Þá er Hulda Rún komin á skrið, þó hún skríði kannski ekki beint, þá er hún byrjuð að spyrna sér og toga sig áfram á maganum..... Eltir mann bara út um allt, eða svona næstum því, er ekki alveg nógu snögg en gerir sitt besta. Er byrjuð að skoða mikið í kringum sig og var búin að hífa sig upp á stóra blómapottinn og byrjuð að fikta í steinunum þar. Eins gott að fylgjast vel með henni núna.
Húnbogi búinn að búa til slóð fyrir hana svo hún rati aftur á leiksvæðið sitt.
Pósar bara fyrir myndavélina. Var að reyna að ná mynd af henni þar sem hún fer upp á 4 fætur, ekki á hnéin (bjarnaganga)
Vídjó af Huldu á fartinum smellið hér til að skoða
fimmtudagur, janúar 31, 2013
mánudagur, janúar 28, 2013
Annasöm helgi
Þá er Írena farin, en hún kom eftir leikskóla á föstudag og var til 21 á sunnudagskvöld. Við brölluðum mikið saman og hér varð annsi fjörugt á köflum. Lítið sem ekkert rifist, en sunnudagurinn kannski erfiðastur að því leiti, enda allir orðnir frekar þreyttir.
Föstudagskvöld, pulsupartý.
Eldhúskrókurinn var vinsælt leiksvæði alla helgina. Mikið sullað með vatn, en þau fengu að leika sér með vatn með því skilyrði ef það myndi sullast yrði að þurrka upp strax. Það er stór handklæðahrúga á gólfinu eftir helgina.
Lautarferð.
Nammidagur og vídjókvöld á föstudögum. Þessi föstudagur ekkert öðruvísi.
Þau vildu endilega sofa saman upp í rúmmi þó plássið væri lítið.....
....enduðu því bæði á dýnu á gólfinu.
Á laugardeginum fórum við svo í bíó klukkan 13 á ævintýri samma 2. Spennandi ævintýramynd um 2 skjaldbökur sem ólust upp saman og lenda í hremmingum.
Komu svo heim og héldum ávaxtapartý.
Girnilegt......
Ætluðum svo að fara út að búa til snjókarla en þá var farið að rigna. Ég nennti því ekki út með þau og við ákváðum að fara í sund í staðin.
Hress eftir sundlaugapartýið.
Laugardagskvöld.... meira vídjó.
Á sunnudeginum fórum við snemma á fætur og bökuðum köku sem við fórum svo með í hádegismat til Sigrúnar.
Skreytt af hjartanslyst.
Stollt af árangrinum.
Sunnudagskvöld og Írena að fara.
Nú á mánudegi er tekið til. Dót út um allt hús, föt.... jú og blaut handklæði. Skemmtum okkur bara vel en samt ágætt að þetta var ekki lengra...... :)
Föstudagskvöld, pulsupartý.
Eldhúskrókurinn var vinsælt leiksvæði alla helgina. Mikið sullað með vatn, en þau fengu að leika sér með vatn með því skilyrði ef það myndi sullast yrði að þurrka upp strax. Það er stór handklæðahrúga á gólfinu eftir helgina.
Lautarferð.
Nammidagur og vídjókvöld á föstudögum. Þessi föstudagur ekkert öðruvísi.
Þau vildu endilega sofa saman upp í rúmmi þó plássið væri lítið.....
....enduðu því bæði á dýnu á gólfinu.
Á laugardeginum fórum við svo í bíó klukkan 13 á ævintýri samma 2. Spennandi ævintýramynd um 2 skjaldbökur sem ólust upp saman og lenda í hremmingum.
Komu svo heim og héldum ávaxtapartý.
Girnilegt......
Ætluðum svo að fara út að búa til snjókarla en þá var farið að rigna. Ég nennti því ekki út með þau og við ákváðum að fara í sund í staðin.
Hress eftir sundlaugapartýið.
Laugardagskvöld.... meira vídjó.
Á sunnudeginum fórum við snemma á fætur og bökuðum köku sem við fórum svo með í hádegismat til Sigrúnar.
Skreytt af hjartanslyst.
Stollt af árangrinum.
Sunnudagskvöld og Írena að fara.
