laugardagur, ágúst 28, 2010

Litagleði

Húnbogi þekkir alla litina (nema kannski brúnan, hann vill kalla hann gulan). Dagurinn hjá honum fer mikið í það að útskýra hvað hitt og þetta er á litin. Og það þýðir lítið að ætla að sýna honum stafina eða tölur, hann heldur bara áfram að útskýra hvernig þeir eru á litin.
Uppáhaldslitirnir hans eru skærir, en það er dagamunur á hvort það sé gulur, appelsínugulur eða bleikur, en þessir 3 eru allir í fyrsta sæti. Blár og fjólublár eru stundum skildir eftir útundan.....
Hann fekk nefnilega gamalt skólahús með öllum stöfum og tölum í allskonar litum. Hann vill leika með þetta upp í rúmmi þegar hann er að fara að sofa en blár og fjólublár meiga alls ekki vera með. Þeir eru sorteraðir frá hinum litunum og hann segir að ég megi bara eiga þá.
Hann fór í þroskamat um daginn og kom bara mjög vel út úr því en fekk því miður ekki stig fyrir að kunna litina. Hann þurfti bara að geta sett gulan hjá gulum, rauða hjá rauðum og svo framvegis. En hann gat sagt hvað þeir allir hétu og þegar honum voru sýndar myndir þá var það að segja hvernig hún væri á litin það fyrsta sem hann gerði. Hjúkkan sagði að þetta væri eitthvað sem 4 ára börn væru prófuð í.
Þetta er pínu árátta hjá honum en mér finnst það í fínu lagi. Honum liggur ekkert á að læra stafina alveg strax. Hann er aðeins byrjaður að telja (frá 5 upp í 9) en held að hann viti ekki hvað það er. Fer bara með rununa.

Hann er kominn á eldri deild í leikskólanum og heitir deildinn hans Álfasteinn. Honum finnst eins og áður mjög gaman og er ekkert spældur eða sár yfir að vera skilinn eftir þar á morgnanna. Nýjar fóstrur og eitthvað af nýjum krökkum en mikið af krökkum líka sem voru með honum á Birkibóli (gamla deildin hans)

sunnudagur, ágúst 22, 2010

Lokkarnir fjúka........

Ég ákvað að snirta aðeins lokkana hans Húnboga. En af því að hann er ekkert allt of duglegur að sitja kjur þá kom skarð í hnakkann. Eina leiðin til að hafa þetta fallegt var því að taka næstum allt af. :(
oooo jæja....þetta vex aftur, og er ekkert ljótt svo þetta er í lagi, í þetta sinn!


Hárprúður drengur!


og svo ekki svo hárprúður.

Snöggt í hliðunum og hnakkanum en smá hár á toppnum....

Mig vantar svona rafmagnsklippur sem er með stillanlegum lengdum.

Helgi rakaði sig sköllóttan og þar sem þetta er ekki læst síða og allur aldur kemst hér inn verða ekki sýndar myndir af því. Enda ekki við hæfi barna.

miðvikudagur, ágúst 11, 2010

Afi og Amma í Hábæ

Ég kvaddi Ömmu í Hábæ í gær. Þetta voru fallegar athafnir en bæði kistulagning og jarðaförin voru í gær. Ég á eftir að sakna bæði ömmu og afa sem dó í fyrra sumar mikið. En mér er huggun í því að amma er ekki lengur ein. Nú liggja þau hlið við hlið í kirkjugarðinum.

Ég held að mest eigi ég eftir sakna jólanna með þeim. En það var venjan að þau flökkuðu á milli barna sinna, og ég var alltaf spenntust fyrir jólunum sem þau áttu með okkur upp í Mosó.

Mér finnst skrítið og sorglegt að hugsa til þess að þau séu bæði farinn, en ég var ekki enn búin að venjast því að afi fór. Ég var einhvernvegin búin að telja mér í trú um fyrir mörgum árum , að mínu mati svona hraust og heilbrigt fólk, ættu eftir að ná 100 ára aldri.
Ég hélt við ættum miklu fleyri ár eftir.
En svona er lífið, óútreiknalegt og margt getur breyst á svo stuttum tíma.

Hvílið í friði.

mánudagur, ágúst 02, 2010

Minning um Ömmu

Þegar bústaðurinn var í byggingu og ég fékk að gista í litla kofanum fórum við stundum og týndum jurtir til að búa til té. Hún kippti sér ekkert upp við það þó ég týndi mosa og villiblóm sem voru kannski ekki venjulega notuð, heldur skéllti þeim bara með í téið. Það var svo drukkið með bestu lyst og nógu af hunangi. Amma kenndi mér að meta jurtaté og hunang.
Og eftir að hafa hjálpað Afa að við smíðarnar nuddaði hún stundum burt þreytuna úr fótunum og bakinu, jafnvel höndunum líka og maður var tilbúin í hvað sem er.
Ég á eftir að sakna þín Amma mín.