sunnudagur, janúar 31, 2010

Nýja herbergið hans Húnboga

Húnbogi er búin að losa sig við allt smábarna dótið...og smábarna húsgögnin.
Nú er hann bara með stóra stráks dót og stóra stráks húsgögn. Einu sinni voru þessi húsgögn reyndar stóru stelpu húsgögn en þetta eru gömlu húsgögnin mín. Pabbi smíðaði skrifborðið og rúmmið og Afi í Hveragerði smíðaði stólinn og gólfhilluna. Á rúminu eru vangamyndir af öllum sem í því hafa sofið skornar í tré, og Húnbogi verður ekki skilinn eftir út undan. Það er að sjálfsögðu mynd af mér, og svo Hildi, Hlyni og síðast Heiðrúnu. Bara H!


Húnbogi situr við skrifborðið sitt og les......


Nýja rúmið mátað.


Fyrsta nóttin.

Hún gekk rosalega vel fyrsta nóttin. Hann sofnaði reyndar ekki fyrr en 2 tímum eftir að hann var kominn upp í rúm, en hann var ekkert að kalla eða fara fram úr, hann lá bara og las og talaði við sjálfan sig. Vaknaði svo í morgunn hress og kátur en fór ekki framm úr fyrr en ég kom inn. Kannski enn ekki alveg búinn að átta sig á að það er ekkert mál núna.

laugardagur, janúar 30, 2010

Írena í næturheimsókn

Írena kom í pössun yfir nótt og má með sanni segja að hér hafi mikið gengið á.


Kvöldmatur. Klassískur enskur morgunverður.....


Eftir mikið subb var ákveðið að henda þeim í bað.....


og það var sko fjör.....


Mjög mikið fjör..... bendi á nýtt vídjó hér til hliðar af þeim í baði.


Eftir bað var svo boðið upp á íspinna fyrir svefninn


Svo var þeim líka mútað með rúsínum og sögulestir til að fá þau til að leggjast......

Loksins sofnuð!


Eldsnemma næsta dag......neeee.....klukkan hálf 10 :)


Smá róleg stund með póstinum Pál


Og svo byrjaði hasarinn aftur.

Skemmtileg kvöld og morgunstund að baki en dauðfegin að þurfa að bara að sjá um eitt barn þetta kvöld...........

Sitt lítið af hverju

Haldið var upp á afmælið hans Húnboga í leikskólanum þann 18 jan. Í tilefni dagsins fekk hann þessu fínu kórónu og kort frá leikskólanum og bara hana eins og hverjum kóngi myndi sæma.


Stoltur strákur.....


Húnbogi og Helgi fóru niður að tjörninni í Hafnarfyrði með brauðpoka handa öndunum.

föstudagur, janúar 29, 2010

Ömmu og afa morgunn í leikskólanum.

Ömmum og öfum var boðið í morgunmat í leikskólann hans Húnboga í gær. Í boði var gómsætur hafragrautur og þorramatur. Mér skilst að Húnbogi hafi borðað bæði hákarl og hrútspunga með bestu lyst og kjammsað hátt svo allir vissu. Hann var samt soldið hissa að báðar ömmurnar voru komnar á staðinn.......og ekki til að sækja hann.


Amma á Álftanesi hjálpar með hafragrautinn.


Svo kom amma í Mosó líka.

Svo eftir matinn var aðeins leikið áður en ömmurnar kvöddu.

sunnudagur, janúar 17, 2010

Afmælisveislan hans Húnboga.

Húnbogi Bjartur varð 2 ára í dag. Tímin líður hratt og hann er orðin svo stór og mikill gaur.
Veislan hans var haldin 9 janúar svo að Afi hans gæti verið með áður en hann færi aftur út til Lúxemborg að vinna eftir stutt frí.
Það var jólaþema í gangi enda var ég ekki að nenna því að ganga frá öllu jólaskrautinu auk tiltekktar og baksturs :)


Nammi namm.... gómsætt og girnilegt afmælishlaðborð. Smá hollusta innan um óhollustuna....


Afmælisstrákurinn.


Gestir syngja afmælissönginn.


Bestu vinir hans Húnboga fengu að sitja við sama borð og hann.


Húnbogi kveður afa sinn með góðum nebba.....


Kominn í nýju náttfötin með allt nýja dótið...aðeins að leika áður en maður fer að sofa.


Daginn eftir fór hann með afmælisveisluna sína til langömmu og langafa í Reykjavík.

Svo rann upp hinn raunverulegi afmælisdagur, 17 janúra. Í morgunn komu Magga og börn með bakarísgúmmilaði í morgunmat. Húnbogi fekk afmælistertusneið með 2 kertum og enn einu sinni var sungið fyrir hann. Eftir hádegi fórum við svo ásamt Írenu, Hrafnkeli, Fanný og fylgihlutum í krakkaland á Korputorgi. Þar eru um það bil 10 mismunandi loftkastalar og fengu þau að hoppa og skoppa og renna sér eins og þeim listi.