Nú á mánudegi er tekið til. Dót út um allt hús, föt.... jú og blaut handklæði. Skemmtum okkur bara vel en samt ágætt að þetta var ekki lengra...... :)
föstudagur, janúar 25, 2013
Huldu póstur
Smá fréttir af Huldu Rún, en hún mun líklega ekki fá mikla athygli um helgina þar sem Írena verður í pössun og það er sko full vinna að hugsa um Húnboga og Írenu, en loksins er komið að því sem Húnbogi er búin að telja niður í 2 vikur. Írena kemur eftir leikskóla í dag og verður fram á sunnudagskvöld. Nóg af þeim tveim...tölum um Huldu....
Hún er farinn að borða kjúkling með bestu lyst. Soðinn og maukaður með smjöri. Henni finnst samt betra að hafa sætar karteflur eða gulrætur með, því kjúllinn er með soldið þurra og duftkennda áferð. Verður blautari saman með öðru grænmeti. Hámar í sig banana stappaður með eplasafa. Og svo hafragrautur með sveskjum.
Er orðin agalega flink í að týna upp í sig cheerios og notar stundum fingurgómana við það.
Er líka orðin nokkuð góð í að sitja óstudd og er farin að taka nokkur skriðskref. Ég keypti handa hendi svona hnéhlífar með gúmmíi svo hún renni ekki á parketinu.
Svo fín og blá augu. Þarf að skoða allt....
Sjáiði mig.... ég kann þetta alveg!
Monntrassgat
Finnst hún agalega sniðug þegar hún ullar og stundum smellir hún líka kossi.
Matartími.
Jæja. Best að njóta þess að vera í rólegheitunum með Huldu áður en ég sæki Húnboga og Írenu.
Hún er farinn að borða kjúkling með bestu lyst. Soðinn og maukaður með smjöri. Henni finnst samt betra að hafa sætar karteflur eða gulrætur með, því kjúllinn er með soldið þurra og duftkennda áferð. Verður blautari saman með öðru grænmeti. Hámar í sig banana stappaður með eplasafa. Og svo hafragrautur með sveskjum.
Er orðin agalega flink í að týna upp í sig cheerios og notar stundum fingurgómana við það.
Er líka orðin nokkuð góð í að sitja óstudd og er farin að taka nokkur skriðskref. Ég keypti handa hendi svona hnéhlífar með gúmmíi svo hún renni ekki á parketinu.
Svo fín og blá augu. Þarf að skoða allt....
Sjáiði mig.... ég kann þetta alveg!
Monntrassgat
Finnst hún agalega sniðug þegar hún ullar og stundum smellir hún líka kossi.
Matartími.
Jæja. Best að njóta þess að vera í rólegheitunum með Huldu áður en ég sæki Húnboga og Írenu.
miðvikudagur, janúar 23, 2013
Talið niður.
Nú er Húnbogi búin að telja niður daga þar til Írena kemur og gistir hjá honum í HEILAR 2 NÆTUR. Hann er svo spenntur og talar varla um annað. Á hverjum degi sýnir hann mér með puttunum hvað það eru margir dagar þangað til hún kemur, oft á dag. Og hann er líka búin að plana heilmikið sem hann langar að gera með henni.
Til dæmis langar honum að baka köku, halda ávaxtapartý, fara í mömmuleik þar sem hann er hvolpurinn en hún mamman, hann er búin að plana að fara með henni út í búð og velja bland í poka, búin að ákveða kvöldmatinn (bara einn reyndar, spagettí). Horfa á Lífið með Fróða og félögum á DVD, fara í bíó og margt fleyra sem ég bara man ekki. Þetta verður bara stuð en hún kemur á föstudaginn og verður alla helgina. Svo er hún bara að flytja aftur út til Brussel 1 febrúar.
2 gamlar og góðar af þeim, rétt áður en hún flutti út fyrst
Svo verða bara hellingsmyndir teknar um helgina
Til dæmis langar honum að baka köku, halda ávaxtapartý, fara í mömmuleik þar sem hann er hvolpurinn en hún mamman, hann er búin að plana að fara með henni út í búð og velja bland í poka, búin að ákveða kvöldmatinn (bara einn reyndar, spagettí). Horfa á Lífið með Fróða og félögum á DVD, fara í bíó og margt fleyra sem ég bara man ekki. Þetta verður bara stuð en hún kemur á föstudaginn og verður alla helgina. Svo er hún bara að flytja aftur út til Brussel 1 febrúar.
2 gamlar og góðar af þeim, rétt áður en hún flutti út fyrst
Svo verða bara hellingsmyndir teknar um helgina
föstudagur, janúar 18, 2013
1/2 árs í dag og 5 ára í gær
Í dag er Hulda Rún orðin 1/2 árs. Finnst það vera heil eilífð síðan hún lá svo ósjálfbjarga og maður var skíthræddur þegar Húnbogi var að skottast í kringum hana. Nú hoppar hann og skoppar í kringum hana og maður kippir sér lítið upp við það. Hún tekur af honum dótið og nagar það, hann hleypur til og bjargar dótinu sínu, en þó á varfærin hátt og ekki með neinni frekju. Hún er eins og api þegar maður situr með hana, prílar og sprikklar upp um mann allan og nagar allt sem hún kemst í færi við. Hún er byrjuð fyrir nokkru síðan að setja lappirnar undir sig og komin í skriðstellingar. Byrjuð að hífa sig upp á stólum og þess háttar og þar af leiðandi var hún ekki lengur örugg í vöggunni sinni. Jább..nú er hún komin í sér herbergi og í rimlarúm. Virðist bara sátt við það og sefur held ég bara betur. Er búin að vera 2 nætur og sofið alla nóttina, og lúrarnir á daginn farið upp í 2 tíma. Kannski bara tilviljun, kannski ekki.
Hulda Rún ofurkrútt.
Herbergishurðin hjá Huldu
Sefur vært......
Vaggan svo tómleg. Þessi vagga hefur verið inni í svefnherbergi síðan Húnbogi hætti að sofa í henni, og beðið þolinmóð (eða ekki) eftir nýju barni. Nú verður henni komið á nýjan stað, vonandi til Reynis og Vigdísar.
Við sóttum Húnboga snemma í leikskólan í gær og fórum í gjafaleiðangur. Skiptum rúmfötum og dvd og hann valdi nýtt. Fékk svo að kaupa sér fyrir péninginn sem langamma gaf. Hann tók sinn tíma og skoðaði og spekúleraði mikið. Fékk að velja alveg sjálfur (maður reyndi svosem að hafa smá áhrif á hann, en hann stendur fastur á sínu) og var að lokum sáttur með sitt.
Komin heim eftir verslunarferðina.
Hvað annað en grjónagrautur og slátur í matinn. Uppáhaldið, bauð Gulla og Katrínu líka í mat, og það var sungið fyrir hann og hann blés á kertin.
Hulda Rún ofurkrútt.
Herbergishurðin hjá Huldu
Vaggan svo tómleg. Þessi vagga hefur verið inni í svefnherbergi síðan Húnbogi hætti að sofa í henni, og beðið þolinmóð (eða ekki) eftir nýju barni. Nú verður henni komið á nýjan stað, vonandi til Reynis og Vigdísar.
Við sóttum Húnboga snemma í leikskólan í gær og fórum í gjafaleiðangur. Skiptum rúmfötum og dvd og hann valdi nýtt. Fékk svo að kaupa sér fyrir péninginn sem langamma gaf. Hann tók sinn tíma og skoðaði og spekúleraði mikið. Fékk að velja alveg sjálfur (maður reyndi svosem að hafa smá áhrif á hann, en hann stendur fastur á sínu) og var að lokum sáttur með sitt.
Komin heim eftir verslunarferðina.
Hvað annað en grjónagrautur og slátur í matinn. Uppáhaldið, bauð Gulla og Katrínu líka í mat, og það var sungið fyrir hann og hann blés á kertin.
miðvikudagur, janúar 16, 2013
veikur..... aftur....
Enn eina ferðina er Húnbogi orðinn veikur. Hringt var úr leikskólanum klukkan 3 og sagt að hann væri búinn að vera slappur og líklega orðin veikur. Ég sæki hann og hann er með mikinn hósta og smá hita. Hitinn rauk svo upp seinnipartinn og hann fékk hitalækkandi. Vildi bara kúra upp í rúmmi. Hrestist samt aðeins við pilluna en um 22 leytið er hann búin að vera með stanslausan hósta og segist vera illt í kokinu. Förum upp á læknavakt til að útiloka streptókokkasýkingu. Hún var útilokuð en læknirinn hlustaði hann og sagði að það væri mjög mikið slím í lungunum og hálsinum. Hann hefði líklega verið með rs veirusýkingu um jólin og ekki náð henni alveg úr sér og fengið bakteríusýkingu út frá því.. Fékk sýklalyf og astmalyf.
Vona að hann verði orðin nógu hress til að vera allavega fyrir hádegi í leikskólanum á fimmtudaginn.... afmælisdaginn, því hann er mikið búinn að hlakka til að fá að borða af afmælisdisk og drekka úr afmælisglasi. Gefa krökkunum ávexti og vera með kórónu í einn dag ásamt Freyju sinni sem á líka afmæli.
Vona að hann verði orðin nógu hress til að vera allavega fyrir hádegi í leikskólanum á fimmtudaginn.... afmælisdaginn, því hann er mikið búinn að hlakka til að fá að borða af afmælisdisk og drekka úr afmælisglasi. Gefa krökkunum ávexti og vera með kórónu í einn dag ásamt Freyju sinni sem á líka afmæli.
mánudagur, janúar 14, 2013
Nýjustu tölur
Jæja... ég og Hulda Rún mætum hressar og sprækar upp á Sólvang í 6 mánaða skoðun. Hún brosti bara og hló að þessum hjúkkum (einn nemi) og sýndi þeim nokkra takta. Hún er núna 7,38 kg og 69,8 cm. Það er hálft kíló og tæpir 3 cm á einum mánuði. Var líka soldið stríðin við lækninn sem skoðaði og hann átti í vandræðum með að hlusta hana. Hún var bara með læti og reyndi alltaf að ná hlustunarpípunni af honum. Var svo ferlega sár þegar hún fékk sprautuna en um leið og hún var búin fór hún bara aftur að hlægja. Hún er búin að vera soldið pirruð í dag, kenni sprautunni alveg um það og svaf lengri dúra.
Annars er hún bara rosa flott (eins og allir vita) og næsta skoðun er svo ekki fyrr en eftir 2 mánuði.
Annars er hún bara rosa flott (eins og allir vita) og næsta skoðun er svo ekki fyrr en eftir 2 mánuði.
fyrsta tönnin
Hulda er orðin tennt, eða tönnuð??.... Það er allavega ein tönn búin að rífa sig í gegn, beitt eins og hnífur, ekkert gaman að leyfa henni að naga handabakið lengur. Hún fannst 9 janúar, og það var eins og áður, Magga sem fann hana. Fann líka fyrstu hans Húnboga. Gæti reyndar verið að langamma hafi fundið hana 8 janúar, en hún hefur líklega gleymt að segja mér það. Svo opinberlega var það Magga.
Hulda fer svo í læknisskoðun á morgun. 6 mánaða skoðunin. Já börnin góð. 1/2 árs að verða, hvorki meira né minna.
Alltaf er ég jafn spennt að vita hvað hún hefur þyngst.
Hún er líka byrjuð að fara upp á hnéin og gerir sig líklega til að skríða af stað. Örugglega ekki svo langt í það. Tekur upp cherioos með léttum leik, en ögn erfiðara að koma því upp í sig.
Húnbogi er núna búin að vera 2 nætur á ömmu og afa í Mosó ásamt Írenu. Fórum í leikhús á laugardagin að sjá dýrin í Hálsaskógi og fór svo þaðan með þeim í Mosó. Það verður að nýta þennan litla tíma sem þau hafa saman, því nú flytja þau út aftur til Brussel 1 Feb. Írena fær reyndar að gista hér 2 nætur síðustu helgina í Janúar. Það á eftir að verða mikið stuð.
Húnbogi er útskrifaður úr sjúkraþjálfuninni með því skilyrði að hann haldi áfram í fimleikum. Og ef okkur finnst hann fara aftur, eða ekki fylgja jafnöldrum sínum í hreyfigetu, þá koma og prófa hann aftur.
Búinn að vera 1 sinni í viku hjá sjúkraþjálfara síðan um páskana 2012 og farið mikið fram.
Ekki meira í bili og engar myndir, kem svo með nýjustu tölur á morgunn......
Hulda fer svo í læknisskoðun á morgun. 6 mánaða skoðunin. Já börnin góð. 1/2 árs að verða, hvorki meira né minna.
Alltaf er ég jafn spennt að vita hvað hún hefur þyngst.
Hún er líka byrjuð að fara upp á hnéin og gerir sig líklega til að skríða af stað. Örugglega ekki svo langt í það. Tekur upp cherioos með léttum leik, en ögn erfiðara að koma því upp í sig.
Húnbogi er núna búin að vera 2 nætur á ömmu og afa í Mosó ásamt Írenu. Fórum í leikhús á laugardagin að sjá dýrin í Hálsaskógi og fór svo þaðan með þeim í Mosó. Það verður að nýta þennan litla tíma sem þau hafa saman, því nú flytja þau út aftur til Brussel 1 Feb. Írena fær reyndar að gista hér 2 nætur síðustu helgina í Janúar. Það á eftir að verða mikið stuð.
Húnbogi er útskrifaður úr sjúkraþjálfuninni með því skilyrði að hann haldi áfram í fimleikum. Og ef okkur finnst hann fara aftur, eða ekki fylgja jafnöldrum sínum í hreyfigetu, þá koma og prófa hann aftur.
Búinn að vera 1 sinni í viku hjá sjúkraþjálfara síðan um páskana 2012 og farið mikið fram.
Ekki meira í bili og engar myndir, kem svo með nýjustu tölur á morgunn......
miðvikudagur, janúar 09, 2013
5 ára afmæli og sitthvað fleyra......
Í dag (eða tæknilega séð í gær) héldum við upp á 5 ára afmælið hans Húnboga. Þó svo að hann eigi ekki afmæli fyrr en 17 jan þá var þetta tímin sem flestir gátu komist í veisluna hans. Þetta flakk á fólki til útlanda er rosalegt............ Við héldum líka þrettándan hátíðlegan síðasta sunnudag með tilheyrandi sprengjum og kökuáti.
Húnbogi tók sáttur á móti síðbúinni jólagjöf frá Gulla. Ég fékk áfall þar til mér var bent á að þetta er box með 15 venjulegum sleikjóum en ekki heilt kíló af sykri.
Fórum á þrettánda í Mosó. Þar voru haldin smá litlu jól því Írena og Alfreð komu til landsins og opnuðu sína pakka. Piparkökuhúsin var slátrað og svo allt sprengt í háaloft.
Hulda Rún fékk að vera upp á borði og var mjög sátt með mandarínuna sína..... og fyrst að Hulda fékk að vera upp á borði vildu hinir líka......
Þessi tvö brenndu sinn skerf af jólunum með ótal stjörnuljósum og bengalblysum.
Afmælisveislan. Eins og venjulega gerði Elísabet aðalkökuna en þemað í þetta sinn voru strumparnir. Og þó að Elísabet væri ekki einu sinni á landinu (hún var því miður sú eina sem komst ekki í þetta sinn) gerði hún þessa fínu tertu af smíðastrumpi eftir ósk Húnboga og sá var sko sáttur.

Veisluborðið og kræsingarnar...namminamm
Húnbogi tók sáttur á móti síðbúinni jólagjöf frá Gulla. Ég fékk áfall þar til mér var bent á að þetta er box með 15 venjulegum sleikjóum en ekki heilt kíló af sykri.
Fórum á þrettánda í Mosó. Þar voru haldin smá litlu jól því Írena og Alfreð komu til landsins og opnuðu sína pakka. Piparkökuhúsin var slátrað og svo allt sprengt í háaloft.
Hulda Rún fékk að vera upp á borði og var mjög sátt með mandarínuna sína..... og fyrst að Hulda fékk að vera upp á borði vildu hinir líka......
Sprengja sem átti að fara upp á áramótunum en var geymd þar sem Húnbogi var ekki í stuði.
Þessi tvö brenndu sinn skerf af jólunum með ótal stjörnuljósum og bengalblysum.
Afmælisveislan. Eins og venjulega gerði Elísabet aðalkökuna en þemað í þetta sinn voru strumparnir. Og þó að Elísabet væri ekki einu sinni á landinu (hún var því miður sú eina sem komst ekki í þetta sinn) gerði hún þessa fínu tertu af smíðastrumpi eftir ósk Húnboga og sá var sko sáttur.
