Húnbogi Bjartur varð 2 ára í dag. Tímin líður hratt og hann er orðin svo stór og mikill gaur.
Veislan hans var haldin 9 janúar svo að Afi hans gæti verið með áður en hann færi aftur út til Lúxemborg að vinna eftir stutt frí.
Það var jólaþema í gangi enda var ég ekki að nenna því að ganga frá öllu jólaskrautinu auk tiltekktar og baksturs :)

Nammi namm.... gómsætt og girnilegt afmælishlaðborð. Smá hollusta innan um óhollustuna....

Afmælisstrákurinn.

Gestir syngja afmælissönginn.

Bestu vinir hans Húnboga fengu að sitja við sama borð og hann.

Húnbogi kveður afa sinn með góðum nebba.....

Kominn í nýju náttfötin með allt nýja dótið...aðeins að leika áður en maður fer að sofa.

Daginn eftir fór hann með afmælisveisluna sína til langömmu og langafa í Reykjavík.
Svo rann upp hinn raunverulegi afmælisdagur, 17 janúra. Í morgunn komu Magga og börn með bakarísgúmmilaði í morgunmat. Húnbogi fekk afmælistertusneið með 2 kertum og enn einu sinni var sungið fyrir hann. Eftir hádegi fórum við svo ásamt Írenu, Hrafnkeli, Fanný og fylgihlutum í krakkaland á Korputorgi. Þar eru um það bil 10 mismunandi loftkastalar og fengu þau að hoppa og skoppa og renna sér eins og þeim listi.

Húnbogi nælir sér í hlaupbangsann á kökkunni sinni

Kominn í hoppukastalann

Fanný, Írena og Húnbogi sýna hvernig á að gera þetta.

Húnbogi og Hrafnkell hamast....

Skemmtilegast var að renna sér í RISASTÓRU rennibrautunum.

Húnbogi líkur einni ferð.....

Eftir tæpan einn og hálfan tíma og hoppi og skoppi var haldið til Siggu og Jóa og afgangstertur frá útskriftarveisluni hans Jóa kláraðar.
Húnbogi var dauðþreyttur eftir þennan dag og sofnaði klukkan 19.00 sæll og glaður eftir skemmtilegan afmælisdag. Og ég sæl og glöð yfir að þurfa ekki að sjá um neina veislu :)
P.S..... 2 skemmtileg vídjó frá hoppukastalaferðini komin inn hérna til hliðar.