föstudagur, janúar 30, 2009

Veikindi

Nú ríkja tvennskonar veikindi hér á þessu heimili......og einskonar atvinnuleysi líka.
Ég er með kvef og fylgifiska.... Húnbogi með gubbupest og niðurgang og Helgi orðinn atvinnulaus. Skemmtilegt ástand.......

svona líta veikir Húnbogar út

Austurríki


NEI!!!!!
Hvað er að sjá....

Mynd frá Austurríki......
Þar sem mamma og pabbi eru að skíðast......

Fallegt af þeim að senda mynd!






Bíddu nú við....Húnbogi þarna líka......
hmmmm
nei HAHAHAHAHA
Þetta er hérna heima.....og vitið þið bara hvað.....við þurftum ekkert að borga fyrir þennan snjó.....liggaliggalái

Húnsi feikar það

Ég lofaði ykkur myndum af Húnboga þegar gerfigráturinn kemur þegar sagt er nei við hann.

Njótið vel!!

sunnudagur, janúar 25, 2009

Hlín á þingi

Ég fór á rimmugýgjarþing núna á laugardaginn....og eins og svo oft áður var mikið talað og mikið þurfti til að slökkva þorstann.
Elísabet og Katrín voru með Húnboga hérna heima og gistu.
Vaknaði í morgunn skell þunn og æðisleg. Þessir víkingar eru ekki nískir á sopann sinn og nei er ekkert svar. Kom heim um 5 leytið. Helgi var nú kominn mun fyrr eða um 2.
Húnbogi er kominn með nýjan svip....set mynd af honum hérna næst þegar ég næ mynd af því....það er gerfigrenjusvipur.... og er ekki alveg að virka því ég hlæ bara að honum þegar hann setur hann upp....
Ný vinnuvika frammundan...jibbý. En er búin að fá það í gegn að hætta klukkan 4 einusinni í viku til að fá að eyða tíma með Húnsa því það er ekkert gaman að sjá hann ekki allan daginn og svo loks þegar maður kemur heim er það bara kvöldmatur og upp í rúm með hann.
Helgi er aftur á móti að fara að fylla út atvinnuleysibóta umsóknina..................

miðvikudagur, janúar 21, 2009

12 mánaðaskoðuninn að baki

Í gær fórum við í skoðun og sprautu og mældist Húnbogi 9,09 kg og 78 cm.
Ég aftur á móti mældist 71 kg og 186 cm. Fékk samt einga sprautu. Enda fær maður ekki sprautu í 30 ára skoðunn. Reyndar er enginn 30 ára skoðunn.....vildi bara fá að vera með.
Ef ég færi í skoðun myndi líklega ekki mikið mælast nema lækkandi greindarvísitala og verri sjón.

Húnbogi er kominn með leiðindar ósið við matarborðið. Taka matinn út úr sér og henda á gólf eða borð. Í fyrradag var fyrst sagt NEI við hann út af þessu. Og sá var ekki glaður..... og heldur betur móðgaður. Gekk illa að mata hann eftir þetta og mikið grátið, með ekkasogum og tilheyrandi. En iss...vorkenndi honum ekki neitt. Ef ég þarf að borða þetta þá þarf hann þess líka. Þetta var fiskur og kartöflur stappaðar í smjöri. Ætla að reyna að venja hann af þessu strax. Nú verður það bara NEI NEI NEI. Og engar sérþarfir og hana nú. Bara fólk á þrítugs aldir hefur unnið sér það inn að vera með sérþarfir.

En fyrir utan þetta er hann nú alltaf svo blíður og góður.... eða næstum. Ef hann er rosa kátur og vill knúsa mann og slefa á hann það til að bíta....fast....held að hann sé samt bara að reyna að vera góður litla greyið.

Vinnan gengur sinn vanagang....mér hundleiðist og finnst allt of lítið fyrir mig að gera og er strax farinn að sakna frísins sem ég var í og er bara að spá í að búa til annað barn og koma mér í annað frí sem fyrst!!!

sunnudagur, janúar 18, 2009

Hann er 1 árs hann Húnnbogi Bjartur....

Þann 17 janúar 2008 kl 14:15 fæddist lítill drengur á fæðingadeild landsspítalans. Eiginlega of lítill drengur sem vóg ekki nema um 2 kíló og mánuð fyrir tímann. Þurfti þessi litli drengur að dvelja á vökudeild í 8 daga. Var lítill og veikburða, of veikburða til að drekka og ekki bætti nýburagulan ástandið. Þessi drengur heitir Húnbogi Bjartur og er 1 árs í dag.


