fimmtudagur, september 29, 2011

Skrímslið undir rúmminu

Rakst á þessa mynd.
Minnti mig strax á Húnboga og Bangsa.

Man eitt skiptið vildi Húnbogi alls ekki fara að sofa, ástæðan var tröllin inn í herberginu hans.
Ekkert gekk að tala hann til eða reyna að koma honum í trú um að tröllin væru góð og vildu bara vera vinir hans, og á endanum var Bangsinn látinn hafa trésverðið hans Húnboga og sagt að Bangsi myndi berja tröllin ef þau kæmu of nálægt. Húnbogi fór sáttur að sofa og svaf vært alla nóttina.

Um morguninn var Húnbogi enn steinsofandi með sverðið í fanginu. Sagði hann seinna frá miklum frægðarsögum hans og Bangsa, og hvernig þeir hefðu verið að berja tröll alla nóttina saman.

Eftir þetta komu ekki fleyri tröll í herbergið hans Húnboga og Bangsi passar líka vel upp á hann hverja einustu nótt :)



miðvikudagur, september 28, 2011

nýjustu fréttir

Jæja, það var neikvætt í þetta sinn. Var í vinnunni þegar símtalið kom og spennufallið var mikið. Settist niður inn á skrifstofu í smástund til að jafna mig. Við ákváðum að halda strax áfram og ég talaði við yfirmann minn. Spurði hvort það væri í lagi að taka 2 vikna frí eftir uppsettningu þar sem líkamleg (og reyndar andleg líka) áreynsla er ekki góð. Hann sagði að það væri í fínu lagi og sagðist skilja mig vel að vilja gera þetta þannig. Ég spurði þá ef þetta myndi nú kannski ekki takast og ég væri í 2 vikna fríi á 2 vikna fresti, hvort það væri í lagi. Hann sagði þá að þetta myndi bara reddast. Ég spurði þá hvort AÐALyfirmaðurinn myndi nokkuð segja mér upp og hann sagði að ef svo væri myndi hann setja sig mjög á móti því. Að hann vildi alls ekki missa mig. En ég á rétt á þessum dögum, á líka rétt á að fá þá greidda og fæ ég þá bara vottorð frá Art Medica. Veit að ég á 3 mánuði inni í veikindafrí og sú sem sér um launin er alltaf að hvetja mig til að taka það.
Jább, það vita allir af þessu í vinnuni, kjaftasagan er fljót að breyðast út og allir styðja vel við mig.
Hef hugsað mér að greiða þeim með því að taka mér ekki frí í desember þegar aðalfjörið er, og taka þá mánuð frí frá meðferðum :)

þriðjudagur, september 27, 2011

Laaaangir dagar

Tíminn er búin að vera lengi að líða.... síðustu 2 vikur virka sem 2 mánuðir, og síðustu 2 dagar sem vika. En á morgunn er biðin á enda. Hvort sem eitthvað gott komi út úr henni eða ekki, þá er hún allavega á enda.
Í fyrramálið fer ég í blóðprufu. Milli 2 og 4 fæ ég símtalið.
Í allan dag hef ég verið með hnút í maganum, kvíðin, stressuð og tilhlökkun allt í bland.
Frá því á föstudag hef ég verið að finna allskonar einkenni, örugglega eitthvað af þeim sem hugurinn býr til, þetta verður hálfgerð geðveiki. Veit vel að ég á ekki að taka nein einkenni alvarlega enda geta mörg þeirra verið aukaverkanir af lyfjunum.
Þetta eru erfiðustu 2 vikur sem ég hef beðið frá því að ég byrjaði í þessu ferli. En eftir 11 tæknisæðingar og 22 vikur í bið hefði maður haldið að þetta væri komið í vana. Var reyndar orðið að hálfgerðum vana, ég hef aldrei verið svona spennt eftir meðferð.
En hvort sem það kemur já eða nei úr þessari meðferð er ég nokkuð viss um að spennufallið verður meira en áður.