Húnbogi nælir sér í hlaupbangsann á kökkunni sinni


Kominn í hoppukastalann


Fanný, Írena og Húnbogi sýna hvernig á að gera þetta.


Húnbogi og Hrafnkell hamast....


Skemmtilegast var að renna sér í RISASTÓRU rennibrautunum.


Húnbogi líkur einni ferð.....


Eftir tæpan einn og hálfan tíma og hoppi og skoppi var haldið til Siggu og Jóa og afgangstertur frá útskriftarveisluni hans Jóa kláraðar.

Húnbogi var dauðþreyttur eftir þennan dag og sofnaði klukkan 19.00 sæll og glaður eftir skemmtilegan afmælisdag. Og ég sæl og glöð yfir að þurfa ekki að sjá um neina veislu :)

P.S..... 2 skemmtileg vídjó frá hoppukastalaferðini komin inn hérna til hliðar.

fimmtudagur, janúar 07, 2010

jólin brennd

Þrettándinn var í gær og voru jólin kvödd og brennd í burtu með von um að hittast að ári liðnu.
Pabbi var á sjónum og mamma var á kvöldvakt svo við náðum bara í húsið og piparkökurestar og héldum til Reynis.


Piparkökurnar smökkuðust bara vel....þá þær væru orðnar sirka 3 vikna gamlar.


Bíddu bíddu, ætlið þið virkilega að brjóta húsið!?!



Fínt, þá geri ég það líka!


Húnbogi lét sér ekki nægja minna en húsvegg í eftirrétt


Svo kom Hrafnkell ásamt fylgifiskum og þá var farið út. Best að láta elsta barnið draga þau yngri.



Allir leyðast


Stjörnuljós tendruð


Horft á flottustu flugeldasýningu á landinu. Þrettándabrennan í Mosó.



Jább....hún var flott.

Loksins nýjar myndir

Loksins fannst snúran til að tengja myndavélina í tölvu......en þegar hún fannst loksins týndist myndavélin. En nú er hún fundin svo allt er í góðum gír og nýjar myndir komnar inn.


Húnbogi að leira.



Hver man ekki eftir grátmyndunum sem hengu upp um alla veggi í gamladaga.....þessi minnir soldið á þær.


Jólin nálgast og Húnbogi í miklum ham við jólahreingerningarnar....



Og að því að hann er svo góður strákur þá fekk hann í skóinn frá Kertasníki....


Jólatréið komið upp og búið að skreyta allt og þrífa.


Og nú er ekkert eftir að gera en að bíða og öllum hlakkar til......eða næstum öllum.....


Húnbogi á morgun og hádegisverðar hlaðborði á Hótel Esju (man ekki hvað það heitir núna)
og lætur stórmannlega....enda stór maður.

Því miður voru engar myndir teknar um jól og áramót vegna þess að myndavélin var týnd :(

föstudagur, janúar 01, 2010

Gleðilegt nýtt ár



Jæja...... Nýtt ár gengið í garð. Við eyddum gamla árinu upp í Mosó. Fengum andarbringur í matin sem meira að segja Húnsi át með bestu list. En hann er ekki þekktur fyrir að borða mikið kjöt. Hann fekk að halda á stjörnuljósum, bengalblysum og kúlublysum og fannst rosa gaman. En þegar kom að því að fara að sofa klukkan 8 tók hann það ekki í mál. Held að sprengjuhljóðin hafi hrætt hann pínu. Þannig að hann vakti með okkur fram yfir miðnætti. Horfði á Skaupið....sem mér fannst bara alveg ágætt....borðaði mikið af snakki og ídýfu og skaut svo gamla árið í burtu með okkur hinum. Enda er klukkan núna orðin hádegi og hann sefur enn. Hugsa um að fara að vekja hann hvað úr hverju. Hann fekk svo að lúlla í sófanum inn í stofu hjá ömmu og afa í mosó (því hann var hræddur við sprengihljóðin) á meðan ég og Helgi fórum til Siggu að spila. Komum svo klukkan 3 um nóttina og sóttum hann. Þar lá hann steinsofandi í sófanum og hafði þá sofnað mjög fjlótt eftir að við fórum.

Annars er ég komin með einhverja millirifjagigt heldur mamma. Ferlega óþægilegt og vont að anda. Líklega eftir allt álagið í vinnuni um jólin....eða þá að ég prjóna bara of mikið. Búin að vera að taka inn bólgueyðandi í nokkra daga. Hætti svo og þá versnuðu verkirnir aftur. Spá í að taka meira bólgueyðandi.

Jæja....vona að þetta ár verðir gjöfult fyrir mig ;)..... já og ykkur hin líka

þið vitið hvað ég meina

over and out