Hér er svo vídjó af Húnboga þar sem hann afhjúpar gjöfina sína.
Mjög svo sáttur með þetta allt saman.
fimmtudagur, janúar 03, 2013
Jól og áramót
Nú eru jól og áramót að baki og hversdagsleikin nálgast óðum. Þrettándin er þó eftir og svo afmælið hans Húnboga.
Við eyddum aðfangadag hjá mömmu og pabba og þar voru líka Hlynur, Reynir, Vigdís og Heiðrún. Fengum skemmtilegar.... tja...eða meira grömsuðum eftir skemmtilegum fréttum, því jú, pakkarnir heilla eins og svo oft áður og á meðan beðið var eftir matnum grömsuðum ég og Hlynur í pökkunum, hristum og skoðuðum, og á einu korti, sem reyndar var ætlað Elínu, sem var þó ekki með okkur heldur í Danmörku með fjölskyldu Timme, stóð að pakkin væri frá Reyni, Vigdísi og litla barninu. Þetta þótti okkur Hlyni grunsamlegt og kröfðumst svara. Sem við fengum. Reynir og Vigdís eiga von á barni 1 Júlí. Ég óska þeim að allt gangi vel og hlakka til að hitta framtíðar leikfélaga Huldu.
Fyrir utan þetta þá var maturinn fínn, en pakkaflóðið kannski heldur mikið og tók 3 tíma að opna pakkana. Höfum tekið þá ákvörðun að ef jól eru haldin annarstaðar en heima, að taka bara þá pakka sem tilheyra þeirri fjölskyldu sem við verðum hjá. Hulda var róleg allt kvöldið en Húnbogi var heldur fyrirferðamikill og lá hátt rómur. Fórum strax heim eftir pakkaupptektina enda sumir orðnir bæði þreyttir og pirraðir og engin tími gafst til að skoða gjafirnar eða taka spil.....
Húnbogi Bjartur og Hulda Rún þegar klukkurnar slógu inn jólin.
Hulda var róleg og lét lítið hafa fyrir sér.
Jóladag fórum við svo á Álftanes en annan í jólum var bara eytt heima og fannst mér það bara mjög gott að þurfa ekki að vesenast neitt og fara út með börnin. Skrapp aðeins í ræktina um hádegið og Tengdó beið með veislumat heima þegar ég kom....Horfðum svo bara á sjónvarp og átum nammi. Húnbogi varð nokkuð veikur 2 í jólum, fékk háan hita og svaf mestallan daginn. 3 í jólum líka. Frekar slappur dagana á eftir en nokkurnvegin hitalaus. Fór því ekkert í leikskólan þá vikuna.
Áramótin héldum við á Álftanesi. Húnbogi fékk leyfi til að vaka eins lengi og hann vildi og var mjög ánægður með það. Fórum á brennu og skutum nokkrum sprengjum. Þegar áramótaskaupið byrjaði var Húnboga plantað inn í Elísabetar herbergi með dvd svo aðrir gætu horft á skaupið í fryði. Já, ljótt að segja það, en Húnbogi á það til að stela allri athygli...... Hann var þó sáttur en steinsofnaði yfir dvdinu þrátt fyrir stór orð um að ætla að vaka alla nóttina. Rétt fyrir 12 er ýtt við honum en hann vill ekk út, eftir smá umtöl sættist hann á að fara út en var bara alls ekki í stuði, Svo við geymdum stóru sprengjurnar til þrettándans og ég fór með hann aftur inn rétt fyrir tólf. Þegar ég spurði svo hvort við ættum ekki bara að fara heim að sofa var svarið "ég vil alveg fara heim og vaka". vorum komin heim rétt fyrir 1 og Húnbogi fer upp í rúm með dvd. Er sofnaður 10 mínútum seinna. Næsta morgun var hann ansi svekktur því hann vildi jú vaka alla nóttina og ætlaði bara að hvíla lappirnar..........
Hulda var eins og um jólin með lítið vesen. Sjáum til hvernig næstu ár verða....
Nú er hún samt komið með sitt fyrsta kvef með hori og hósta, en þó hitalaus hingað til.
Húnbogi klæddur í sitt litskrúðugusta úr fataskápnum með hanakamb sem gerður var með eggjahvítum. Honum fannst hann mjög flottur og sagði að hann liti út eins og dreki.
drekinn frá hlið.
Og þannig endaði árið 2012.
Gleðilegt nýtt ár frá Háunum 4.
Við eyddum aðfangadag hjá mömmu og pabba og þar voru líka Hlynur, Reynir, Vigdís og Heiðrún. Fengum skemmtilegar.... tja...eða meira grömsuðum eftir skemmtilegum fréttum, því jú, pakkarnir heilla eins og svo oft áður og á meðan beðið var eftir matnum grömsuðum ég og Hlynur í pökkunum, hristum og skoðuðum, og á einu korti, sem reyndar var ætlað Elínu, sem var þó ekki með okkur heldur í Danmörku með fjölskyldu Timme, stóð að pakkin væri frá Reyni, Vigdísi og litla barninu. Þetta þótti okkur Hlyni grunsamlegt og kröfðumst svara. Sem við fengum. Reynir og Vigdís eiga von á barni 1 Júlí. Ég óska þeim að allt gangi vel og hlakka til að hitta framtíðar leikfélaga Huldu.
Fyrir utan þetta þá var maturinn fínn, en pakkaflóðið kannski heldur mikið og tók 3 tíma að opna pakkana. Höfum tekið þá ákvörðun að ef jól eru haldin annarstaðar en heima, að taka bara þá pakka sem tilheyra þeirri fjölskyldu sem við verðum hjá. Hulda var róleg allt kvöldið en Húnbogi var heldur fyrirferðamikill og lá hátt rómur. Fórum strax heim eftir pakkaupptektina enda sumir orðnir bæði þreyttir og pirraðir og engin tími gafst til að skoða gjafirnar eða taka spil.....
Húnbogi Bjartur og Hulda Rún þegar klukkurnar slógu inn jólin.
Hulda var róleg og lét lítið hafa fyrir sér.
Jóladag fórum við svo á Álftanes en annan í jólum var bara eytt heima og fannst mér það bara mjög gott að þurfa ekki að vesenast neitt og fara út með börnin. Skrapp aðeins í ræktina um hádegið og Tengdó beið með veislumat heima þegar ég kom....Horfðum svo bara á sjónvarp og átum nammi. Húnbogi varð nokkuð veikur 2 í jólum, fékk háan hita og svaf mestallan daginn. 3 í jólum líka. Frekar slappur dagana á eftir en nokkurnvegin hitalaus. Fór því ekkert í leikskólan þá vikuna.
Áramótin héldum við á Álftanesi. Húnbogi fékk leyfi til að vaka eins lengi og hann vildi og var mjög ánægður með það. Fórum á brennu og skutum nokkrum sprengjum. Þegar áramótaskaupið byrjaði var Húnboga plantað inn í Elísabetar herbergi með dvd svo aðrir gætu horft á skaupið í fryði. Já, ljótt að segja það, en Húnbogi á það til að stela allri athygli...... Hann var þó sáttur en steinsofnaði yfir dvdinu þrátt fyrir stór orð um að ætla að vaka alla nóttina. Rétt fyrir 12 er ýtt við honum en hann vill ekk út, eftir smá umtöl sættist hann á að fara út en var bara alls ekki í stuði, Svo við geymdum stóru sprengjurnar til þrettándans og ég fór með hann aftur inn rétt fyrir tólf. Þegar ég spurði svo hvort við ættum ekki bara að fara heim að sofa var svarið "ég vil alveg fara heim og vaka". vorum komin heim rétt fyrir 1 og Húnbogi fer upp í rúm með dvd. Er sofnaður 10 mínútum seinna. Næsta morgun var hann ansi svekktur því hann vildi jú vaka alla nóttina og ætlaði bara að hvíla lappirnar..........
Hulda var eins og um jólin með lítið vesen. Sjáum til hvernig næstu ár verða....
Nú er hún samt komið með sitt fyrsta kvef með hori og hósta, en þó hitalaus hingað til.
Húnbogi klæddur í sitt litskrúðugusta úr fataskápnum með hanakamb sem gerður var með eggjahvítum. Honum fannst hann mjög flottur og sagði að hann liti út eins og dreki.
drekinn frá hlið.
Og þannig endaði árið 2012.
Gleðilegt nýtt ár frá Háunum 4.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)