn sem afi og amma í Hábæ byggðu, til minnast þess að ár er síðan afi fór.

En eins og venjulega koma myndir bara seinna af hátíðinni.

Engin ummæli: