Þann 17 janúar 2008 kl 14:15 fæddist lítill drengur á fæðingadeild landsspítalans. Eiginlega of lítill drengur sem vóg ekki nema um 2 kíló og mánuð fyrir tímann. Þurfti þessi litli drengur að dvelja á vökudeild í 8 daga. Var lítill og veikburða, of veikburða til að drekka og ekki bætti nýburagulan ástandið. Þessi drengur heitir Húnbogi Bjartur og er 1 árs í dag.

Húnbogi Bjartur í fyrstu fötunum sem pössuðu næstum. nr 48
Fyrstu vikur þurfti að vekja hann á 3 tíma fresti til að drekka og vekjaraklukkan stillt á nóttunni því hann vakti mig ekki. Mikið sofið enda ennþá að jafna sig á gulunni og bara svo allt of lítill og veikburða.
28 febrúar sást hann brosa í fyrsta sinn. Bros hefur verið hans einkenni síðustu mánuði....alltaf svo hýr og góður. Hlós fyrst í byrjun maí.
Var farinn að halda haus um mánaðrmót mars, apríl. En mjög óstöðugt þó fram í maí.
Byrjaði í ungbarnasundi 24 maí.
Fékk fyrst graut. 25 maí. rísgrautur og perur.
Velti sér 9 júlí af baki yfir á maga....en varð ansi fúll því hann vildi alls ekki vera á maganum og gat ekki velt sér til baka.
Fyrsta tönnin kom 26 júlí
12 september sat hann hjálparlaust í fyrsta sinn.
Stóð upp í nóvember.
Byrjaði loks að skríða á 4 fótum síðustu helgi..... en hefur dregið sig um á maganum og orðinn mjög fimur í því síðustu mánuði.
Er kominn með 6 tennur og duglegur að nota þær.


Afmælisdagsmorgunn. Einu ári síðar og mikið vatn runnið til sjávar.....

Húnbogi fékk fullt af gestum og pökkum.

Og ekki vantaði gúmmelaðið. Elísabet gerði meistarastykkið á borðinu.

Og svo var sungið fyrir Húnboga og mikið borðað.