Húnbogi Bjartur í fyrstu fötunum sem pössuðu næstum. nr 48

Fyrstu vikur þurfti að vekja hann á 3 tíma fresti til að drekka og vekjaraklukkan stillt á nóttunni því hann vakti mig ekki. Mikið sofið enda ennþá að jafna sig á gulunni og bara svo allt of lítill og veikburða.
28 febrúar sást hann brosa í fyrsta sinn. Bros hefur verið hans einkenni síðustu mánuði....alltaf svo hýr og góður. Hlós fyrst í byrjun maí.
Var farinn að halda haus um mánaðrmót mars, apríl. En mjög óstöðugt þó fram í maí.
Byrjaði í ungbarnasundi 24 maí.
Fékk fyrst graut. 25 maí. rísgrautur og perur.
Velti sér 9 júlí af baki yfir á maga....en varð ansi fúll því hann vildi alls ekki vera á maganum og gat ekki velt sér til baka.
Fyrsta tönnin kom 26 júlí
12 september sat hann hjálparlaust í fyrsta sinn.
Stóð upp í nóvember.
Byrjaði loks að skríða á 4 fótum síðustu helgi..... en hefur dregið sig um á maganum og orðinn mjög fimur í því síðustu mánuði.
Er kominn með 6 tennur og duglegur að nota þær.


Afmælisdagsmorgunn. Einu ári síðar og mikið vatn runnið til sjávar.....



Húnbogi fékk fullt af gestum og pökkum.


Og ekki vantaði gúmmelaðið. Elísabet gerði meistarastykkið á borðinu.



Og svo var sungið fyrir Húnboga og mikið borðað.

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Húnsafréttir

Húnbogi byrjaði í aðlögun hjá dagmömmu fyrir viku síðan. Mætti bara í hálftíma og grét aðeins þegar hann fattaði að ég væri farinn. Þá var hann búinn að vera að leika sér í 10 mínútur. Fór svo aftur næsta dag og þá var þetta sko ekkert mál...enda löngu búin að fá leið á mér. Var svo til hádegis á föstudeginum og á mánudaginn var hann allan daginn. Dagmamman segir að þetta sé eitt auðveldasta barn sem hún hefur fengið. Ákvað ég því að byrja að vinna í dag. 6 tönnin kom niður um helgina og hann er byrjaður að skríða á 4...... það er þegar hann kemur úr sitjandi stöðu eða er ekki að flýta sér allt of mikið. Mér finnst pínu skrítið að sjá það.....orðin svo vön hinu og bjóst eiginlega ekkert við að það kæmi nokkurtíman.

Ég vann frá 8 til 6 í dag....held að ég hefði þurft að fara í aðlögun líka.....úff hvað ég er þreytt.

mánudagur, janúar 12, 2009

Akureyrarferð

Ég og Gudda fórum á Akureyri núna um helgina að hitta gamla skólavinkonu úr menntaskóla. Helgi fékk að prófa að vera helgarpabbi á meðan með Húnboga.
Við fórum á föstudegi og vorum komnar á staðinn milli 6 og 7. Var ákveðið að mannlífið yrði skoða gaumgæfilega og haldið niður í miðbæinn. Næsta dag var ljóst að ekki hafði verið skoðað nógu vel svo haldið var í aðra mannlífsskoðun það kvöld. Gekk það heldur betur og eftir örlítinn svefn var ljóst að í nægum gögnum hafði verið safnað og haldið heim á leið. Vorum komnar í Reykjavík um 8 leytið. Var færðinn frekar leiðinleg og fyrstu 200 km keyrðir á 60 km/klst.
Á morgunn fer ég svo að vinna......

Í dag er ár síðan ég hætti að vinna og lögð inn á spítala til að ala barn......

miðvikudagur, janúar 07, 2009

jólin bara búinn

Jæja...þá getur venjulegt líf hafist að nýju. Ekkert skraut, engar kökur, engar gjafir og enginn snjór....... Fórum á 13brennu upp í mosó, rústuðum einu húsi eða svo og spiluðum.
Ég og Gudda fórum líka í dag og reyndum að gera garðinn frægan. Vorum aukaleikarar í smá senu í þáttum sem heitir rétturinn og er sýndur á stöð2.....allir fari og kaupi sér áskrift að stöð2.

