Loksins kom smá veðurblíða, þó sólin hafi stoppað stutt.
Fórum einn daginn í Mosó og eyddum deginum þar......
Hulda fékk að leika sér smá berrössuð enda ekki kalt og sólin brosti sínu blíðasta.
Lautarferð hjá þessum þrem....
Hulda Rún í sumarkjólnum.... sem var keyptur einmitt fyrir svona tækifæri.
Hún lék sér og smakkaði aðeins á sandinum.
Húnbogi og Írena í bílaleik.....
Hulda Rún hugsi.......hvað ætli hún sé að hugsa?
Írena fékk svo að gista 2 nætur hjá Húnboga frænda sínum en það var líklega hápunkturinn á ferð hennar hingað til Íslands. Mikið búið að hlakka til að gista saman... Það var gert mikið plan yfir daginn...sem við vorum svo heppin með því það var sól og blíða.
Byrjuðum daginn klukkan 8:00. Fórum í sund í Lágafellslaug því þar eru 3 vatnrennibrautir sem kalla, en þær voru því miður ekki í gangi venga lagfæringa. Það skipti þó litlu og við vorum í sundi í tæppa 4 klts. Fengum okkur pulsu og safa þegar upp úr var komið og keyptum svo ís til að borða í garðinum hjá ömmu og afa í Mosó. Þar var stutt stopp og planið að fara í krakkahöllina á korputorgi. Sem betur fer var sumarlokun og við ákváðum í snatri að fara í húsdýra og fjölskyldugarðinn.. ... ég hafði ekki mikin áhuga á að hanga inni í þessu veðri. Keyptum 10 miða til að fara í tívolítækin þar.
Fóru í hringekjuna og lestina......
Gerðu um sig sápukúlu hjúp....
Skoðuðum að sjálfsögðu öll dýrin.....
hoppuðu og skoppuðu....
Prófuðu allt sem hægt var að prófa....
Skutu boltum.....
urðu sjóveik.....
prófuðu þetta líka....
og þessa rafmagnsbíla....
Um 4 leytið skunduðum við svo á Metró og fengum okkur hamborgara og franskar áður en við héldum í Laugarásbíó þar sem við fórum í 5 bíó á myndina Epic. Teiknimynd um baráttu skógarálfa við rottnun.... Mjög skemmtileg mynd (allavega hló ég ansi oft)
Fórum svo bara heim þar sem þau fengu að horfa á vídjó upp í rúmmi þar til þau sofnuðu.
Næsta morgun fórum við svo aftur í Lágafellslaug og vorum rúma 2 tíma. Í þetta sinn voru rennibrautirnar vel nýttar. Um 12 leytið fór Írena svo með ömmu sinni og afa til Siglufjarðar en ég og Húnbogi héldum heim á leið.......
fimmtudagur, júní 27, 2013
þriðjudagur, júní 18, 2013
Írena, víkingahátíð og 17 Júní
Margt á seiði þessa síðustu viku. Írena kom loks til landsins 12 júní eftir mikin spenning. Húnbogi vildi taka á móti henni á flugvellinum, svo hann var sóttur fyrr úr leikskólanum og fékk að sleppa sundnámskeiðinu þann daginn.
Eftir að hafa horft á allavega 4 flugvélar frá Icelandair lenda á 5 mín tímabili vorum við viss um að ein af þeim væri Írenu flugvél.....
........en við tók löng (og erfið) bið.
Írena var ótrúlega ánægð að sjá Húnboga og hljóp beint til hans....
og gaf honum stórt og mikið knúúús.
Ég sýni bara sætar myndir en trúið mér það voru sko læti....
Víkingahátíð var haldin seinustu helgi og var mjög gott veður þó svo við hefðum verið svikin um sólina sem okkur hafði verið lofað.....
Húnbogi hinn Bjarti og Írena hin Mjalla..... :p
Húnbogi í nýjum kyrtlum.... og eiginlega allt of hreinn og straujaður....
Hulda Rún var líka með....
og heilsaði upp á hund.
og dansaði með langömmu sinni við fjörlega harmonikkutóna.
Verðlaunaleikir fyrir krakka.
Fiskveiðar meðal leikjanna.
Hrankell Þór, Írena Mjöll og Húnbogi Bjartur.
Það gat verið erfitt að fá almennilega mynd af þessum .....
.... en baksvipurinn klikkar ekki.
Á 17 júní fórum við Húnbogi og Hulda í Mosó og Helgi fékk að leika sér óheftur á víkingahátið.
Beðið eftir að skrúðgangan hefjist.
Flottir fánaberar....
...og flottir skrúðgöngufarar.
Ekki fékk þjóðbúningur Huldu að njóta sín á hátíðinni en inni var ágætisveður.
Svona eru síðustu dagar búnir að vera og nóg eftir. Planið að fara í hoppukastaland, í sundlaug með rennibraut (Írenu fannst sundlauginn þar sem námskeiðið er vera "dónaleg" því þar er engin rennibraut) og jafnvel eina bíóferð.
Já...svo á Helgi víst afmæli í dag, en það var engin veisla og engin kaka fyrir hann. En hann fékk afmælisgjöf......
Eftir að hafa horft á allavega 4 flugvélar frá Icelandair lenda á 5 mín tímabili vorum við viss um að ein af þeim væri Írenu flugvél.....
........en við tók löng (og erfið) bið.
Írena var ótrúlega ánægð að sjá Húnboga og hljóp beint til hans....
og gaf honum stórt og mikið knúúús.
Ég sýni bara sætar myndir en trúið mér það voru sko læti....
Víkingahátíð var haldin seinustu helgi og var mjög gott veður þó svo við hefðum verið svikin um sólina sem okkur hafði verið lofað.....
Húnbogi hinn Bjarti og Írena hin Mjalla..... :p
Húnbogi í nýjum kyrtlum.... og eiginlega allt of hreinn og straujaður....
Hulda Rún var líka með....
og heilsaði upp á hund.
og dansaði með langömmu sinni við fjörlega harmonikkutóna.
Verðlaunaleikir fyrir krakka.
Fiskveiðar meðal leikjanna.
Hrankell Þór, Írena Mjöll og Húnbogi Bjartur.
Það gat verið erfitt að fá almennilega mynd af þessum .....
.... en baksvipurinn klikkar ekki.
Á 17 júní fórum við Húnbogi og Hulda í Mosó og Helgi fékk að leika sér óheftur á víkingahátið.
Beðið eftir að skrúðgangan hefjist.
Flottir fánaberar....
...og flottir skrúðgöngufarar.
Ekki fékk þjóðbúningur Huldu að njóta sín á hátíðinni en inni var ágætisveður.
Svona eru síðustu dagar búnir að vera og nóg eftir. Planið að fara í hoppukastaland, í sundlaug með rennibraut (Írenu fannst sundlauginn þar sem námskeiðið er vera "dónaleg" því þar er engin rennibraut) og jafnvel eina bíóferð.
Já...svo á Helgi víst afmæli í dag, en það var engin veisla og engin kaka fyrir hann. En hann fékk afmælisgjöf......
mánudagur, júní 10, 2013
sundnámskeið
Húnbogi býður spenntur eftir komu Írenu til landsins, ekki á morgunn heldur hinn!!!. Fór á sundnámskeið sem byrjaði í dag og verður á hverjum degi í 2 vikur (frí um helgi) og Írena er líka skráð á það námskeið, þó hún missi af fyrstu tímunum. En Húnbogi var ekkert á leiðinni að hleypa neinum öðrum að þegar hann talaði við sundkennarann og um Írenu sem ætti heima í Belgíu..... jú og talaði líka um litlu systur sína.
Sundnámskeiðið er þannig að foreldrar koma ekki með ofaní laug eða inn í klefa. Og ætlast er til að foreldrar fylgist ekki einu sinni með nema kannski fyrstu 5 mínúturnar. En það eru innan við 10 krakkar á námskeiðinu og 2 kennarar á bakkanum. Svo eru allavega 5 unglingar sem æfa sund og leiðbeina og hjálpa krökkunum bæði inn í klefa of ofaní laug. Er að vonast til að Húnbogi losni við þessa vatnshræðslu sína (kannski ekki beint vatnhræðsla, en honum er MJÖG illa við að blotna á höfðinu.....)
Í dag voru miklu fleyri krakkar því eitthvað rugl varð, og leikjanámskeið blandaðist við hópinn..... en bara í dag.
Húnbogi fékk extra mikla athygli frá hjálpurunm því hann var svo óöruggur í vatninu.
Kennarinn segir Húnboga til.... veit nú ekkert hvað hún var að segja því myndirnar eru allar teknar í gegnum glugga....