Ég rakst á ritgerð fyrir nokkrum vikum um ófrjósemi og tæknifrjóvganir. Þar er talað um sálarkreppuna sem verður og margt fleyra sem margir skilja ekki sem ekki hafa verið í svipuðum sporum. Hún hjálpaði mér að skilja tilfinningar mínar betur.

Hér er smá bútur sem mér fannst athyglisverður, flest annað úr ritgerðinni þekkti ég fyrir.

Áhrif ófrjósemi í ljósi kreppukenninga

Það kallast kreppuástand þegar upplausn eða rof verður á einhverju ástandi. Togstreita eða tómarúm myndast á milli ólíkra afla og nýtt jafnvægi þarf að skapast. Kreppu fylgja átök en jafnframt upphaf nýrra möguleika. Þessi átök birtast oft í öfgakenndum viðbrögðum, sveiflu á milli bjartsýni og svartsýni. Yfirleitt eru barneignir taldar til þroskakreppu en ófrjósemi er ein af alvarlegustu áfallakreppum sem fólk getur orðið fyrir. Hafa rannsóknir sýnt fram á að tilfinningarálagið sem fylgir ófrjósemi má bera saman við álag sem fylgir því að greinast með krabbamein eða HIV.
Yfirleitt eru kreppur tímabundið ástand en við ófrjósemi getur kreppan varað í mörg ár þrátt fyrir að vera mismunandi virk eftir því hvar parið er statt í ferlinu. Að eiga þess ósk heita að eignast barn en þurfa aðstoð við að verða þunguð er löng áfallakreppa með mörgum litlum áfallakreppum. Skipta má kreppunum í yfirkreppu og undirkreppur. Yfirkreppan er sú staðreynd að parið standi ef til vill frammi fyrir því að verða aldrei foreldrar. Undirkeppurnar eru í raun einkenniberar fyrir yfirkreppuna sem skýtur upp kollinum þegar meðferð ber ekki árangur og þungunarprófið er neikvætt. Óttinn vaknar á ný en ein leið til að draga úr honum er að reyna aðra meðferð, því með hverri meðferð fylgir von.

Fyrir þá sem hafa áhuga er öll ritgerðinn á þessum link
http://skemman.is/stream/get/1946/4899/14607/3/Lokaritger%C3%B0_ALA_-_heildartexti.pdf

sunnudagur, september 18, 2011

Húnbogi í fimleikum.

Fórum í fimleika í morgunn og Húnbogi var voða spenntur. Um leið og við komum inn í sal spurði hann " má ég fara og leika núna!"


Fyrst var hitað upp, skokkað 1 hring í íþróttahúsinu og svo teygt á.


Jafnvægisláinn


Hangið í slánni.


Klifrað


Eitthvað sem Húnbogi ákvað að yrði að gera á öllum tvíslám.........

Bíðum spennt eftir næsta Sunnudegi :)

sunnudagur, september 11, 2011

Húnbogafréttir

Húnbogi er mjög klár strákur þótt ég segi sjálf frá.
Fyrir viku síðan kláraði hann að læra síðustu stafina í íslenska stafrófinu. M, D og T. Hann lærði þá í mjög handahófskenndri röð, t.d voru O, U og S þeir fyrstu sem hann lærði. Nú get ég bent á hvaða staf sem er, verður þó að vera hástafur, og hann þekkir hann. Leikur sér enn mjööög mikið með stafina í skólahúsinu og stafakarlarnir eru mjög vinsælir hjá honum.
Telur upp í 20 og er rétt að byrja að læra á klukku. Kann þó ekki tölustafina enn, enda ekki mikið spáð í þeim en hann er byrjaður að spurja um þá núna.

Er orðin voðalega mikill gaur stundum, á það til að dangla í mann, snúa út úr og gegnir ekki..... En það er nú ekki oft. Oftast er hann voðalega indæll og leikur sér vel. Hann er líka mjög hjálpsamur og vill ólmur hjálpa til þó það reynist honum oft um megn.

Hann er farinn að vilja stjórna hverju hann klæðist en það á eingöngu við um útifötinn. Ekkert eitt sem er í uppáhaldi, virðist vera algjörlega handahófskennt hvaða húfu eða hatt hann vill nota hverju sinni. Fórum og keyptum nýja kuldaskó um daginn og það var mikið þrætt fram og til baka hvaða skó ætti að kaupa. Ég vildi kaupa eina og hann aðra. Á endanum fékk hann að ráða, rauðir með Leiftri McQueen úr Cars á hliðunum. Reyndar voru það ódýrustu skórnir svo það var ekki vandamálið, finnst þeir bara soldið lausir um kálfan. Þeir sem ég vildi voru þéttari um fótinn, með frönskum rennilásum og virtu vandaðri. En jæja...þetta verður bara notað næstu 2 árin.

Hann er byrjaður að fá margar flugur í hausinn, bítur hluti í sig sem ég bara hef ekki hugmynd um hvaðan koma. í dag fórum við t.d í afmæli og gáfum afmælisbarninu örvar. Húnbogi hélt því allan tíman fram að í pakkanum væri lítill kastali.
Hann er með ákveðnar hugmyndir um marga hluti en á oft í stökustu vandræðum með að útskýra fyrir mér hvað hann vill og hvernig.
T.d eitt kvöldið fyrir svefn vildi hann að ég myndi gefa honum tölvu. Þegar þú verður eldri segi ég,..... Nei, nei nei...ég verð að fá svona tölvu með tökkum og honum er mikið um. Ég segi þá við hann að hann megi eiga mína tölvu með mér. Nei, nei nei...það verður að vera svona tölva með tökkum til að ýta á. Já segi ég...við eigum mína bara saman. Hann verður æstari með hverri sekúndu. NEI, NEI... ég verð að fá svona tölvu, sem ég ýti á takkana...og svo gefur þú mér péning. Gef ég þér péning segi ég, nei nei..þú færð bara tölvu þegar þú ert orðin eldir. NEI, NEEEII! Þú gefur mér svona 2 péninga (leikur það hvernig hann tekur péninginn úr lófanum á mér) svo ýti ég á takkana á tölvunni og þú færð mat. Jááá...segi ég, loksins farinn að kveikja á perunni, viltu fá svona tölvu eins og er í búðinni minni (Fjarðarkaup). JÁ, ég vil fá svona tölvu. Drengurinn loksins sáttur og getur farið að sofa.
Þetta var samt stytt útgáfa af þessu samtali en svona var þetta í grófum dráttum.
Hann hefur nefnilega oft staldrað við rekkann í leikfangabúðum sem er undir búðardót. Og þá er búðarkassinn mest spennandi.

Í morgunn byrjaði hann í fimleikum hjá Fimleikafélaginu Björk hér í Hafnarfirði. Skemmti sér mjög vel og hlakkar mikið til næsta tíma. Tek myndavélina með næst og smelli nokkrum myndum hingað inn.

Eins og þú sérð lesandi góður, þá er Húnbogi hið besta skinn og afburðar klár strákur (það eru mín gen).

laugardagur, september 10, 2011

Menningarnótt og fleyra smotterí

nokkrar myndir úr víkingaheiminum.


Eina myndin frá bogfimimóti Hringhorna. Sem ég vann!!

Á menningarnótt fóru nokkri víkingar og þrömuðu um höfuðstaðinn. Barist var á túninu við Ingólfstorg.


Davíð og Golíat (Húnbogi hinn Bjarti og Birkir Svarti)


Húnbogi hinn Bjarti er alveg meðedda


Átök reyna á. Bæði líkama og sál. Gott að hafa stað til að lúlla á.


Er að fara í uppsetningu á frystum fósturvísum á miðvikudag. 14 sept. Búin að vera að sprauta og á allskonar lyfjum í 2 mánuði. Eftir uppsetningu fer ég svo á enn önnur lyf, Er orðinn ansi þreytt á þessum aukaverkunum en sá sem fer mest í mig er mígrenis hausverkur. Verð alveg frá þegar hann kemur en sem betur fer kemur hann ekki oft. Finn samt á hverjum degi fyrir hausverk, stutt í pirring og er bara alltaf þreytt.
Verðlaunin eru samt þess virði.....