Húnbogi er kominn með dagmömmu. Hún heitir Hulda og förum við til hennar í fyrramálið í smá aðlögun....bara hálftíma til klukkutíma. Þannig að ég fer bara að vinna í næstu viku. En áður en þangað er haldið verður slett aldeilis úr klaufunum og Akureyrarbær málaður því ég og Gudda ætlum að hitta gamla skólavinkonu sem býr þar.

Svo verður lífið tékkið alvarlega....ekkert nammi,gos eða skyndibita át.... (eða...bara í hófi). Ekkert bíó eða óþarfabruðl. Ég er nefnilega að spara fyrir sólarlandaferð í sumar og þar sem ég verð 30 þá finnst mér við hæfi að láta gamlan draum rætast áður en allt of mörg börn fara að þvælast fyrir og ég verð krumpótt. Allir sem vilja gefa mér 30 ára afmælisgjöf meiga gefa smá fyrirfram péning takk :) Enn og einu sinni erum það ég og Gudda sem erum að plana slíkt...... hún verður einnig 30 ára.

Sólin er flokkuð sem meginraðarstjarna sem að þýðir að hún er í vökvajafnvægi, þar sem að hún dregst hvorki saman né þenst út, og myndar orku við samruna vetniskjarna yfir í helín.
Talið er að Sólin hafi meginraðarlíftíma í kringum um 10 milljarða ára. Núverandi aldur hennar er talin vera í kringum 4,5 milljarðar ára. Var þessi aldur hennar reiknaður með því að nota tölvulíkan af þróun stjarna. Sólin er á sporbaug um Vetrarbrautina, í u.þ.b. 25.000 til 28.000 ljósára fjarlægð frá miðju hennar. Sólin klárar eina sporbaugslaga umferð á um 226 milljón árum.
Það sem Hlín (homo sapiens) leitar að í fari sólarinnar eru aðalega hinir útfjólubláu geislar hennar. Sólin sendir frá sér breitt róf rafsegulgeislunar. Útfjólubláa geislunin veldur sólbruna og eykur líkur á húðkrabbameini.
Áhrif útfjólublárrar geislunar á mannslíkamann eru þó ekki eingöngu skaðleg. Útfjólublá geislun örvar framleiðslu D-vítamíns í húðinni. Geislunin getur einnig haft læknandi áhrif á húðsjúkdóma svo sem psóriasis og exem. Útfjólublá geislun er þar að auki notuð til að sótthreinsa loft og vatn, þar sem hún drepur ýmsar óæskilegar örverur.

fimmtudagur, janúar 01, 2009

2009

Þá er nýtt ár gengið í garð. Og þótt að mörgum hafi fundist þetta með erfiðari árum sem þeir hafa upplifað var það bara ansi fínt ár hjá mér. Við keyptum nýja íbúð, og fluttum inn í hana í Febrúar. Það var vegna þess að nýr fjölskyldu meðlimur var kominn og þurfti því stærra húsnæði.
Þessi nýji fjölskyldu meðlimur sem ég tala hér um er að sjálfsögðu hann Húnbogi Bjartur sem fæddist 17 Janúra. Lífið búið að snúast meira og minna um hann þetta árið.
Erfiðasta tímabilið á þessu ári var líklega þegar langafi hans Húnboga dó í apríl.
Um sumarið var svo haldið á víkingahátíð með frumburðinn í Hafnarfyrði. Engar utanlandsferðir voru þó farnar vegna hans. Fórum einnig á víkingahátíð á hestamannamótinu á Hellu en Húnbogi var þá fjarri góðu gamni í pössunn hjá afa og ömmu á Álftanesi.
Fall bankana tók svo við í október en sem betur fer áttum ég og Helgi engann péning til að missa. Lánin af íbúðinni hækkuðu svo að segja ekkert. Vinnumál Helga eru samt óljós og gæti farið að hann missi vinnuna mánaðarmótinn janúar febrúar. Ég aftur á móti er búin að fá vinnuna mína í Fjarðarkaup og byrja þar um leið og Húnbogi byrjar hjá dagmömmu.

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar um jól og nýár:


Árlega systrajólamyndinn. Þemað þetta sinn: Vaxtaræktargaurar.


Írena og Húnbogi deila leikfangi sem hún fekk í jólagjöf.


Jólamaturinn hans Húnboga. Hið daglega grænmetismauk.


Jólagjafirnar oppnaðar.


Húnbogi mátar prjónajólagjafirnar sem hann fekk.


Húnbogi Þrumustrákur. Gamlársdagskvöld.


Klukkan 12 miðnætti. 2009



Nýársdagsmorgunn. 2009.

Gleðilegt nýtt ár.
Háin 3