Eftir námskeiðið kíktum við svo til Þuru langömmu sem var nú aldeilis í essinu sínum með öll barnabarnabörnin sín.
Eftir miklar myndatökur byrjaði Þorgrímur að ókyrrast og til að róa hann rétti ég honum kexköku eins og Hulda var að japla á. Hulda varð afskaplega móðguð/afbrýðissöm yfir að ég væri að rétta einhverjum ókunnugum gaur að hún fór að hágráta (þó svo að hún væri enn með hálfa kexköku) og þar með lauk myndatökunum......
Hulda Rún, Húnbogi Bjartur og Þorgrímur Lee
Gott að eiga einn stóran til að sýna hvernig heimurinn virkar......
Annars er það að frétta af Huldu að nú labbar hún meira en hún skríður, skríður helst ef hún er að flýta sér.
Sundnámskeiðið er þannig að foreldrar koma ekki með ofaní laug eða inn í klefa. Og ætlast er til að foreldrar fylgist ekki einu sinni með nema kannski fyrstu 5 mínúturnar. En það eru innan við 10 krakkar á námskeiðinu og 2 kennarar á bakkanum. Svo eru allavega 5 unglingar sem æfa sund og leiðbeina og hjálpa krökkunum bæði inn í klefa of ofaní laug. Er að vonast til að Húnbogi losni við þessa vatnshræðslu sína (kannski ekki beint vatnhræðsla, en honum er MJÖG illa við að blotna á höfðinu.....)
Í dag voru miklu fleyri krakkar því eitthvað rugl varð, og leikjanámskeið blandaðist við hópinn..... en bara í dag.
Húnbogi fékk extra mikla athygli frá hjálpurunm því hann var svo óöruggur í vatninu.
Kennarinn segir Húnboga til.... veit nú ekkert hvað hún var að segja því myndirnar eru allar teknar í gegnum glugga....
Eftir námskeiðið kíktum við svo til Þuru langömmu sem var nú aldeilis í essinu sínum með öll barnabarnabörnin sín.
Eftir miklar myndatökur byrjaði Þorgrímur að ókyrrast og til að róa hann rétti ég honum kexköku eins og Hulda var að japla á. Hulda varð afskaplega móðguð/afbrýðissöm yfir að ég væri að rétta einhverjum ókunnugum gaur að hún fór að hágráta (þó svo að hún væri enn með hálfa kexköku) og þar með lauk myndatökunum......
Hulda Rún, Húnbogi Bjartur og Þorgrímur Lee
Gott að eiga einn stóran til að sýna hvernig heimurinn virkar......
Annars er það að frétta af Huldu að nú labbar hún meira en hún skríður, skríður helst ef hún er að flýta sér.
þriðjudagur, júní 04, 2013
Hulda Rún æfir skrefin sín
Hulda er búin að vera í strangri þjálfun..... labbiþjálfun. Bara 2 vikur í hátíð og 17 júní. Þá var planið að hún væri byrjuð að labba...... (segi bara svona með þjálfunina....ekkert búin að vera svo ströng.....bara pínu)...
Alla vega æfir hún skrefin sín reglulega og er orðin ansi dugleg þó hún sé soldið völt stundum.
2 vídjó af henni. Var ekki í mjög góðu skapi þegar þetta var tekið samt.
Hulda Rún æfir skrefin sín
og
enn að æfa sig.
Fórum í sumarbústað með mömmu og pabba um helgina á meðan Helgi lék sér með víkingunum. Þar af leiðandi var engin myndavél með í för þar sem Helga fynnst nauðsinlegt að taka myndir af öllum hátíðum.
En það var bara gaman, fórum út, sulluðum í heita pottinum og komumst að því að það er engin vídjóleiga á Selfossi.
Alla vega æfir hún skrefin sín reglulega og er orðin ansi dugleg þó hún sé soldið völt stundum.
2 vídjó af henni. Var ekki í mjög góðu skapi þegar þetta var tekið samt.
Hulda Rún æfir skrefin sín
og
enn að æfa sig.
Fórum í sumarbústað með mömmu og pabba um helgina á meðan Helgi lék sér með víkingunum. Þar af leiðandi var engin myndavél með í för þar sem Helga fynnst nauðsinlegt að taka myndir af öllum hátíðum.
En það var bara gaman, fórum út, sulluðum í heita pottinum og komumst að því að það er engin vídjóleiga á Selfossi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)